Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Starfshópur um hreindýraeldi afhenti umhverfis- og auðlinda- ráðherra skýrslu og niðurstöður sínar um hugmyndir um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein á Íslandi fyrir skömmu. Ekki er mælt með að tekið verði upp hreindýraeldi eða stórfelldur hreindýrabúskapur hér á landi. Ósáttir við niðurstöðu nefndarinnar Fyrir rúmum tveimur árum sóttu Björn Magnússon og Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Grænlandi, um leyfi til að hefja hreindýraeldi á Austurlandi. Björn segir þá ekki hafa fengið synjun ráðherra og segist hann vera búinn að biðja um fund með umhverfisráðherra. „Satt best að segja erum við verulega óhressir með niðurstöðu nefndarinnar og alla aðferðafræðina sem hún notaði til að komast að niðurstöðunni. Í fyrsta lagi var okkur meinað að kynna áformin fyrir nefndinni þrátt fyrir að ég hafi farið fram á það munnlega við formann hennar. Ég óskaði einnig eftir því að annaðhvort ég eða Stefán fengjum sæti í nefndinni en því var hafnað. Satt best að segja var aldrei talað við okkur vegna skýrslugerðarinnar.“ Þess má geta að Stefán er búfræðingur og eini Íslendingurinn sem hefur menntað sig í hrein- dýrarækt. Hann rekur hreindýrabú á Grænlandi, hefur starfað sem hreindýrahirðir í Svíþjóð og kennt hreindýrarækt í tvö ár í Alaska og kynnt sér hreindýrarækt í Kanada, Noregi og Skotlandi. Hugmyndin að nota eyðijarðir „Hugmyndin að eldinu gekk út frá því að við fengjum að kaupa um 200 hreindýr sem er um 3% af heildarstofninum hér á landi. Okkar hugmyndir voru að leigja tvær jarðir sem enginn búskapur er á og dygði það í nokkur ár. Hugmyndir voru um að semja við landeigendur sem eiga Digranes og bjóða þeim að vera með í hreindýraræktinni og girða Digranes af. Fyrirmyndin að búinu er sótt til Skotlands og ætlunin að nota það til ferðaþjónustu samhliða eldinu. Á búinu eru Skotarnir með 150 til 200 dýr sem tengjast ferðaþjónustu þannig að þau eru fulltamin og fólk getur kallað á þau, gefið þeim að borða og sett á þau múl og teymt. Tömdu dýrin í Skotlandi eru í þjóðgarði á sumrin um 50 kílómetra frá búinu og þar geta ferðamenn skoðað þau gegn gjaldi, teymt með sér í gönguferðir og sett á þau klyfjar. Auk þess var hugmyndin að auka fjölda dýra á búinu upp í eitt þúsund með tímanum og fyrir vikið tæki tíu til fimmtán ár að byggja upp stofninn. Um er að ræða 5 til 10 heilsársstörf og einhver sumarstörf. Væri þetta mikill fengur fyrir sveitarfélögin þar sem þetta yrði og gæti komið á móti mikilli fækkun í sauðfjárrækt og fækkun starfa í þessum sveitum,“ segir Björn. Aukin sjúkdómahætta Á heimasíðu umhverfis ráðuneytisins segir að starfshópurinn mæli ekki með því að tekið verði upp hreindýraeldi eða stórfelldur hreindýrabúskapur hér á landi ef á sama tíma eigi að standa vörð um villtan stofn hreindýra í landinu. Í skýrslunni kemur fram að veruleg hætta sé á aukinni tíðni og útbreiðslu sjúkdóma, einkum í tengslum við hættuna á samgangi eldisdýra við villt dýr og annan bústofn. Bent er á að hreindýraeldi sé þess eðlis að því fylgi óhjákvæmilega umtalsverð breyting á landnýtingu og það takmarki aðra landnýtingu og aðgengi almennings að landinu vegna nauðsynlegra girðinga. Þá þurfi slíkar girðingar að vera verulega háar og ná yfir stór svæði eigi þær að þjóna tilgangi sínum. Björn svarar þessu og segir: „Í Noregi, Kanada og Grænlandi eru bæði villtir stofnar og hreindýrarækt og því ekki minni sjúkdómahætta þar en hér á landi. Girðingarnar sem við ætlum að reisa takmarkar ekki aðgengi almennings frekar en sauðfjárgirðingar, þær eru einungis hærri. Þar að auki hefur sauðfjárrækt minnkað svo mikið á þessu svæði, að hún er orðin óveruleg og hvergi þarna um ofbeit að ræða.“ Mikill innflutningur á hreindýrakjöti Björn segir að flutt hafi verið inn hreindýrakjöt af um tvö þúsund dýrum á ári, en hafi minnkað síðustu ár. „Búið gæti því hæglega sparað þann gjaldeyri. Þessi innflutningur kemur allur frá Norður-Noregi þar sem þéttleiki hreindýra og ofbeit er sú mesta sem þekkist og smithætta ætti að vera mest. Í Noregi eru ævafornir villtir stofnar hreindýra og hreindýrarækt stunduð samhliða og ekkert girt af. Þar hafa Samar ekki verið að missa tamin dýr í villtu hópana.“ Að sögn Björns skilur hann ekki þau rök að aukin sjúkdómahætta séu aðalrökin fyrir því að starfshópurinn mæli gegn hreindýraeldinu. „Við erum ekki að tala um að flytja inn dýr sem gætu borið með sér sjúkdóma og okkur skilst að íslenski hreindýrastofninn sé að mestu sjúkdómalaus. Eldi eins og við Stefán viljum koma á koppinn gengur vel annars staðar, í Lapplandi og Norður- Noregi og Svíþjóð, þrátt fyrir að sjúkdómahætta sé víðast meiri en hér á landi þannig að ég skil ekki þau rök. Satt besta að segja er okkar tilfinning sú að líffræðingastóðið hjá umhverfisráðuneytinu hafi verið á móti hugmyndinni frá upphafi. Ég er búinn að óska eftir samtali við Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra en ekki fengið það enn þannig að ég veit ekki hvernig málið endar,“ segir Björn Magnússon. /VH Fréttir Starfshópur umhverfisráðherra mælir ekki með hreindýraeldi: Niðurstaða starfshópsins er óskiljanleg − segir Björn Magnússon, sem sótti um leyfi ásamt Stefáni Magnússyni Við Stóru-Laxá í Hreppum er sagt að Þorbjörn jarlakappi, afi Kára Sölmundarsonar, hafi orðið fyrstur manna til að veiða lax og reist þurrkhjall uppi á Hnúkunum ofan við ána. Hann notfærði sér uppstreymið til að þurrka fiskinn og fæla burt flugur, einhver hugkvæmasti matvælaframleiðandi fornaldar. Stóra-Laxá á sér marga aðdáendur á meðal veiðimanna og dregur að sér sömu stangveiðimennina ár eftir ár. Náttúrufegurðin er mikil og fiskarnir stórir og margir. Árni Baldursson, leigutaki árinnar, þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er beðinn að nefna uppáhaldsána sína. Náttúran og umhverfið við Stóru-Laxá er engu líkt og það skiptir æ meira máli eftir að kraftveiðimennskan hætti að vera í fyrsta sæti. Vegalengdirnar, víðáttan, hyljirnir og svo gljúfrin uppi á efsta svæði. Ég veit ekkert betra en að koma einn niður í Hólmahyl, eyða deginum í gljúfrunum, veiða í ósnertum hyljum og sjá ekki eitt fótspor í sandinum. Brölta svo um kvöldið upp úr Bláhyl og rölta algjörlega uppgefinn heim í hús. Það er stórkostlegt.“ Svona hugsaði Guðmundur frá Miðdal líka undir miðja síðustu öld þegar hann gekkst fyrir því í félagi við nokkra vini sína að stofna Veiðifélagið Flugu til að standa vörð um veiðimennsku á efri svæðum Stóru-Laxár. Veiðikofi Flugumanna reis í Hrunakróki þar sem fallegt er að koma að vorlagi litlu eftir að fer að hlýna. Þessar línur runnu einhvern veginn niður skorninginn þegar ég leit þarna við eitt vorið til að skoða kofa Flugumanna, hálfvegis að hugsa um laxinn sem gerði sig reiðubúinn að ganga uppeftir. vorveiði í hrunakrók því þar sem sólin þrýstist niður gil og þvert á landið byltist vatn á klöppum og grámi fjallsins fær af vetrarbyl sinn frið og verður undið, mógult gras – ei hrím þar meir, af hylnum ljósi er kastað og heimur bæði manns og fjalls af þunga alls þess sem var er létt og lundin unga til lífs rís enn, í vorsins kviku tröppum – þar veltur það enn sinn veg, eitt mógult gras Nú er verið að gera upp og breyta gamla veiðihúsinu í Hrunakróki í safn um sögu stangveiða við Stóru-Laxá. Það er ágæt hugmynd enda eru Hrepparnir og ekki síst Stóra-Laxá eitt þeirra svæða á Íslandi sem tengjast sögu stangveiðanna hvað mest og lengst aftur. Ár, vötn og veiði – Sölvi Björn Sigurðsson Boltar úr Stóru-Laxá. Hér er fjórfættur veiðimaður á ferð. Mynd /GP Stóra-Laxá í Hreppum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.