Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 styrkur er umfram greiðslumarkið. Það þarf því að finna einhverja leið til að stýra framleiðslunni. Ég hef svo sem ekki fundið þá lausn en bændur eru í dag að ræða þetta sín á milli.“ Hörður bendir á að í dag séu kúabændur hvattir til að framleiða meira og því hafi margir bændur farið þá leið að stækka búin og fjölga kúm með tilheyrandi skuldsetningu án þess að nokkur trygging sé á bak við það í formi greiðslumarks. Fyrir þessa bændur gæti staðan orðið mjög erfið ef skyndilega yrði tekin ákvörðun um að draga á ný úr framleiðslunni og þeir sætu uppi með lán vegna framleiðsluaukningarinnar sem áfram þarf að greiða af. Brýn þörf á langtíma stefnumótun „Ég er mjög bjartsýnn á horfurnar, allavega hvað varðar þá þætti sem við bændur getum stjórnað. Það er hins vegar alltaf þessi óvissa í loftinu sem snýr að pólitíkinni. Við þurfum að vita við hverju er að búast lengra fram í tímann en hægt er í dag. Fólk er að fjárfesta fyrir hundruð milljóna í búnaði sem að hluta kemur til út af kröfum hins opinbera um bættan aðbúnað. Því þurfum við öruggara rekstrarumhverfi til lengri tíma. Nú er búvörusamningur að renna út og fyrir næsta vor þurfa að liggja fyrir klárar línur varðandi nýjan samning. Þá þarf að lágmarki að marka stefnuna tíu ár fram í tímann miðað við allar þær fjárfestingar sem menn þurfa að leggja út í.“ Auka má kjötframleiðsluna með markvissari fóðrun og uppeldi Hörður segir að kjötframleiðsla með íslenska nautgripastofninum sé engan veginn nægileg til að anna eftirspurn. „Menn tala jafnvel um að þó við létum alla kálfa á Íslandi lifa og ala upp til kjötframleiðslu, þá dygði það ekki til. Auðvitað má samt auka framleiðsluna með bættri fóðrun, sérstaklega á mjólkurskeiði og fyrst eftir það og ala kálfana virkilega vel. Maður hefur séð það sjálfur að það er hægt að ná verulegri þyngdaraukningu á þessum tíma með mikilli fóðrun.“ − Mun það skila sér fjárhagslega? „Það á eftir að koma í ljós. Það er stór tilraun í gangi úti á Möðruvöllum í Hörgárdal sem ætti að gefa okkur einhverja niðurstöðu. Það verður fróðlegt að sjá þegar niðurstöður fara að berast úr því hvernig það eldi kemur út. Með hraðari þyngdaraukningu er verið að stytta líftíma gripanna fyrir slátrun. Þannig ættu menn að geta náð meiri veltu og fleiri gripi í gegnum sama húsið á styttri tíma. Það er í raun það sama og menn byggja á í svínaeldinu með því að ná hraðari afsetningu í gegnum húsin. Við höfum kannski verið allt að tvö ár að ala naut upp í sláturstærð, en hugsanlega komum við því niður í eitt og hálft ár með aukinni fóðrun. Ég hef sjálfur verið að bæta fóðrun þessara gripa hjá mér og mér finnst það alveg skila sér í hraðari þyngdaraukningu.“ Erfðaefnisinnflutningur viðkvæmt mál fram frumvarp sem samþykkt var á gegn 7 og heimilar innflutning „Það eru blendnar tilfinningar í því. Það var vissulega flutt hér inn á árum áður svo fordæmin eru fyrir hendi. Þetta snýr líka að þessum íslenska kúastofni. Með innflutningi á erfðaefni í holdagripi, þá ætla menn væntanlega að fara sömu leið varðandi mjólkurkýrnar. Þar er verið að skapa fordæmi. Ég held að málið snúist mikið um það.“ Brýn þörf talin á endurbótum á holdagripastofninum Flestir virðast sammála um að holdanautastofninn sem hér er sé erfðafræðilega of einsleitur. Því þurfi nýtt utanaðkomandi erfðaefni til að stofninn úrkynjist ekki. Að uppruna á hann ættir að rekja til bolakálfs sem hlaut nafnið Brjánn og kom undan Galloway kú og nauti sem flutt voru frá Skotlandi 1933 og voru í einangrun í Þerney. Þetta var jafnframt fyrsti hreinræktaði Galloway gripurinn sem fæðst hefur hér á landi, en foreldrarnir voru felldir vegna sjúkdómsins hringskyrfi sem er smitandi húðsjúkdómur. Frá 1977 fór að koma inn í holdanautgriparæktunina blöndun frá gripum af Galloway, Aberdeen Angus og Limousine stofnum sem aldir voru upp í einangrunarstöðinni í Hrísey. Augljóst er að ræktun þess holdanautgripastofns sem hér er hefur tekið langan tíma, en mjög skiptar skoðanir eru um með hvaða hætti flytja eigi erfðaefni til landsins til að hressa upp á stofninn. Forystumenn Landssambands kúabænda hafa mjög horft á hagkvæmnissjónarmið í því efni og vilja innflutning á sæði sem flýtt getur ferlinu. Hafa menn m.a. þar bent á svínaræktina máli sínu til stuðnings. Sem málamiðlun hafa verið tillögur um að einungis verði heimilaður innflutningur fósturvísa sem síðan yrði ræktað út frá í lokuðu umhverfi t.d. á tilraunabúinu að Stóra-Ármóti á Suðurlandi. Slíkt tæki vissulega lengri tíma, en fjölmargir þekktir sérfræðingar, dýralæknar og fleiri hafa stutt þá leið, en varað um leið við óheftum innflutningi á sæði vegna sjúkdómahættu. Snýst í raun um að verja íslenska kúakynið Hörður segir að þetta mál snúist í raun um hvort menn vilji verja íslenska kúakynið. Því skipti máli hvernig staðið verði að innflutningi á erfðaefni fyrir holdanautgripi. Innflutningur á sæði geti t.d. hæglega skapað fordæmi sem erfitt geti orðið að andmæla þegar komi að kröfu um að kynbæta íslenska mjólkurkúastofninn og rækta hér upp t.d. norskar kýr af NRF stofni. „Ég held að við getum bætt ýmislegt í ræktun okkar gripa. Sérstaklega í uppeldinu og fóðrun, allt frá smákálfum og að burði. Ég held að margir eigi þar ýmsa möguleika til að bæta uppeldið til að fá meiri afurðir út úr gripunum. Eftir að þessi aukna eftirspurn varð eftir mjólk þá eru menn farnir að fóðra gripina með kraftmeira fóðri. Passa upp á að eiga betra gróffóður og gefa meira kjarnfóður. Það er að skila sér í auknum afurðum. Þegar menn þurftu að draga úr framleiðslunni hér á árum áður þá drógu menn úr fóðrun og við það datt meðalnytin niður.“ Töldu íslenska kynið gefa meira af sér miðað við fóður „Ég minnist þess að til mín kom 14 manna hópur fóðurfræðinga á vegum Bústólpa sem fóru hér á fjóra bæi. Þeirra útreikningar sýndu að íslensku kýrnar voru að gefa okkur meira en erlent kúakyn miðað við það fóður sem þurfti til að framleiða hvern lítra af mjólk. Þeirra niðurstaða var sú að íslenska kúakynið gæfi meira af sér miðað við það fóður sem við erum sjálf að framleiða. Með stærri gripum af öðru kyni myndi mjólkurframleiðslan byggjast á meiri gjöf á innfluttu kjarnfóðri og í heild meiri fóðrun með tilheyrandi kostnaði,“ segir Hörður. Ábyrgð Íslendinga er mikil Inn í umræðuna um verndun á íslenska kúakyninu spilar alþjóðleg skylda sem hvílir á Íslendingum um verndun íslenska kúastofnsins. Áætlaður fjöldi nautgripa hér á landi er um 70 þúsund en þar af eru íslenskar mjólkurkýr um 25–27 þúsund. Íslenski kúastofninn er um margt talinn einstakur á heimsvísu og á honum bera Íslendingar einir alla ábyrgð. Til samanburðar er nú hart barist fyrir verndun fíla í Afríku og Asíu sem taldir eru í bráðri útrýmingarhættu. Tölur um fíla hafa vissulega verið á reiki, en talið er að fyrir um 70 árum hafi verið á bilinu 3–5 milljónir fíla í mörgum löndum Afríku, en að þeir séu nú vart fleiri en 500 þúsund. Drepnir eru tugir þúsunda Afríku-fíla á hverju ári vegna verðmætra skögultannanna sem ganga kaupum og sölum á svörtum mörkuðum. Í þessu samhengi má sannarlega segja að íslenska kýrin sé í bráðri útrýmingarhættu, þó í dag sé vel hugsað um eldi hennar og viðgang stofnsins af bændum landsins. Ótti þeirra sem harðast vilja ganga fram í verndun íslenska kúastofnsins er að með innflutningi á erfðaefni úr erlendum mjólkurkúakynjum muni efnahagslegi ávinningurinn mögulega fækka hratt í þeim hópi bænda sem haldi sig áfram við ræktun á íslenska stofninum. Þar með yrði fljótlega erfitt að halda í erfðafjölbreytileika stofnsins. Telja menn því að skjótt færi t.d. að sjá á litafjölbreytninni í stofninum sem þykir einstök í kúakyni á heimsvísu. Varla hægt að varpa allri ábyrgðinni yfir á bændur Málið er því engan veginn einfalt. Það hlýtur að verða að gera kröfu um skýra stefnu frá stjórnvöldum og áætlanir um hvernig eigi að tryggja verndun stofnsins. Siðferðislega er varla hægt að varpa allri þeirri ábyrgð alfarið yfir á bændur. Miklar og heitar tilfinningar eru líka í gangi um málið og skiptar skoðanir, ekki síst meðal kúabænda sjálfra. Hvammur er sannarlega myndarlegt býli og umlukið skógi sem Páll Snorrason, bróðir Harðar, á stærstan heiðurinn af að rækta upp. Skógurinn þekur nú hlíðarnar ofan við bæinn og telur mörg hundruð þúsund tré. Segist Páll reyndar hafa hætt að telja þegar hann var búinn að planta 400.000 trjáplöntum. Helga Hallgrímsdóttir í mjaltabásnum í Hvammi og ekki eru allar kýrnar jafn þægar þótt þær komi sjálfviljugar í básinn. Því getur reynst nauðsynlegt að tjáðra slíka gripi meðan mjaltavélin sér um að tutla úr þeim mjólkina. Hreinlætið er greinilega fyrir öllu hjá Hvammsbændum þegar mjólkað er og vinnuaðstaðan til að sinna því er mjög góð í mjaltabásnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.