Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Þorbjörg Oddgeirsdóttir: Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur Það eru sennilega ekki margir sem geta státað af því að eiga heila starfsævi að baki á sama vinnustaðnum en það getur Þorbjörg Oddgeirsdóttir, sem lauk störfum um síðustu mánaðamót hjá Bændasamtökunum eftir 47 ára starf. Tvítug að aldri hóf hún störf á Búreikningastofu landbúnaðarins þar sem hún starfaði þar til stofan var lögð niður árið 1990. Þá bauðst henni gjaldkerastaða hjá Búnaðarfélagi Íslands. Fimm árum síðar breyttist heiti þess í Bændasamtök Íslands og sinnti Þorbjörg gjaldkerastarfinu þar til 1. júlí síðastliðinn. Þorbjörg er fædd í Ási við Kópasker, dóttir hjónanna Oddgeirs Péturssonar og Önnu Árnadóttur en hún ólst upp í hópi sjö systkina. „Ás var læknisbústaður en þegar ég var á öðru ári flutti fjölskyldan á Vatnsenda á Melrakkasléttu sem er nýbýli út frá Oddsstöðum. Þar sinntu foreldrar mínir fjárbúi en rétt fyrir jólin árið 1957 flytjum við til Reykjavíkur. Það var erfitt í ári og pabbi var farinn í bakinu og veðurfar var erfitt, miklir snjóavetrar og allt á kafi í snjó svo það var löng leiðin inn á Kópasker. Pabbi var elsti sonurinn og því var ætlast til þess að hann yrði bóndi en allir þessir samverkandi þættir urðu til þess að foreldrar mínir fluttu suður og pabbi fékk vinnu í Reykjavík. Fyrst starfaði hann hjá Útflutningssjóði og síðan í fiskmjölsverksmiðjunni Kletti en síðustu árin var hann vaktmaður hjá Reykjavíkurborg,“ útskýrir Þorbjörg og aðspurð um hvort sveitastörfin hafi aldrei togað í hana svarar hún: „Mér fannst alltaf yndislegt að vera í sveit en það sat aldrei í mér að verða bóndi sjálf. Við fórum oft í tjaldferðir með mömmu eftir að við fluttum suður og höfðum mjög gaman af því. Mamma var hörkukona og vann utan heimilis alla tíð. Hún vann á saumastofum og var mjög flink í höndunum. Ég var ung þegar ég fór að vinna með skóla, eða 14 ára gömul og stóð þá vaktina í Laugarásbíói. En ég hafði áhuga á tilbreytingu, að standa á eigin fótum og langaði að læra ritarastörf. Ég fór því til Edinborgar árið 1966. Ég fór aðra leið að því en flestir því ég fór í breska sendiráðið hér og fór utan sem au-pair en ákvað að nota þann tíma sem ég hafði á kvöldin til að fara í ritaraskóla. Þar lærði ég ensku, hraðritun, vélritun og bókhald.“ Unnið með gataspjöld „Þegar ég kem heim frá Edinborg árið 1968 má segja að það sé lítil kreppa hér og það var ekki auðvelt að fá vinnu. Ég leysti af í mánuð sem ritari veðurstofustjóra og var síðan að leita að vinnu og sótti um allt sem ég sá en lítið gekk. Góð vinkona mín vann á Búreikningastofu landbúnaðarins og hún lét mig vita að það vantaði starfskraft í tölvuskráningu. Ég sótti um og fékk starfið. Við vorum tvær í götunardeildinni, við skráðum upplýsingar á löng gataspjöld. Það fyrsta sem við skráðum voru sauðfjárskýrslur og hrútaskýrslur Þorbjörg Oddgeirsdóttir við tölvuna sína í Bændahöllinni. Hún var tvítug þegar hún kom til starfa hjá Búreikningastofu landbúnaðarins árið 1968 en lét af störfum hjá Bændasamtökum Íslands um síðustu mánaðamót eftir 47 ára farsælan starfsferil. Mynd / HKr. Hér sést Þorbjörg til hægri ásamt Valgerði Jónsdóttur við vinnu á gataspjöldunum í tölvudeildinni í kringum 1970.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.