Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Helstu nytjaplöntur heimsins Vínviður og veigar guðs Vínviður er með allra elstu nytjajurtum mannkyns og talið er að fólk hafi bruggað vín í allt að átta þúsund ár. Árleg framleiðsla á vínberjum er hátt í 80 milljón tonn og ríflega 70% hennar fara til víngerðar. Yrki vínviðar í ræktun teljast yfir tíu þúsund. Áætluð heimsframleiðsla á vínberjum árið 2013 var rúmlega 77 milljón tonn. Kínverjar rækta þjóða mest af þeim, rúm 11,6 milljón tonn árið 2013, næst á eftir komu Ítalir, rúm 8 milljón tonn, Bandaríkin eru í þriðja sæti með rúm 7,7, Spánn í fjórða sæti, tæp 7,5 og Frakkland í því fimmta með ársframleiðslu upp á rétt rúm 5,5 milljón tonn. Í næstu fimm sætum yfir helstu vínberjaframleiðendur eru Tyrkland, Síle, Argentína, Indland og Íran. Þegar kemur að ræktun berjanna til vínframleiðslu eru Spánverjar stórtækastir og rækta vínþrúgur á tæpum 12 þúsund hekturum lands, Frakkar nýta 8,6 þúsund hektara til vínframleiðslu, Ítalir 8,3, Tyrkir 8,1 og Bandaríkjamenn rúma 4 þúsund. Síle flytur út þjóða mest af ferskum vínberjum, rúm 730 þúsund tonn, en ársframleiðslan þar í landi er um 3,3 milljón tonn, Bandaríkin flytja út næstmest, tæp 416 þúsund tonn, í þriðja sæti er Perú sem flytur út um 265 þúsund tonn. Kínverjar, sem framleiða mest af vínberjum, eru í tíunda sæti yfir útflutningslönd vínberja og flytja út rétt rúm 100 tonn. Vegna hlýnunar lofthjúpsins eru yfirgnæfandi líkur á að vínrækt leggist af víða í heiminum og að hún færist í auknum mæli á norðlægari slóðir. Undir einum hatti fluttu lönd Evrópusambandsins inn tæplega 5,7 milljón tonn af vínberjum árið 2013, Bandaríkin voru í öðru sæti, 5,3 milljón tonn, Rússland í því þriðja, rúm 3,9, og Kína flutti inn 2,3 milljón tonn af vínberjum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru flutt inn 1.311 tonn af ferskum vínberjum til Íslands 2014. Mest var flutt inn af þeim frá Bandaríkjunum, Brasilíu, Suður-Afríku, Síle Egyptalandi og Hvíta-Rússlandi. Áætlun FAO segir að um 71% af allri vínberjauppskeru heimsins nýtist til víngerðar, 27% er neytt sem ferskra vínberja og um 2% fer í annars konar framleiðslu eins og sultu, safa, hlaup, rúsínur og edik auk þess sem unnin er matarolía úr fræjum plöntunnar. Blöð plöntunnar eru talinn lostæti víða í Asíu. Ættkvíslin Vitis Nánast öll yrki af vínviði sem notaður er til víngerða eru af tegund sem kallast Vitis vinifera á latínu. Innan ættkvíslarinnar Vitis finnast um 60 tegundir sem flestar vaxa á norðurhveli jarðar. Yrki V. vinifera eru talin vera hátt í tíu þúsund en þeirra helst eru Sultana, Airén, Cabernet Sauvignon, Sauvignon Blanc, Cabernet Franc, Merlot, Grenache, Tempranillo, Riesling og Chardonnay. Úr þrúgum er búið til rauðvín, hvítvín, freyðivín, rósavín, púrtvín, sérrí og án efa fleiri gerðir af veigum. Af öðrum tegundum innan ættkvíslarinnar má nefna V.labrusca, og V. riparia sem bæði eru upprunnin í Norður-Ameríku og aðallega notuð í sultu og lítillega til víngerðar. V. rotundifolia og V. vulpina koma frá suðausturhluta Bandaríkjanna og eru mikið notuð í sultu og lítillega til vínframleiðslu. V. amurensis vex villt í Norður-Asíu og í Síberíu. Vitis coignetian er þekkt skrautjurt í Asíu með rauðleitum blöðum. Grasafræði og ræktun Vínviður er fjölær klifurplanta sem getur náð 35 metra hæð við Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Bakkus eftir Guido Reni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.