Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Fréttir Aka hringveginn á 60 ára gömlum Farmall Cub á 10 kílómetra hraða „Við gefum okkur þrjár vikur til einn mánuð að fara hringinn í kringum landið, við förum reyndar ekki hratt yfir því dráttarvélin getur ekki farið hraðar en 10 kílómetra á klukkustund,“ segir Helgi Guðmundsson úr Sveitarfélaginu Vogum. Hann og eiginkona hans, Júlía Halldóra Gunnarsdóttir, lögðu af stað nýlega í hringferð um landið á fimmtíu ára gamalli dráttarvél, Farmall Cub, sem Helgi gerði upp. Þau eru með kúrekakerru aftan í Farmalnum, sem þau gista í. „Auðvitað erum við snarklikkuð að gera þetta en það er allt í lagi, okkur hefur dreymt um að fara hringinn á þennan hátt og látum þann draum verða að veruleika. Við stefnum á að keyra sex klukkutíma á dag og skiptumst á að vera við stýrið,“ bætir Helgi við. Þau fá mikil viðbrögð á vegunum, fólk vinkar þeim og hvetur þau áfram um leið og það dáist að frumkvæði þeirra og að nenna að standa í þessu. „Já, já, fólk stoppar mikið og spjallar við okkur. Margir taka ljósmyndir og aðrir vilja forvitnast um dráttarvélina og enn aðrir vilja fá að kíkja inn í kúrekakerruna,“ segir Júlía. /MHH Hjónin keyra sex klukkutíma á dag og þurfa sífellt að vera að bæta eldsneyti á vélina því tankurinn tekur ekki nema tólf lítra. Selasetrið á Hvammstanga hlaut nýverið sína aðra viðurkenningu á stuttum tíma frá ferðavefnum TripAdvisor. Viðurkenningin, sem nefnist Certificate of Excellence fyrir árið 2015, er veitt vegna fjölda góðra umsagna gesta á TripAdvisor. Á vef Selasetursins segir að viðurkenningin sé setrinu afar mikilvæg en TripAdvisor sé vefur sem ferðamenn nota mikið til að afla sér upplýsinga um áhugaverða staði og því áríðandi að umsagnir séu góðar. Undanfarin misseri hefur mikið verið lagt upp úr góðri upplýsingagjöf hjá Selasetrinu og einnig er markvisst verið að biðja gesti um umsagnir á TripAdvisor. Þetta tvennt hefur leitt til stóraukins fjölda jákvæðra umsagna. /MÞÞ Selasetrið fær viðurkenningu TripAdvisor Sveitarstjórn Langanesbyggðar fór á dögunum í heimsókn til nágranna sinna á Vopnafirði en megintilgangur ferðarinnar var að skoða fyrirkomulag á úrgangsmálum. Vopnfirðingar hafa þann hátt á úrgangsmálum að ein tunna er við hvert hús en miðlægur flokkunarstaður er í sveitarfélaginu hvar íbúar koma sjálfir með sitt flokkaða sorp og setja inn um lúgur sem merktar eru hverri tegund flokkaðs heimilisúrgangs. Innan við lúgurnar er sorp eftir atvikum baggað og eða sent burt í til þess gerðum pokum. Sveitarstjórnarmenn skoðuðu bæði flokkun og urðun sorps ásamt því að ræða málin við fólk í héraði. Einnig skoðaði sveitarstjórnarfólkið leikskóla og skóla þeirra Vopnfirðinga. Frá ferðinni er greint á vefsíðu Langanesbyggðar. /MÞÞ Sveitarstjórn Langanesbyggðar: Kynnti sér úrgangsmál í Vopnafirði /mynd á vef Langanesbyggðar Náttúrustofa Vesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi standa í sameiningu fyrir vöktun á bjargfuglum á Snæfellsnesi og í þremur eyjum á Breiðafirði. Ákveðnir staðir eru heimsóttir tvisvar á hverju sumri, fyrst síðla í júní til að slá tölu á fjölda varpfugla (hreiðra) og svo aftur í lok júlí til að meta varpárangur. Hér eru myndir úr ferð um Snæfellsnes í blíðviðri í síðustu viku en þær má finna á Facebook-síðu Náttúrufræðistofnunar Vesturlands. Myndirnar eru teknar á Þúfubjargi og Lónadrangar sjást í baksýn. /MÞÞ Vakta bjargfuglinn Bændablaðið Kemur næst út 23. júlí Bændur mislangt komnir með sláttinn Bændur á Suðurlandi hafa almennt farið hægt af stað í heyskap á þessu sumri, „þeir eru að bíða eftir meiri sprettu,“ segir Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, fóðurráðgjafi hjá RML á Selfossi. Hún segir allan gang á því hvar sunnlenskir bændur eru á vegi staddir þegar að slætti kemur, sumir búnir með fyrri slátt, aðrir ekki byrjaðir og þá eru sumir um það bil að byrja. Fé var víða á túnum fram á sumar og tefur það að hægt sé að hefja slátt. Víða var búið að slá í Flóanum þegar Jóna Þórunn var þar á ferð um liðna helgi, eins er þó nokkuð búið að slá í Landeyjum og uppsveitum Árnessýslu. „Það er allur gangur á þessu, menn eru mislangt komnir eins og gengur,“ segir hún. Hún segir nokkra óvissu um hversu mikið magnið verði, en allt bendi til að gæðin verði í fínu lagi. Ekkert byrjað að slá á Efri-Jökuldal Sigvaldi Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal, segir að ekkert sé farið að slá þar um slóðir og gerir ekki ráð fyrir að bændur í Jökuldal hefji almennt slátt fyrr en eftir 20. júlí og jafnvel ekki fyrr en undir mánaðamót júlí ágúst. Það sé um hálfum mánuði og allt að þremur vikum seinna en í meðalári. Fremur kalt hefur verið fyrir austan, lítill lofthiti, en eftir að svolítil væta kom á dögunum tóku tún vel við sér. Gæsir eru í stórum flokkum á túnum í Jökuldal og bætir það ekki úr skák, en áður gekk fé út á túni og veldur hvoru tveggja töfum. „Það er víða hér um slóðir gæsamergð á öllum túnum, þær eru seinar að hafa sig til fjalla, en mér sýnist vera fararsnið á geldfugli,“ segir Sigvaldi. Engin sauðfjárbeit er á túnum við Hákonarstaði, „en fuglinn heldur okkar túnum alveg niðri, hámar í sig grasið. En það er ekki öll nótt úti, við trúum því að ágúst verði góður og tíð ágæt eitthvað fram í september, þannig að við örvæntum ekki ennþá,“ segir Sigvaldi. Gæðin í góðu lagi Guðmundur Sigurðsson, ráðu- nautur á Hvanneyri í Borgarfirði, segir misjafnt hvar á vegi bændur séu staddir þegar kemur að heyskap á þessu sumri. Töluvert hafi verið heyjað í Borgarfirði. Víða séu menn langt komnir, einkum kúabændur, en á sauðfjárbúum hafi fé lengi verið á túnum og sé jafnvel enn svo á þeim bæjum eru menn rétt farnir að huga að slætti. Gæðin eru að sögn Guðmundar í góðu lagi. Hann væntir þess að það sem af er sumri verði gott, það munaði t.d. öllu ef háarspretta yrði góð. „Við treystum því að veðrið verði gott seinni hluta sumars,“ segir Guðmundur. /MÞÞ Mynd / Benjamín Baldursson. Mynd / MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.