Morgunblaðið - 29.08.2015, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015
✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist
30. júlí 1916 á
Stóru-Ásgeirsá í
Víðidal, Vestur-
Húnavatnssýslu.
Hún lést á Minni
Grund, dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík,
12. ágúst 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Jóns-
son, bóndi á Stóru-Ásgeirsá, f. 6.
nóvember 1888, d. 14. desember
1976, og kona hans Margrét Jó-
hannesdóttir, húsmóðir á Stóru-
Ásgeirsá, f. 31. ágúst 1889, d. 15.
júlí 1976. Systkini Margrétar
voru Unnsteinn Ólafsson, skóla-
stjóri Garðyrkjuskólans á Reykj-
um í Ölfusi, f. 11. febrúar 1913, d.
22. nóvember 1966 og Ingibjörg
Ólafsdóttir, húsmóðir á Auð-
unarstöðum í Víðidal, f. 5. ágúst
1917, d. 27. mars 2010.
Eiginmaður Margrétar var
Björn Daníelsson, skólastjóri
Barnaskólans á Sauðárkróki, f.
16. febrúar 1920, d. 22. júní 1974.
Þau giftust 31. desember 1943.
Synir þeirra eru: 1) Þórir Dan, f.
13. desember 1944, kvæntur
Ernu Jakobsdóttur, f. 20. nóv-
ember 1950. Sonur þeirra er Al-
exander Daníel, f. 26. maí 1990.
2) Ólafur Víðir, f. 9. október
1946, kvæntur Halldóru Erlends-
dóttur, f. 22. apríl 1947. Börn
Halla María og Einar Örn.
Margrét lauk prófi frá Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni
1936 og stundaði auk þess nám
við Húsmæðraskólann Ósk á Ísa-
firði. Hún vann því næst um tíma
í Reykjavík á saumastofu Dýr-
leifar Ármann. Eftir að Margrét
og Björn hófu búskap sinn
bjuggu þau fyrst á Dalvík frá
1943 til 1952 og því næst á Sauð-
árkróki þar sem Björn var skóla-
stjóri Barnaskólans og bóka-
vörður við Héraðsbókasafn
Skagfirðinga. Auk húsmóð-
urstarfa vann Margrét sem
bókavörður við Héraðsbóka-
safnið frá 1970 til 1974. Eftir
fráfall Björns bjó Margrét í
Reykjavík yfir vetrarmánuðina
og vann þar fram til ársins 1987
sem bókavörður við Borgar-
bókasafn Reykjavíkur en var
þessi ár sumarmánuðina á Sauð-
árkróki og bjó þá jafnan á Hóla-
vegi 8 sem var lengstum heimili
hennar og Björns. Árið 1987
seldi Margrét Hólaveg 8 og
keypti íbúð að Neshaga 7 í
Reykjavík og bjó þar allt fram til
haustmánuða 2013 að hún fékk
hvíldarinnlögn á Minni Grund
og því næst þar til dvalar frá
vormánuðum 2014 til dán-
ardags.
Margrét tók virkan þátt í
ýmsum félagsstörfum og má þar
einkum nefna Kvenfélag Sauð-
árkróks og Kirkjunefnd kvenna
Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Útförin fór fram í kyrrþey frá
Fossvogskapellu 21. ágúst.
Minningarathöfn var haldin í
Sauðárkrókskirkju sama dag.
Jarðsett var í Sauðárkróks-
kirkjugarði.
þeirra eru Erlendur
Þór, f. 17. janúar
1970, kvæntur
Brynhildi Jóns-
dóttur. Dætur
þeirra eru Gunn-
hildur Katrín og El-
ín Halldóra. Sonur
Erlendar og Ástu
Sóleyjar Sölvadótt-
ur er Jóhann Víðir.
Jóhanna Margrét, f.
30. september 1975,
sambýlismaður hennar er Lars
Emil Árnason. Dætur þeirra eru
Una Birna og Vera. Birna Hall-
dóra, f. 1. ágúst 1980, sambýlis-
maður hennar er Grétar Þor-
steinsson. Dætur þeirra eru
Margrét Helga og Júlía Dóra. 3)
Pétur Örn, f. 10. apríl 1955. Pét-
ur kvæntist Sigurveigu Knúts-
dóttur, f. 14. ágúst 1953. Þau
skildu. Dætur þeirra eru Anna
Þóra, f. 20. júní 1984 og Eva Mar-
grét, f. 25. apríl 1988. Sambýlis-
kona Péturs er Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 9. ágúst 1958.
Dóttir Margrétar og Steingríms
Benediktssonar er Steinunn Mar-
grét, f. 2. febrúar 1942, gift Ein-
ari Magnússyni, f. 16. ágúst 1941.
Börn þeirra eru Margrét Lovísa,
f. 25. febrúar 1963. Dóttir hennar
er Helga Margrét. Rúna Svandís,
f. 28. júní 1964, gift Björgvini
Sveinssyni. Magnús Örn, f. 10.
ágúst 1965, kvæntur Elínu Ósk
Hölludóttur. Börn þeirra eru
Enda þótt það hafi verið
skýjað, rok og rigning þegar
mamma dó, þá vil ég leyfa mér
að trúa því að sólin muni alltaf
skína á mömmu, enda urðum
við ásátt um eftirfarandi fyrir
tæpum tveimur árum þegar við
höfðum einu sinni sem oftar
rætt lengi saman um heima og
geima:
Mamma hefur sagt mér
að sólin skíni alltaf
og ég hef sagt við mömmu
… eins og ég viti það ekki
hún felur sig bara stundum
… á bak við öll skýin
og þá segir mamma
næstum tíræð og blind á báðum
… það var einmitt það
sem ég var að segja þér
… á bak við öll dimmu skýin
sé ég alltaf sólina skína.
Og enda þótt þú sért núna
dáin elsku mamma og ég sakni
þín mjög mikið, þá eru mér
blessunarlega ljóslifandi allar
þær fjölmörgu og góðu minn-
ingar sem ég á um þig. Þær
mun ég geyma í huga mínum
allt þar til ég dey og ég veit að
þær munu um ókomna tíð
bægja öllum dimmum skýjum
frá og veita mér birtu og yl í
hvert sinn sem ég minnist þín.
Takk elsku mamma fyrir sam-
fylgdina í gegnum lífið, takk
fyrir allt elsku mamma mín.
Þinn sonur,
Pétur Örn (Össi).
Nokkur orð til minningar um
Margréti Ólafsdóttur, móður,
tengdamóður og ömmu okkar.
Mamma lést aðfaranótt 12.
ágúst 2015, skömmu eftir 99
ára afmælið. Hún var jarðsett
þann 21. ágúst í kirkjugarð-
inum á Sauðárkróki, við hliðina
á leiði pabba, Björns Daníels-
sonar, sem varð bráðkvaddur
54 ára gamall, í júní 1974.
Þannig var það rúmt 41 ár á
milli jarðarfara þeirra; jafn-
mörg ár eru liðin frá því við
fluttum vestur um haf til
Bandaríkjanna.
Hvað er hægt að segja um
móður sína á slíkum tímamót-
um? Það er auðvelt að segja að
hún hafi fætt okkur, klætt okk-
ur o.s.frv., en eins þýðingar-
mikið og það allt var í uppeldi
okkar systkinanna þá er það
ekki það sem manni er nú efst í
huga. Heldur er það hver
mamma var og minningarnar
sem við eigum um hana.
Mamma var einstök kona,
sjálfstæð kona, hún hugsaði
meira um aðra en sjálfa sig,
vildi aldrei neitt snurfus og
vesen, eins og hún kallaði það, í
sambandi við sig. Eftir að
mamma hafði flutt frá Krókn-
um til Reykjavíkur er okkur
ávallt minnisstætt hvað það var
henni mikilvægt að vera sjálf-
stæð, að geta séð um sig sjálf
og vera ekki upp á aðra komin.
Hún hélt áfram að vinna og tók
virkan þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum sem henni þótti
mjög gaman að.
Mamma var greind kona og
það er með eindæmum hversu
vel hún hélt sér andlega, fylgd-
ist vel með fréttum og því sem
var að gerast, minnið einstakt
og fór fátt fram hjá henni. Það
var helst sjónin sem hafði gefið
sig en að öðru leyti var hún við
góða heilsu og létt á fæti.
Við kveðjum nú móður okkar
í síðasta sinn og þótt við mun-
um ekki sjá hana aftur þá eig-
um við dýrmætar minningar
sem munu fylgja okkur í fram-
tíðinni.
Þórir, Erna og Alex.
Kom til mín, heim til míns hjarta,
heilladís vordags og óðs.
Gef þú mér gleðina bjarta,
gullveig þíns logandi blóðs.
Koss þinn er heitur og æska þín ör,
yngir minn huga þín brosrjóða vör.
Syngjandi sólborin þrá
siglir í heiðloftin blá.
Kom til mín, heim til míns heima,
hittu mig – gef mér þinn eld.
Veit mér að vaka og dreyma
veisluglatt hásumarkveld.
Rennur í norðrinu röðull í sjó,
rökkrið er milt yfir vötnum og skóg.
Meðan ég ást þína á
ástin mín dvelur þér hjá.
Ljóð þetta, „Serenata“, orti
pabbi, Björn Daníelsson, til
mömmu. Tónskáldið Eyþór
Stefánsson samdi lag við ljóðið
og það var flutt við útför pabba
í kirkjunni heima á Sauðár-
króki fyrir 41 ári síðan.
Pabbi og mamma fæddust á
sama stað, bókstaflega, í sama
rúmi, á Stóru-Ásgeirsá í Víði-
dal. Þau giftust 31. desember
1943 og hófu búskap á Dalvík.
Haustið 1952 fluttu þau til
Sauðárkróks þar sem pabbi
varð skólastjóri Barnaskólans
og því starfi gegndi hann til
dauðadags. Mamma sinnti hefð-
bundnum störfum húsmóður-
innar eins og þá var almennt til
siðs. Síðustu árin þeirra á
Króknum vann hún utan heim-
ilis, m.a. við bókasafnið sem
pabbi veitti forstöðu í auka-
starfi.
Það var mikið áfall þegar
pabbi dó; hann var ekki nema
54 ára gamall. Mamma sýndi
aðdáunarverðan styrk. Auðvit-
að bognaði hún um sinn en
brotnaði ekki heldur rétti úr
sér og tókst á við gjörbreyttar
aðstæður. Hún var ekki sátt við
það að fara af Neshaganum en
gerði sér fullkomlega grein fyr-
ir því að hún gat ekki verið þar
lengur ein. Hún var þá orðin
blind á hægra auga en hafði
hliðarsjón á því vinstra. Auk
þess var heyrnin farin að
dofna. Að öðru leyti var hún af-
ar vel á sig komin, bæði and-
lega og líkamlega. Það var
aðdáunarvert hve heil og skýr í
hugsun hún var allt til hins síð-
asta. Hún fylgdist vel með öllu
sem gerðist í nærumhverfi
hennar og raunar langt út fyrir
það.
Hún var alltaf með alla hluti
á hreinu. Hafði sínar skoðanir á
mönnum og málefnum og lét
þær óhikað í ljós.
Mamma sá um að heimilis-
fólkið fengi nóg að borða og
væri sæmilega til fara. Hún fór
vel með allan mat og var afar
nýtin.
Mamma saumaði mikið á
okkur systkinin og prjónaði. Í
sem fæstum orðum sagt var
henni mjög umhugað um vel-
ferð okkar allra á heimilinu.
Það var mjög gestkvæmt á
Hólaveginum og við fengum að
hlusta á spjall pabba og
mömmu við gestina og stundum
var beinlínis ætlast til þess að
unga fólkið legði eitthvað af
mörkum í spjallið sem oft varð
að uppbyggilegum umræðum.
Mamma lét sér mjög annt um
foreldra sína á Stóru-Ásgeirsá
og aðra þá sem nærri henni
stóðu.
Hún var mjög gjafmild og
hafði ríka þörf fyrir að gleðja
aðra og gera þeim til hæfis.
Aftur á móti taldi hún ekki
ástæðu til að henni væru færð-
ar gjafir eða lofsyrði fyrir það
sem hún gerði vel við aðra.
Við Dóra þökkum þér, elsku
Margrét
Ólafsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Ástkær sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir, amma, langamma og systir
okkar,
ÁSDÍS JÓNA LÚÐVÍKSDÓTTIR,
Sléttuvegi 9,
103 Reykjavík,
lést á heimili sínu þann 23. ágúst.
Útförin fer fram í Bústaðakirkju 3. september kl. 15.
.
Helgi Leifsson,
Anna L. Gunnarsdóttir, Grétar G. Halldórsson,
Sandra B. Gunnarsdóttir,
Brynja D. Gunnarsdóttir, Bjarni V. Ásgrímsson,
Kristbjörg Gunnarsdóttir, Ingólfur Þorbergsson,
barnabörn, barnabarnabarn og systkini.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HÓLM KR. DÝRFJÖRÐ
frá Siglufirði,
lést á dvalarheimilinu Grund þann
19. ágúst. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju þiðjudaginn
1. september kl. 13.
.
Birna Dýrfjörð,
Anna Dýrfjörð, Skúli Sigurðsson,
Erla Dýrfjörð,
Guðmunda Dýrfjörð, Birgir Vilhelmsson,
Kristján Dýrfjörð,
Ragnheiður Sigurðardóttir, Finnur Jóhannsson,
Sigmundur Dýrfjörð, Berglind Guðbrandsdóttir
og afabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
VALUR WAAGE,
Lindarseli 5,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Landspítalanum fimmtudaginn 20. ágúst
2015.
Hann verður jarðsunginn frá Lindakirkju í Kópavogi mánudaginn
31. ágúst kl. 15.
.
Helena Ásdís Brynjólfsdóttir,
Guðrún Lind Valsdóttir Waage,
Smári Arnarsson,
Stefanía Lind Stefánsdóttir Waage,
Bjarki Stefánsson,
Stefán Valur Stefánsson,
Ásdís Halldóra Lind Stefánsdóttir Waage,
Stefán Stefánsson.
Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁRSÆLL ÞORSTEINSSON
matreiðslumeistari og fyrrum bryti,
Skúlagötu 20,
lést þriðjudaginn 18. ágúst. Hann verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 31. ágúst kl. 15.
.
Guðlaug Ársælsdóttir, Eyþór Vilhjálmsson,
Þóra Ársælsdóttir, Páll Hjálmur Hilmarsson,
Ragna Ársælsdóttir, Haraldur R. Gunnarsson,
Björg Ársælsdóttir, Arnar Ólafsson,
Guðný Þorsteinsdóttir, Þorleifur Hávarðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og bróðir,
ÁSGEIR HELGI HALLDÓRSSON,
lést á heimili sínu 25. ágúst. Hann verður
jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 8.
september kl. 13. Blóm og kransar
eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið og minningarsjóð Karitas. Sérstakar þakkir
færum við starfsfólki Karitas fyrir frábæra umönnun.
.
Erla Jónsdóttir,
Halldór Marías Ásgeirsson, Alexandra Maria Stegeman,
Kristján Elías Ásgeirsson, Heiða Björk Ólafsdóttir,
Garðar Gunnar Ásgeirsson, Ásta Ingunn Sævarsdóttir,
Ásgeir Jóhann Ásgeirsson, Hildur Eva Sigurðardóttir.