Morgunblaðið - 29.08.2015, Page 6

Morgunblaðið - 29.08.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 Í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina Pawn Sacrifice, sem fjallar um Bobby Fischer og skákeinvígi hans við Boris Spassky sem fram fór í Reykjavík 1972, má sjá hvernig að- standendur myndarinnar hafa end- urgert Laugardalshöll í kvik- myndaveri. Atriðið er þó ekki tekið upp hér á landi, heldur í Kanada, þar sem stærstur hluti myndar- innar var kvikmyndaður. Þótt Ís- land leiki eðlilega töluvert hlutverk í myndinni stóðu tökur hér á landi frekar stutt yfir. Vildi Ed Zwick, leikstjóri myndarinnar, að allt liti sem eðli- legast út. Í lokaskákinni tefla þeir Liev Schreiber og Toby Maguire, sem leika Spassky og Fischer, á taflborði sem notað var í einni ein- vígisskákinni í Reykjavík. Zwick lét meira að segja búa til nákvæmar eftirlíkingar af stólunum sem þeir Spassky og Fischer sátu í á meðan þeir tefldu. Kvikmyndin var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á síð- asta ári en verður frumsýnd í Bandaríkjunum í september. Hún hefur fengið góða dóma. Mikið gekk á þegar heimsmeist- araeinvígið fór fram í Reykjavík. Fischer mætti ekki á opnunarhátíð- ina, mætti of seint í fyrstu skákina, sem hann tapaði, og kom ekki í aðra skákina. Hann mótmælti nær- veru sjónvarpsmyndavéla og kvart- aði undan hávaða frá áhorfend- um.En á endanum stóð hann uppi sem sigurvegari; síðustu skákina gaf Spassky með símtali og í fyrstu neitaði Fischer að samþykkja lög- mæti þess og vildi vinna á hefð- bundnu eyðublaði árituðu af mót- herjanum. benedikt@mbl.is Laugardalshöll í Kanada Ljósmynd/Bleecker Street Endurgerð Liev Schreiber og Toby Maguire sem Spassky og Fischer.  Pawn Sacrifice fjallar um skákeinvígi aldarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.