Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 Ekki er víst að Guðmundur brosilíkt og Goðmundur „þegar brotna hausar og blóðið litar storð“ í Bjartri framtíð eins og á Glæsivöll- um. Margt er þó sem minnir á hið kunna ljóð Gríms Thomsen þegar fylgst er með atburðarásinni í Bjartri framtíð um þessar mundir.    Á báðum stöðumer gleði sögð í höll, þar glymja hlátra sköll og trúð- ar og leikarar leika um völl.    Sömuleiðis eraldrei með ýtum fátt og allt er kátt og dátt í Bjartri framtíð sem á Glæsivöllum.    Fleira úr höllinni minnir á Björtuframtíðina: „En bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt, í góðsemi vegur þar hver annan.“    Sérkennilegt er að fylgjast meðþví þegar forsprakkar átakanna í Bjartri framtíð reyna að láta líta út fyrir að þar séu átökin eitthvað góð- látlegri en gengur og gerist.    Og þar þykjast menn tregir til aðsækjast eftir forystu en láta svo til leiðast nokkrum klukkustundum síðar og hella sér í formannsslaginn.    Ef til vill hefur með bak-tjaldamakkinu í lýðræð- isástarflokknum tekist að koma mál- um þannig fyrir að frambjóðandi Besta flokksins renni án erfiðleika í formannssætið.    Hver veit nema aðrir segi svo líktog í ljóðinu góða: „Kalinn á hjarta þaðan slapp ég.“ Guðmundur Steingrímsson Guðmundur á Glæsivöllum STAKSTEINAR Óttarr Proppé Veður víða um heim 28.8., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 7 alskýjað Nuuk 7 skúrir Þórshöfn 12 skýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 20 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 21 léttskýjað París 21 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 18 léttskýjað Berlín 17 léttskýjað Vín 31 léttskýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 22 heiðskírt Montreal 21 léttskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 22 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:01 20:57 ÍSAFJÖRÐUR 5:58 21:11 SIGLUFJÖRÐUR 5:40 20:54 DJÚPIVOGUR 5:29 20:29 Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík hefur synjað umsókn um leyfi til að reisa viðbyggingu norðan megin við einbýlishúsið Sjafnargata 3. Framkvæmdir við húsið hafa vald- ið deilum í sumar. Sótt var um leyfi til að rífa bílskúr og útbúa vinnustofu sem yrði tengd kjallara hússins. Skúrinn er 18,2 fer- metrar en viðbyggingin hefði orðið 54,5 fermetrar. Í umsögn byggingarfulltrúa segir að samtök íbúa við Sjafnargötu og Freyjugötu, alls 29 aðilar, hafi gert athugasemd við fyrirhugaða bygg- ingu undir vinnustofu. Unnið er að frágangi um 76 fer- metra viðbyggingar við húsið sem er byggt 1931 og teiknað af Guttormi Andréssyni húsameistara. Hefði vinnustofan falið í sér enn frekari stækkun á húsinu. Í kjölfar þess að Morgunblaðið sagði frá stækkun hússins 28. júlí sl. höfðu íbúar á Skólavörðuholtinu samband og sagði blaðið svo frá stofnun samtaka gegn enn frekari stækkun hússins. Ósk um vinnustofu synjað Umdeilt Núverandi viðbygging. Mylla IS2008258306 frá Hólum Kynbótadómur 2015: Sköpulag: 8,29 Hæfileikar: 8,42 Aðaleinkunn: 8,37 Kynbótamat: 124 Óskað er eftir skriflegum tilboðum sem berist skólanum í síðasta lagi 18. september og merkt með eftirfarandi hætti: Háskólinn á Hólum, bt. Guðmundur B. Eyþórsson, fjármálstjóri. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Nánari upplýsingar veitir Víkingur Gunnarsson, vikingur@holar.is. Háskólinn á Hólum auglýsir: Hryssa til sölu Íranskur hælis- leitandi hellti yfir sig eldfimum vökva í afgreiðslu Rauða krossins við Efstaleiti um hádegisbilið í gær. Því næst fór hann úr húsinu og út á grasbala þar sem hann var yfirbugaður af lögreglu skömmu seinna og fluttur til aðhlynningar. Maðurinn sótti um hæli hér á landi í mars en umsókn hans hefur tafist sökum bágs andlegs ástands hans, að sögn Rauða krossins, sem hefur sinnt hagsmunagæslu fyrir hann. Maðurinn hefur þegar fengið við- urkennda stöðu flóttamanns og hæli í öðru Evrópulandi, að sögn Útlend- ingastofnunar. Stofnunin segir að í tilvikum sem þessum sé kapp lagt á að veita viðkomandi þá aðstoð og ráðgjöf sem þarf í hverju tilviki. Þá segir stofnunin að sjálfskað- andi hegðun muni ekki hafa áhrif á málsmeðferð mannsins. Reynt verði að ljúka málsmeðferð sem fyrst, eins og í öðrum málum á borði stofnunar- innar. Aðstoð verði skoðuð Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði málið mannlegan harmleik og að í kjölfarið yrði skoðað hvernig andlegum stuðningi við flóttamenn væri háttað. Alltaf væri leitast við að gera betur, en flóttamann frá stríðs- hrjáðum löndum hefðu margir þurft að þola miklar hörmungar. Stuðn- ingskerfið yrði að taka mið af því. Málið er ákaflega svipað atviki frá 2011 þegar annar íranskur hælisleit- andi hellti yfir sig bensíni á skrif- stofu Rauða krossins við Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Sá maður fékk að lokum hæli og ríkisborgara- rétt á landinu. Hótaði að kveikja í sér Útkall Fluttur til aðhlynningar.  Hellti yfir sig eldfimum vökva

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.