Morgunblaðið - 29.08.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.08.2015, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki Ánámsárum mín-um á Írlandiheyrði ég fólk ofthafa á orði að „cleanliness is next to god- liness“, að hreinlæti kæmi næst hinu guðlega. Hug- myndin er stundum rakin til Salómons konungs í Predikaranum sem boðaði: „Klæði þín séu ætíð hvít og höfuð þitt skorti aldrei ilm- smyrsl.“ Á þessum árum var írskt samfélag mótað af kaþólskunni og ég sá ólík- legasta fólk signa sig í al- menningsvögnum þegar ek- ið var framhjá kirkjum. Hér á landi er langt síðan svo mikið var gert með kirkj- una. Samt hefur kristnin lagt grunn að gildismati okkar með því að skilgreina dauðasyndirnar sjö (drambsemi, ágirnd, óskírlífi, öfund, óhóf, reiði og leti) og þróa höfuð- dyggðir forn-Grikkja (skynsemi, hugrekki, hófsemi og réttlæti) og auka við þær trú, von og kærleika. Tilraunir til að grafa undan þeim grundvallarreglum sem í þessum orðum felast hafa oft leitt til óskapa eins og þegar Michael Douglas fang- aði græðgisvæðingu vest- urlanda í hlutverki Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street árið 1987 með yfir- lýsingunni: „Greed is good“, græðgi er góð. Þessi yfirlýs- ing lýsti ástandinu þegar kaupahéðnar fóru að not- færa sér tilslakanir Reaganstjórnarinnar á hlutabréfalögum til sams konar svindlstarfsemi og leiddi af sér heimskreppuna miklu 1929. Hér á landi var um svipað leyti byrjað að höndla með hlutabréf og ríkisfyrir- tæki voru einkavædd en í stað þess að almenningur fengi að njóta við- skiptafrelsisins, eins og til var ætlast, lét ræningjaflokkur greipar sópa um þjóðfélagið og flúði með ránsfenginn til útlanda en skildi okkur hin eftir með skuldbindingar fallinna banka á herðunum. Öll sú atburðarás minnir á söguna af ræningjunum fjörtíu í Þúsund og einni nótt. Þeir bjuggu í eyðimörkinni og földu þýfi sitt í helli sem Ali Baba uppgötvaði lyklilorðið að: „Sesam, opnist þú!“ Græðgin við að komast yfir ránsfeng- inn varð bróður Ali Baba að falli en hin úrræðagóða og snarráða ambátt Morgíana sá við brögðum ræningjanna og kom þeim að lokum fyrir katt- arnef en uppskar frelsi sitt að launum. Við erum að vísu ennþá stödd í þessari sögu miðri og óvíst hvernig fer með að ljúka upp hellisdyrunum. Um leið og græðgin var flutt yfir í dyggðaflokkinn var orðinu frelsi rænt og það afbakað til að ná yfir óhófið, yfirganginn og hið samfélags- lega ábyrgðarleysi sem fylgdi í kjölfarið. Mýmörg dæmi eru um slík orða- eða hugtakarán eins og þegar guðleg ára hreinleikans var misnotuð í orðræðu þjóðernis- og kynþáttahyggju þegar hugmyndinni um hreinar þjóðir og hreina kynþætti var hampað og hún látin líta út fyrir að vera jákvæð eins og annað sem hreint er. En hreinsunin missti fljótt hið guðlega yfirbragð þegar hún birtist í þjóðern- ishreinsunum og ekki síður pólitískum hreinsunum hreintrúarflokka. Slíkar hreinsanir eru ekki af því tagi sem hinir írsku vinir mínir vísuðu til þegar þeir líktu hreinlæti við hið guðlega. Gildismat og orðfæri Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Morgíana Í sögunni um Ali Baba og ræningj- ana fjörtíu var það ambáttin Morgíana sem sá við brögðum ræningjanna og kom þeim að lokum fyrir kattarnef. Fyrir nokkrum dögum var því haldið fram í Fin-ancial Times að markmið Kínverja með mikilliframleiðsluaukningu á áli væri að knýja álfram-leiðendur á Vesturlöndum til að loka álverum sínum. Þótt slíkt sé staðhæft í svo virðulegu blaði jafngildir það ekki því að um veruleika sé að ræða. Hitt er ljóst að mat af þessu tagi á áformum Kínverja er ekki sett fram án þess að einhver fótur sé fyrir því. Rekstur hinna stóru alþjóðlegu álfyrirtækja hefur geng- ið misjafnlega og fyrir liggur að Rio Tinto, móðurfyrirtæki álversins í Straumsvík, vill selja sum álver í eigu sinni. Þess vegna var það áreiðanlega skynsamleg ákvörðun hjá starfsmönnum álversins í Straumsvík fyrir skömmu að af- boða verkfall sem átti að hefjast þar hinn 1. september næstkomandi og koma þar með í veg fyrir að verkfall yrði notað sem átylla fyrir lokun. En vangaveltur Financial Times gefa tilefni til að spyrja þeirrar spurningar hvar við erum á vegi stödd í nýtingu á einni af þremur stærstu auðlindum landsins, þ.e. orku fallvatnanna. Frá því að deilur hófust um Búr- fellsvirkjun og álverið í Straumsvík á Viðreisnarárunum á síðustu öld hefur þjóðin skiptzt í tvær andstæðar fylk- ingar um það hvort eigi að virkja í þágu stóriðju eða ekki. Tveir helztu baráttumenn þess að virkja og selja orkuna til stóriðjuvera voru dr. Jóhannes Nordal, þá seðlabankastjóri, og Eyjólf- ur Konráð Jónsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins. Innblásturinn sóttu þeir til Einars Benediktssonar skálds. Hin pólitíska forysta var í höndum Jóhanns Hafstein, þá iðnaðarráðherra. Andstaðan, sem aðallega kom frá Alþýðubandalagi þeirra tíma og Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, talaði mest fyrir, byggðist ekki fyrst og fremst á sjónar- miðum náttúruverndar heldur annars vegar á tæknilegum atriðum varðandi virkjunina sjálfa og hins vegar á erlendu eignarhaldi á álverinu. Síðar kom í ljós vegna járnblendi- verksmiðjunnar í Hvalfirði að innlent eignarhald á stór- iðjuverum gat verið meira en álitamál. Náttúruvernd varð síðan sífellt veigameiri þáttur í um- ræðum um stórvirkjanir og stóriðju eftir því sem leið á 20. öldina og er nú kjarninn í andstöðu við hvoru tveggja, virkjanir og iðjuver. Athyglisvert er í því sambandi að sá sem fyrstur manna setti náttúruvernd á hina pólitísku dagskrá var Birgir Kjaran, einn af forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins fyrir meira en hálfri öld. Náttúruverndarsinnar áttu lengi við ramman reip að draga en eru nú í sókn. Það er skiljanlegt og rökrétt. Það verður ekki lengur hjá því komist að skilgreina hálendi Ís- lands sem eina af þremur auðlindum landsins, sem beri að vernda og varðveita ekki bara fyrir virkjunum heldur líka fyrir hugmyndum um vegalagningu og háspennulínur. Það eru hálendi Íslands og önnur ósnortin svæði sem draga ferðamenn til landsins, en þjónusta við þá er augljóslega ein af meginástæðunum fyrir því að við erum að ná okkur verulega á strik eftir hrun á þann veg að athygli vekur í öðrum löndum. Og nú bætist við sú hugsanlega breyting á heimsvísu sem Financial Times fjallar um, sem mundi þýða ef rétt reynist að það verði einfaldlega lítil sem engin eftirspurn eftir því að byggja frekari stóriðjuver á Íslandi. Einn af hugsjónamönnum okkar tíma, Andri Snær Magnason rithöfundur, gengur lengra að sögn vefmiðils- ins eyjunnar.is og segir á Facebook-síðu sinni: „Er ekki kominn tími til að menn átti sig á því að stór- iðjustefnan er dauð og gjaldþrota?“ Andri Snær bætir því við og færir rök fyrir máli sínu að væntanleg kísilverksmiðja á Bakka við Húsavík verði byggð vegna þess að milljarða stuðningur komi við þá fram- kvæmd frá opinberum aðilum á Íslandi. Fari svo að Financial Times hafi rétt fyrir sér og að Kínverjar muni vinna markvisst að því á næstu árum að koma álfyrirtækjum á Vesturlöndum á kné með svo mikilli fram- leiðsluaukningu að leiði til enn frekara verðfalls, sem geri slíkan rekstur í okkar heimshluta óarðbæran, er spurn- ingin auðvitað sú hvernig við eigum að nýta þá orku sem skynsamlegt er að virkja hér út frá sjónarmiðum náttúru- verndar. Eitt af því sem blasir við að hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt er að marka útfærða stefnu um það hvernig hægt er á tilteknu árabili, t.d. næstu 20 árum eða svo, að breyta öllum samgöngutækjum á Íslandi í rafknúin tæki. Við höfum möguleika á að verða algerlega sjálfbær að þessu leyti. Hita hús okkar upp með hitaveitu eða raf- magni og knýja samgöngutækin með raforku en ekki benzíni. Eftir stæðu þá flutningaskip, fiskiskip og flugvélar, sem þyrftu á olíu og benzíni að halda. Ef Ísland yrði fyrsta landið í heiminum sem yrði „hreint“ að þessu leyti mundi það skapa okkur algera sér- stöðu meðal þjóða heims og auka enn áhuga fólks í öllum heimshlutum á að sækja okkur heim. Auk þess myndi það skipti okkar fjárhagslega verulegu máli að geta nýtt okkar eigin orku til að knýja samgöngu- tækin innanlands og gera okkur að því leyti óháð orku frá öðrum löndum, sem líka getur skipt máli á viðsjárverðum tímum. Ómar Ragnarsson hefur nýlega vakið athygli á því sem hann kallar orkuskipti með skemmtilegum hætti. Þetta er ekki lengur fjarlægur draumur. Innflutningur rafknúinna bifreiða er að aukast töluvert og með markviss- um aðgerðum væri hægt að koma í framkvæmdum byltingu í samgöngum innanlands á tiltölulega skömmum tíma. Er stóriðjustefnan dauð – eins og Andri Snær segir? Er það markmið Kínverja að knýja fram lokun álvera á Vesturlöndum? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Sherlock Holmes taldi merkileg-ast, að hundurinn gelti ekki. Stundum á þetta líka við um bækur. Það getur verið merkilegast, að þær komi ekki út. Ég hef í grúski mínu rekist á nokkur dæmi. Ungverski rithöfundurinn Arthur Koestler varð hetja kommúnista, eft- ir að hann slapp vorið 1937 úr fang- elsi þjóðernissinna í spænska borg- arastríðinu. Tilkynnt var, að kunnur kommúnisti, Þorvaldur Þórarinsson, væri að þýða bók hans, Eftirmæli um Spán (Spanish Testament), fyrir Mál og menningu. En þegar Koestler sneri baki við kommúnismanum, var hætt við útgáfuna. Jón Óskar vildi þýða skáldsögu eftir rúmenska rithöfundinn Panait Istrati. Forstjóri Máls og menningar taldi það ekki koma til greina, því að Istrati væri svikari við sósíalismann. Karl Ísfeld þýddi skáldsöguna Fontamara eftir ítalska rithöfundinn Ignazio Silone, og birtust á stríðs- árunum kaflar úr henni í Vinnunni, tímariti Alþýðusambands Íslands. En Silone lýsti yfir andstöðu við kommúnismann, og eftir það vildi Mál og menning eflaust ekki gefa bókina út. Fleiri dæmi má nefna frá liðnum tíma. Önnur eru þó nærtækari. Ég hef þegar minnst hér á bók um Jón Ásgeir Jóhannesson, The Ice Man Cometh, eftir Jonathan Edwards og Ian Griffiths, sem auglýst var á Ama- zon og átti að koma út haustið 2007. Af þeirri bók hefur ekkert spurst. Og nú les ég á Wikileaks í skýrslu 2. júní 2008 eftir bandaríska sendi- herrann á Íslandi, Carol van Voorst, að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi ætlað að láta birta um sig ævi- sögu á ensku haustið 2007 til þess að auka möguleika sína á að fá alþjóð- lega trúnaðarstöðu, en hann hafi hætt við útgáfuna, þegar ljóst varð, að hann næði endurkjöri 2008 án mótframboðs. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Handrit ánöfnuð eldinum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.