Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 „Það eru mennirnir sem eru gull þjóðanna og dýrmætustu afurðirnar í hverju landi,“ sagði vitur kona forðum. Þessi orð koma mér í hug þegar einn öflugasti bóndi í mínu héraði fagnar áttræðisafmæli sínu og hélt vinum sínum margra daga hátíð að fornum sið. Björn Sigurðsson í Úthlíð í Biskupstungum er þjóðkunnur maður og af honum eru til margar þjóðsögur. Björn er gildur bóndi og í dag einn öflugasti ferðaþjónustubóndi landsins. Úthlíð er landnámsjörð og þar bjó Þorgerður dóttir Ketilbjarnar hins gamla á Mosfelli. En hin merka ætt Árnesinga, Haukdælaætt, var frá honum komin og voru margir þeirra manna bestu og farsælustu menn landsins svo sem feðgarnir Ísleifur og Gissur, biskupar í Skálholti. Sagt var að úr Gissuri hefði mátt gera víkingahöfðingja og væri hann vel til þess fallinn eða konung og væri hann vel til þess fallinn eða biskup sem og varð og var hann einn sá farsælasti af öllum biskupum landsins. Lífsglaður víkingahöfðingi Björn í Úthlíð er svipmikill bóndi og víkingahöfðingi, hann er lífsglaður og hefur allt sitt líf horft fram á veginn hiklaus og djarfur, með Birni er gaman að vera í leik og starfi. Björn er foringi okkar Haukdælanna og við nefnum hann oft Jarlinn í Úthlíð en þá nafnbót bar Gissur frændi okkar Þorvaldsson. Ágústa Ólafsdóttir, eiginkona Björns, var frá Hjálmholti í Flóa og voru samfarir þeirra góðar eins og sagt var hér áður fyrr, allt fór saman, barnalán og búskapur góður. Ágústa er látin og reisti Björn eina fallegustu kirkju landsins, Úthlíðarkirkju, til minningar um konu sína og Gísli Sigurðsson, bróðir hans, teiknaði kirkjuna. Björn er því kirkjubóndi en þeir eru nú ekki margir eftir í landinu. Í Úthlíðarkirkju fara fram margar athafnir fjölskyldunnar og vina og einnig þeirra skógarmanna í Úthlíðarskógi, en þar eiga margir helgireit eða lítið himnaríki og njóta þess að safna kröftum og búa við brjóst náttúrunnar. Byggir brú milli þéttbýlisins og sveitamenningarinnar Það eru menn með kjark og stórhug Björns í Úthlíð sem vísa veginn, horfa til nýrra búskaparhátta og taka utan um „manninn, manneskjuna, sem þráir að eignast fjölbreyttara líf en að lifa eingöngu í bæ eða borg. Björn á sinn þátt í því að kalla menn á ný til búsetu í sveitinni og þannig byggir hann brú á milli þéttbýlisins og sveitamenningarinnar. Til hamingju, Björn í Úthlíð, með lífsstarf þitt og vináttuna sem einkennir þig og þann drengskaparmann sem þú hefur að geyma. „Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum.“ Íslandi allt. Fundarstjórn forseta, hvað er það? Sagt er að í vetur hafi hið nýja þing mátt þola 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Og öllum ber eigi að síður saman um að ekkert sé að fundarstjórn forsetans, Einars K Guðfinnssonar, sem er velviljaður og vænn drengur og verðugur þess bæði vegna reynslu og starfsaldurs að bera það tignarorð að vera forseti Alþingis. Þegar Alþingi var endurreist 1845 roðaði af nýjum degi og skáldin sungu lofsöngva lýðræðinu og frelsisþrá kúgaðrar þjóðar. Ekki þótti Jónasi Hallgrímssyni gott þegar hún Snorrabúð var orðin stekkur. Hann vildi sjá „snarorða snillinga að stefnu sitja, þjóðkjörin prúðmenni þingsteinum á. Og að: „Traustir skulu hornsteinar hárra sala.“ Virðing Alþingis vex ekki við þetta nýja „ræðuníð“, það fer æðstu stofnun landsins illa. Ég væri að skrökva ef ég segði að þetta væri síst verra fyrri siðum í málþófi. Ég viðurkenni að ég roðnaði fyrir hönd þings og þjóðar að horfa upp á þennan nýja sið og fannst að Alþingi væri orðið „hrafnaþing,“ þar sem hver krunkaði upp í annan. Ber skylda til að bæta umræðuhefð Nú er það skylda hinna vænstu manna í hverjum þingflokki að ná saman um betri umræðuhefð en þessa. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skaðast af þessu rugli um fundarstjórn forseta sem málið snýst alls ekki um, og báðir aðilar bera ábyrgð á umræðunni, meiri- og minnihlutinn, stjórn og stjórnarandstaðan. Almenningur þolir ekki þessa vitleysu og mér er til efs, að svona nokkuð gerist í nokkru öðru landi sem við viljum jafna okkur við. Eitt er víst að þingmennirnir sjálfir eru ekkert verr gerðir af guði en við þessir gömlu, en sumarið ber að nýta til þess að haustþing beri svipmót af reisn og drengskap. Alþingi verði ekki Snorrabúð eða stekkur leiðindanna heldur „hornsteinar hárra sala“. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra: Af höfðingjum og fundarstjórn forseta Fréttir Hjörtur Már Benediktsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði, gerir það gott í garðyrkjunni. Hann hefur opnað grænmetis- markaðinn sinn sjötta árið í röð við hlið leikhússins. Markaðurinn verður opinn allar helgar í sumar. „Ég rækta allt úti grænmetið sjálfur en kaupi gróður húsa- afurðirnar. Á meðal tegunda er blátt blómkál, rauðrófur, hnúðkál, rauðkál ásamt öllu þessu gamla góða,“ sagði Hjörtur Már. /MHH Grænmetismarkaðurinn í Hveragerði opinn allar helgar í sumar Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mætti í Hveragerði nýlega og gróðursetti þar þrjú falleg birkitré með aðstoð þriggja ungmenna í Vigdísarlundi sem er við aðalgötuna í bæjarfélaginu. Þetta var gert í tilefni þess að nú eru liðin þrjátíu og fimm ár frá því að hún var kjörin forseti en því embætti gegndi hún í sextán ár. Á stærri myndinni er Vigdís með gróðursetningarfólkinu og Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra. Þetta eru þau Sóldís Anna Guðjónsdóttir, sem náði framúrskarandi árangri við útskrift í 10. bekk í vor, en hún gróðursetti fyrir hönd stúlkna, Bjartur Geirsson, sem hlaut 1. verðlaun í smásagnakeppni Félags enskukennara á Íslandi og sendiráðs Bandaríkjanna, en hann gróðursetti fyrir hönd drengja og loks er það Sunna Siggeirsdóttir en hún gróðursetti fyrir hönd komandi kynslóða en hún er með barn í móðurkviði, sem er væntanlegt í heiminn 9. ágúst. /MHH Vigdís Finnbogadóttir, fyrsti kvenforseti heimsbyggðarinnar: Gróðursetti tré í Vigdísarlundi Hjörtur Már ásamt dætrum sínum, þeim Helgu og Örnu, ásamt barnabarninu, Katrínu Lindu, sem standa vaktina með honum í Grænmetismarkaðnum þegar mikið er að gera. Þau eru í bolum, sem Félag gulrófnabænda lét framleiða fyrir félagsmenn sína í fyrra en á þeim stendur: „Ertu rófulaus? Við björgum því“. Vigdís Finnbogadóttir með aðstoðarfólki að gróðursetja. /MHH Gefið hefur verið út fuglastígskort fyrir Norðurland vestra, en á því eru merktir alls 17 staðir sem þykja áhugaverðir fyrir fuglaskoðunaráhugamenn. Svæðið nær allt frá Borðeyri í vestri að Þórðarhöfða í austri. Verkefnið er unnið af Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra í samvinnu við Selasetur Íslands, Ferðamálafélag V-Hún., Ferðamálafélag A-Hún., Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Verkefnið er styrkt af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra og hefur verkefnastjórn verið á höndum Selaseturs Íslands. Einn af vaxtarbroddum ferðaþjónustunnar Á vef Selasetursins segir að vonir séu bundnar við að fuglastígurinn muni efla ferðamennsku á Norðurlandi vestra með því að víkka út þann hóp ferðamanna sem þangað kemur sem og lengja þann tíma sem ferðamenn sækja landsvæðið heim. Stígurinn geti verið einn af vaxtarbroddum ferðaþjónustunnar og lengt ferðamannatímabilið snemma á vorin þegar til dæmis tún á Norðurlandi vestra fyllast af helsingjum, álftum og gæsum og á haustin þegar fuglar koma saman í stórum hópum til að undirbúa sig undir flugið á vetrarstöðvarnar. Norðurland vestra sé mjög vel til fuglaskoðunar fallið og sé aðgengi að fuglategundum sem þyki eftirsóknarverðar til skoðunar gott. Vinna við verkefnið hefur staðið í á þriðja ár. Sumarið 2014 var Ellen Magnúsdóttir fuglafræðingur ráðin til starfa og skoðaði hún vænlega staði og taldi tegundir sem þar sáust. Staðirnir voru valdir eftir athuganir hennar, en athygli vakin á því að ýmsir fleiri áhugaverðir staðir komi einnig til greina. Stefnt er að því að fjölga stöðum jafnt og þétt í síðari útgáfum á kortinu. Sótt hefur verið um styrki til áframhaldandi athugana á fuglum á svæðinu til að halda áfram að þróa stíginn. Kortinu verður dreift til ferðaþjónustuaðila á svæðinu, en einnig á einni af stærstu fuglasýningum heims í Bretlandi næsta haust. /MÞÞ Fuglastígskort fyrir Norðurland vestra: Landsvæðið vel til fuglaskoðunar fallið Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.