Morgunblaðið - 29.08.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Ég tók þá ákvörðun eftir að ég
fékk heilahristinginn að hætta í
fótboltanum. Það hafði ekki verið
planið, þvert á móti, en þegar þú
ert með hausverk dag eftir dag,
framtaksleysið er algert og þér er
stöðugt óglatt er í rauninni sjálf-
hætt. Ingvar Þóroddsson læknir á
Akureyri mælti líka eindregið með
því að ég léti þetta gott heita ef ég
vildi sleppa við langtíma afleið-
ingar,“ segir Atli Sveinn Þór-
arinsson, leikmaður KA og einn
leikreyndasti miðvörðurinn í ís-
lenska fótboltanum. Hann segist
varla hafa hreyfst úr sófanum í 2-3
vikur eftir að hafa fengið tvö sak-
leysisleg skot í höfuðið fyrir réttum
tveimur mánuðum en núna sé hann
allur að koma til.
Atli starfar sem kennari í
Naustaskóla á Akureyri og í stað
bóklegra greina ætlar hann að
kenna sund og aðrar íþróttir í
vetur. Hann segist enn hafa ástríðu
fyrir fótboltanum og eigi eflaust
eftir að verða viðloðandi íþróttina
áfram, hugsanlega sem þjálfari og
svo í gegnum strákana sína, en
hann á þrjá syni, 7, 10 og 13 ára,
með eiginkonu sinni, Höllu Bjark-
lind.
Atli hefur leikið í meistaraflokki
í 19 ár, frá því að hann lék fyrst
með KA á móti Skallagrími í sept-
ember 1996. Hann hefur á þessum
árum fengið að kenna á ófáum oln-
bogum og hausum andstæðinga,
fyrir utan allar þær sendingar og
skot sem hann hefur skallað í
burtu. Sjálfur hefur hann ekkert
gefið eftir.
Hraðari leikur,
ekki endilega harðari
Blaðamaður rifjar upp sambæri-
leg meiðsli leikmanna í fótbolta og
handbolta karla og kvenna og spyr
Atla hvort þessar boltagreinar séu
orðnar harðari en áður.
„Ég held ekki að aukinni hörku
sé um kenna og í mínu tilviki hafði
þetta ekkert með hörku að gera,“
segir Atli. „Hins vegar hefur fót-
boltinn orðið hraðari með árunum
og boltarnir fljúga hraðar. Það eitt
og sér hefur fjölgað návígjum, þó
svo að hvert og eitt þeirra sé ekki
endilega harðara en áður. Ég held
að áður hafi menn frekar harkað af
sér og látið sig hafa það. Núna eru
menn trúlega meðvitaðri en áður
og leita frekar til læknis.“
Hann rifjar upp að á síðustu æf-
ingu fyrir leik KA og HK í 1. deild-
inni hafi hann skallað „þéttingsfast
ristarskot“ frá marki, sem ekki
hefði átt að vera neitt tiltökumál.
Hann vankaðist þó við höggið, en
hélt samt að hann væri klár í leik-
inn daginn eftir. Þá vildi ekki betur
til en svo að í upphitun fékk hann
boltann aftur í hausinn. Samt sem
áður byrjaði hann leikinn og komst
stórslysalaust frá fyrri hálfleiknum.
Það hólf var alveg tómt
„Þá bara hreinlega gafst ég upp.
Ég gat ekki meira og hef ekki spil-
að fótbolta síðan. Ég var bara
búinn á því og þeir sem hafa fengið
heilahristing vita hvað ég er að tala
um. Líkaminn var í góðu standi og
ég var ekkert á þeim buxunum að
hætta, en þegar hausinn getur ekki
tekið við fleiri höggum er kominn
tími til að fara að gera eitthvað
annað. Þú skiptir víst ekki um
haus.
Nokkrum dögum eftir síðasta
leikinn minn hitti ég enska stráka
sem spila með KA og ég reyndi að
útskýra fyrir þeim á ensku hvað
hafði gerst. Það var sama hvað ég
reyndi, ég fann ekki réttu orðin á
ensku. Það hólf var alveg tómt.
Það er erfitt að útskýra þessa líð-
an, en maður er bara alveg frá.“
Atli segist hafa tekið því mjög
rólega frá því að hann slasaðist.
Hann hafi þó reynt að fara út að
skokka rólega nokkrum sinnum
síðan, en það hafi skilað sér í
höfuðverk í nokkra daga á eftir.
Á hverjum einasta degi finni
hann fyrir votti af hausverk.
Hann segir að nudd hjá Önnu
Birnu Sæmundsdóttur hafi hjálp-
að honum mikið við að losa um
stífleika í hálsinum og minnkað
hausverkinn.
Kennsla í Naustaskóla
og æfingar í eldhúsinu
-En er líf eftir fótboltann?
„Að sjálfsögðu. Ég hef mjög
gaman af kennslunni og veturinn
fer vel af stað hjá okkur í Nausta-
skóla. Svo tek ég boltann í gegnum
strákana mína, sem eru gallharðir
KA-menn. Reyndar blundar í þeim
Víkingshjarta eftir að við bjuggum
í Fossvoginum á Valsárunum. Síð-
ustu 20 ár hef ég varla komið heim
í kvöldmat á réttum tíma, en núna
er það breytt og ég reyni að taka
þátt í matseldinni. Hef reyndar átt-
að mig á því að ég kann ekkert
fyrir mér í þeim fræðum, en það
stendur vonandi til bóta.
Það er mjög líklegt að ég snúi
mér að þjálfun í framtíðinni og ég
er að vinna í því að ná mér í auk-
in réttindi. Ef maður hins vegar
slær í gegn í eldhúsinu gæti ég
þurft að endurskoða það, við
sjáum til.“
„Þú skiptir víst ekki um haus“
Atli Sveinn Þórarinsson ákvað að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir höfuðhögg og heilahristing
„Þegar hausinn getur ekki tekið við fleiri höggum er kominn tími til að fara að gera eitthvað annað“
Ljósmynd/Daníel Starrason
KA-strákar Feðgarnir Egill Gauti, Ari Valur, Atli Sveinn og Ívar Hrafn munu eflaust fylgjast með leik KA gegn HK
í 1. deildinni í dag, enda mikið í húfi í baráttunni í 1. deildinni. Atli Sveinn hefur ekki spilað fótbolta í tvo mánuði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ekkert gefið eftir Valsmennirnir Atli Sveinn og Matarr Jobe í baráttu við
Tryggva Bjarnason, Stjörnunni. Atli Sveinn var um tíma fyrirliði Vals.
Atli Sveinn er 35 ára og hefur
leikið 426 leiki í mótum á veg-
um KSÍ á 20 árum auk fjöl-
margra leikja í meistaraflokki í
öðrum mótum. Þá á hann níu
A-landsleiki, fjóra leiki með
landsliði undir 21 árs og sjö
leiki með U19 landsliðinu. Á Ís-
landi hefur Atli leikið með KA
og Val og með síðarnefnda lið-
inu varð hann bæði Íslands- og
bikarmeistari. Hann hefur bor-
ið fyrirliðabandið hjá báðum
félögunum.
Þá lék hann í fjögur ár með
Örgryte í sænsku úrvalsdeild-
inni og á með félaginu tæplega
50 leiki. Þjálfari Örgryte á
þessum tíma var Eric Hamrén,
sem nú er landsliðsþjálfari
Svía.
Með KA, Val
og Örgryte
500 LEIKIR Á 20 ÁRUM
Kristín Huld Sigurðardóttir, for-
stöðumaður Minjastofnunar, segir
að verið sé að kanna ýmis svæði,
bæði í Reykjavík og annars staðar,
sem möguleg svæði til að skilgreina
sem verndarsvæði í byggð. Til að
mynda komi svæði á Akureyri, Ísa-
firði, Seyðisfirði, Djúpavogi og Siglu-
firði til greina. Þá sé sérstaklega litið
til Tjarnargötunnar í Reykjavík.
Á lokadögum síðasta þings var
stjórnarfrumvarp samþykkt sem gaf
ríkinu meiri heimildir til að friðlýsa
svæði. Er lögð sú kvöð á sveitar-
stjórnir á fjögurra ára fresti að
endurmeta verndarsvæði innan
sveitarfélagsins og skoða hvort beri
að stækka þau eða breyta mörkum
að öðru leyti. Ráðherra tekur
ákvörðun um
vernd að fenginni
tillögu frá sveitar-
stjórn eða Minja-
stofnun.
Forsætisráð-
herra lýsti í pistli
á heimasíðu sinni
yfir miklum
áhyggjum yfir
þróun Reykjavík-
ur og lagði
áherslu á að menningarverðmæti
yrðu varðveitt. Þá sagði hann við
Ríkisútvarpið að óhjákvæmilegt
væri að grípa í taumana ef hætta
væri á að sögulegar menningarminj-
ar yrðu eyðilagðar.
Kristín segir að lögin feli í sér að
núna sé hægt að vernda stærri svæði
en áður. Áður hafi yfirleitt verið að
vernda eitt og eitt hús. Lögin feli í
sér meiri möguleika fyrir íbúa á
verndarsvæðum í byggð að fá stuðn-
ing frá hinu opinbera til að laga húsin
sín.
„Verndarsvæðin þurfa ekki endi-
lega að vera 100 ára gömul. Þau gætu
þess vegna verið í Fossvoginum eða
Grafarholtinu. Lögin ganga út á að
tekið sé tillit til húsa í götum sem
skilgreindar hafa verið sem vernd-
arsvæði. Þetta á ekki bara við húsin
heldur þarf líka að huga að því hvers
konar girðingar og gluggar eru leyfi-
leg. Þessu þarf að breyta á þann hátt
að það passi við arkitektúrinn og sög-
una,“ segir Kristín. isb@mbl.is
Skoða verndun svæða inn-
an byggðar um land allt
Forsætisráðherra hefur áhyggjur af þróun Reykjavíkur
Kristín Huld
Sigurðardóttir
KYNNINGARFUNDIR 31. ÁGÚST OG 2. SEPT.
Kristín Tryggvadóttir, vinsæli fararstjórinn okkar á
Kanarí, verður í Hlíðasmára 19, mánudaginn 31. ágúst og
miðvikudaginn 2. sept. frá kl. 14–16. Komdu við í kaffi og
kleinur með Kristínu og bókaðu ferð til Kanarí í vetur. Þeir sem
hafa nú þegar bókað ferð eru að sjálfsögðu velkomnir í kaffi.
20.000 kr. bókunarafsláttur til 5. sept.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is