Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Árneshreppur á Ströndum: Eitt versta vor um langt skeið Valgeir Benediktsson í Árnesi 2 í Árneshreppi hefur sinnt æðarvarpi í Árnesey um langt skeið og segir að liðið vor hafi verið eitt það versta sem hann man hvað veður varðar. Um miðjan maí hafi kólnað mikið, jafnvel komið kolvitlaust veður og ýmist rigning eða snjókoma og frost verið um nætur um alllangt skeið. Kollur hafi byrjað varpið um hálfum mánuði seinna en venja er til. „Það rættist þó úr þessu, manni leist ekki vel á útlitið um tíma, en það er enn ekki ljóst hvernig þetta kemur nákvæmlega út hjá okkur,“ segir Valgeir. „Það er alltaf slæmt þegar er mikil bleyta, það er slæmt fyrir kollurnar þegar undirlagið er blautt og við skiptum þá í hreiðrum og setjum hey undir, það er heilmikil vinna.“ Valgeir segir að sér þyki kollan hafa verið betur undir varpið búin en t.d. í fyrravor, sem gæti skýrst af því að hún væri í meira æti og því feitari. Eins væru fleiri egg í hreiðrum en var á liðnu ári. Minkasíur bjarga miklu Varpið er sem fyrr segir úti í Árnesey og þangað sótti á árum áður minkur í nokkrum mæli, en hin síðari ár hefur minna sést af honum. Þakkar Valgeir það minkasíum sem settar hafa verið upp í landi og varna því að minkurinn syndi út í eyjuna. Sían er steypurör, keila er á öðrum endanum og vírnet hinum megin, en minkurinn villist inni í rörinu. „Hér var alltaf töluvert um mink, en sem betur fer erum við laus við hann að mestu núna. Okkar versti óvinur er veiðibjallan, hún getur verið ansi stórtæk,“ segir Valgeir. /MÞÞ Bjarki búinn að taka dúninn úr hreiðrinu, en auðvitað er passað upp á að skilja nægilega mikið eftir til að vel fari um eggin og kolluna. Myndir / VB Kollunni þótti greinilega ekki slæmt að láta Gauta strjúka á sér bakið. Hér er Ásta að laga til í einu hreiðrinu. Arney stendur sig greinilega vel við dúnsöfnunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.