Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Hjá Líflandi færðu vetrarafbrigðin af hveiti, rúgi, olíurepju og nepju. V rar Lynghálsi, Reykjavík Óseyri, Akureyri Borgarbraut, Borgarnesi www.lifland.is lifland@lifland.is Dekkjainnflutningur 15% afsláttur af öllum dekkjum til 31. júlí 2015 Eigum á lager flestar stærðir traktora-, vagna-, vinnuvéla- og vörubíladekkja. Einnig mikið úrval fólksbíla- og jeppadekkja. 33“-35“ jeppadekk í úrvali á góðu verði. Jason ehf. Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 e-mail jasondekk@simnet.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124 Bændadagur Búnaðarsambands Vestfjarða (BSV) var haldinn á Bíldudal í tengslum við bæjarhátíðina Bíldudals grænar þetta árið. Sáu félagsmenn úr Búnaðarfélagi Barðarstrandarhrepps um skipu- lagninguna. Bændadagurinn er árlegur viðburður og flakkar á milli bæjarhátíða innan starfssvæðis BSV. Sigmundur Hagalín Sigmunds- son, bóndi á Látrum við Ísafjarðardjúp, segir að á deginum hafi verið margt um að vera. Þar hafi meðal annars verið komið upp smá húsdýragarði með svínum, hænum og heimalningum. Þá var börnum hleypt á hestbak og teymt undir þeim, grillvagn Landssambands sauðfjárbænda var á svæðinu en hann hefur fylgt deginum undanfarin ár. „Það er mat manna að hátíðin hafi tekist í alla staði mjög vel.“ Hvatningarverðlaun Búnaðar- sambandsins voru veitt á deginum eins og síðustu ár, að þessu sinni urðu fyrir valinu ábúendur á Reykhólum, Svanhildur Sigurðardóttir og Tómas Sigurgeirsson, en þau hafa bryddað upp á nýjungum í ferðaþjónustu í Reykhólasveit með því m.a. að bjóða upp á þaraböð. Búnaðarsamband Vestfjarða: Bændadagur á Bíldudals grænum Afhending hvatningarverðlauna BSV 2015. Helga Dóra Kristjánsdóttir, gjaldkeri Búnaðarsambands Vestfjarða, afhendir Margréti Hjartardóttur verðlaunin fyrir hönd ábúendanna á Reykhólum. Hrútar tilnefnd LUX Film Prize − fyrsta íslenska myndin sem er tilnefnd Tilkynnt var um 10 evrópskar kvikmyndir sem tilnefndar eru til kvikmyndaverðlauna Evrópusambandsins, LUX- verðlaunanna, árið 2015 á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til verðlaunanna sem hafa verið veitt frá árinu 2007. Þrjár af þessum 10 myndum komast svo áfram í undanúrslit, verða sýndar á Feneyjahátíðinni, þýddar og textaðar á öll 24 opinber tungumál Evrópusambandsins og sýndar í öllum 28 aðildarríkjunum. Sigurvegari verður svo kunngjörður í lok árs. Í fréttatilkynningu vegna tilnefningarinnar segir Grímur Jónsson, framleiðandi Hrúta: „Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki um þessi verðlaun fyrr en ég fékk sendar upplýsingar um að Hrútar væru tilnefndir og ég átta mig betur á því núna hvað er í húfi og hversu merkilegt þetta er. Það eru allir að óska okkur Grími til hamingju hérna úti og manni líður hálfpartinn eins og maður hafi verið að vinna eitthvað bara við það eitt að vera tilnefndur. Það væri magnað að komast áfram í 3 mynda úrslit og það verður ljóst eftir 2 vikur. Sjö, níu, þrettán.“ /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.