Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 ✝ Jónatan Ein-arsson fæddist í Bolungarvík 1. júlí 1928. Hann lést á Droplaugarstöðum 17. ágúst 2015. Foreldrar hans voru Elísabet Hjaltadóttir, f. 11.4. 1900, d. 1981, hús- móðir, og Einar Guðfinnsson, f. 17.5. 1898, d. 1985, út- gerðarmaður í Bolungarvík. Systkini: Guðfinnur, f. 17.10. 1922, d. 2000, kvæntur Maríu Haraldsdóttur; Halldóra, f. 13.6. 1924, d. 200.7, gift Haraldi Ás- geirssyni, d. 2009; Hjalti, f. 14.1. 1926, d. 2013, kvæntur Halldóru Jónsdóttur; Hildur, f. 3.4. 1927, gift Benedikt Bjarnasyni, d. 2010; Guðmundur Páll, f. 21.12. 1929 d. 2013, kvæntur Kristínu Marsellíusdóttur; Jón Friðgeir, f. 16.7. 1931, kvæntur Margréti Kristjánsdóttur; f.k. Jóns var Ásgerður Hauksdóttir, d. 1972. Pétur Guðni, f. 20.8. 1937, d. 2000, kvæntur Helgu Aspelund. Jónatan kvæntist Höllu Pálínu Kristjánsdóttur f. á Ísafirði 17.3. 1930, d. 16.8. 1992, 1. júlí 1953. Foreldrar hennar voru Rann- veig Salóme Sveinbjörnsdóttir, f. 9.7. 1895, d. 1968, húsmóðir, 1963, giftur Hörpu Norðdahl. Dætur: Sigrún Eva og Inga. Yngst er Sigríður Anna Garð- arsdóttir, f. 26.10. 1970, gift Þórarni Guðjónssyni. Börn: Hrannar, Arnar og Sigrún Erla. Jónatan lauk námi frá Verslunarskóla Íslands árið 1948. Hann hóf ungur störf við atvinnurekstur föður síns og var lengst af framkvæmdastjóri í fyrirtækjum Einars Guðfinns- sonar hf. Þá sinnti hann jafn- framt ýmsum félagsmálum. Var hann m.a. oddviti hreppsnefnd- ar Hólshrepps í 16 ár á miklum uppgangstímum í Bolungarvík. Hann var framkvæmdastjóri fé- lagsheimilisbyggingar og Fé- lagsheimilis Bolungarvíkur í 17 ár. Hann var í stjórn Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, sat í stjórn ýmissa fyrirtækja og sam- taka svo sem Verslunarráðs Ís- lands, Olíufélagsins Skeljungs hf., Hafskips hf., Félags ís- lenskra fiskimjölsframleiðanda, Fóðurblöndunnar og Versl- anasambandsins. Jónatan gegndi ýmsum trúnaðartörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón- atan unni söng og tónlist, var fé- lagi í ýmsum kórum og lék á sín- um yngri árum. Jónatan var félagi í frímúrarareglunni. Minningarathöfn um Jónatan fór fram í Háteigskirkju 27. ágúst 2015. Útför hans fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 29. ágúst 2015, kl. 13. og Kristján Hann- es Magnússon, f. 4.11. 1890, d. 1961, verkamaður. Börn Höllu og Jónatans eru Einar, f. 27.1. 1954, kvæntur Guðrúnu B. Magn- úsdóttur. Synir Jónatan, Magnús Már og Kristinn Gauti, barnabörn sex. Ester, f. 3.4. 1955, gift Guðmundi S. Ólafs- syni. Dætur Ragnhildur Guðrún, Halla Hrönn og Auður Jóna, barnabörn fjögur. Kristján, f. 28.10. 1956, kvæntur Þorbjörgu Magnúsdóttur. Börn Trausti Salvar og Halla Katrín, barna- börn þrjú. Elías, f. 16.11. 1959, giftur Kristínu G. Gunnars- dóttur. Börn Gunnar Már, Berg- lind Halla og Erna Kristín. Yngstur er Heimir Salvar, f. 30.11. 1965. Jónatan kvæntist seinni eiginkonu sinni Sigrúnu Óskarsdóttur, f. í Reykjavík 26.7. 1937, hinn 11.8. 2000. For- eldrar hennar voru Guðfinna Sigurðardóttir, f. 8.1. 1912, d. 2002, og Óskar Steinþórsson, f. 27.6. 1913, d. 2002. Börn Sigrún- ar eru Karl Garðarsson, f. 2.7. 1960. Börn: Helena og Steinar. Óskar Örn Garðarsson, f. 25.4. Ef leyndist þar ljós og fegurð, var lotningin djúp og hrein, en væru þar syndir og sorgir, þá samúð úr tárum skein. (Jóh. úr Kötlum) Stundum verða áratugir sem dagur einn. Stundum láta minn- ingarnar mann ekki í friði, ögra og birtast sem skyndimyndir í huganum. Þannig leið mér í lið- inni viku þegar ég heimsótti Jón- atan í síðasta sinn. Manninn sem ég leit alltaf á sem minn annan föður. Samt kynntist ég honum fyrst þegar ég var orðinn rúm- lega þrítugur. Það var sumardag einn fyrir rúmum tveimur áratugum að móðir mín hringdi í mig og sagði mér frá manni sem hún vildi kynna mig fyrir. Nokkrum dög- um síðar bankaði ég upp á hjá henni, eftir að hafa orðið starsýnt á risastóran bláan bíl á planinu fyrir utan. Þar var kominn Jón- atan Einarsson. Maður sem átti eftir að hafa meiri áhrif á líf mitt en mig óraði fyrir. Ljóðlínurnar sem þetta grein- arkorn mitt byrjar á notaði Jón- atan sjálfur þegar hann ritaði minningargrein um ömmu mína fyrir 14 árum. Þær lýsa honum ekki síður en henni. Fegurð og gæska einkenndi hann alla tíð. Virðing fyrir lífinu og náungan- um. Sjálfur lýsti hann þessu í for- mála æviminninga sinna á þann hátt að þó að í lífinu hafi skipst á skin og skúrir þá vilji hann líta á hlutina með jákvæðu hugarfari. Þannig taldi hann að menn næðu mestum árangri í lífi og starfi. Að- alatriðið væri að rækta hið góða í sjálfum sér, því þannig yrði lífs- hamingja til. Jónatan lifði eftir þessari sann- færingu. Góðmennska hans var einstök, hann var alltaf heiðarleg- ur við alla. Alltaf kurteis og hóg- vær. Lífið hafði kennt honum að njóta stundarinnar og þess sem maður hefur hverju sinni. Að rækta hið góða, eins og hann sagði sjálfur. Þannig var Jónatan mér ákveðin fyrirmynd og gerði mig að betri manni. Hann vissi að það er ekkert gefið, maður þarf að vinna fyrir því sem maður hefur og vera þakklátur fyrir það sem maður uppsker. Sjálfur helgaði hann lífi sínu baráttunni fyrir dreifbýlinu – ekki síst uppbygg- ingu Bolungarvíkur. Hann var einn þeirra sem breyttu plássinu úr litlu fátæku þorpi í leiðandi bæjarfélag. Umvafinn stórri fjöl- skyldu bjó hann yfir innri styrk til að láta víða að sér kveða, ekki bara í viðskiptum, heldur líka í stjórnmálum. Náungakærleikur og um- hyggja einkenndi Jónatan alla tíð. Hann tók vel á móti öllum og vildi allt fyrir alla gera. Enda þekkti hann marga og var hrókur alls fagnaðar. Hann var einstaklingur sem öllum líkaði vel við, enda glaðvær og skemmtilegur. Síðustu árin barðist Jónatan hetjulegri baráttu við alzheimers- sjúkdóminn. Aldrei kvartaði hann undan þeim grimmu örlögum sem fylgja þessum sjúkdómi, frekar baðst hann afsökunar á að vera farinn að gleyma hlutum. Hann tók manni alltaf fagnandi og var alltaf áhugasamur um hagi mína. Gladdist þegar vel gekk. Jónatan ræktaði svo sannarlega fegurðina og hið góða innra með sér til síð- asta dags. Meira er ekki hægt að krefjast af nokkrum manni. Hvíl í friði kæri vinur. Minn- ingin um góðan mann mun lifa. Karl Garðarsson. Elskulegur tengdafaðir minn hefur nú kvatt okkur í hinsta sinn. Margar hlýjar minningar leita á hugann eftir rúmlega 40 ára sam- fylgd. Jónatan var öðlingur og gædd- ur miklum persónutöfrum. Það var gott að vera í návist hans. Hann sendi frá sér jákvæða strauma, var lífsglaður og kær- leiksríkur fagurkeri. Ég var feimin 17 ára skóla- stelpa þegar ég fluttist fyrst inn á heimili Jónatans og Höllu. Mér var strax tekið af einstakri alúð og hlýju eins og öllum sem þang- að komu. Á Völusteinsstrætinu bjuggum við Einar sex sumur á skólaárum okkar. Fyrir mig var sá tími sem besti skóli. Heimilið var myndarlegt og þar var afar gestkvæmt. Halla var einstök húsmóðir. Hún var hlý og hafði stórt hjarta og er eftirminnileg öllum sem henni kynntust. Af henni lærði ég margt sem ég bý enn að. Jónatan var stórhuga athafna- maður og fyrir Bolungarvík og Bolvíkinga vildi hann ávallt það besta. Á þessum tíma var Jónatan framkvæmdastjóri ásamt því að vera oddviti. Hann var gestrisinn og gat treyst því að Halla töfraði fram veislu, þegar á þurfti að halda. Ég starfaði í verslun fyrirtæk- isins og kynntist því vel, hve Jón- atan var vinsæll yfirmaður og flinkur í mannlegum samskipt- um. Mikill kærleikur og virðing hefur ávallt ríkt á milli barna Jón- atans og Höllu og hef ég eignast í þeim trausta vini. Þau áttu í báð- um foreldrum sínum góðar fyrir- myndir. Það hefur reynst þeim dýrmæt arfleifð í lífinu. Jónatan hafði þýða og fallega tenórrödd og hafði unun af söng. Honum fannst engin veisla án söngs og þannig enduðu flestar veislur á Völusteinsstrætinu. Þegar hann dvaldi síðast hjá okk- ur söfnuðumst við að hljóðfærinu og sungum uppáhaldslögin hans, eins og við höfðum gert í meira en fjóra áratugi. Árin upp úr 1990 voru fjöl- skyldunni erfið. Halla tengda- móðir mín lést árið 1992, aðeins 62 ára gömul. Á sama tíma steðj- uðu miklir erfiðleikar að fjöl- skyldufyrirtækinu. Róinn var líf- róður. Ákvarðanir þeirra sem höfðu líf fyrirtækisins í hendi sér, um að fara ekki að tillögu stjórn- endanna, urðu til þess að gjald- þrot varð ekki umflúið. Þetta var reiðarslag fyrir Bolvíkinga og af- ar þungbært fyrir Jónatan, bræð- ur hans, börn og stórfjölskylduna, þótt sagan hafi rækilega sýnt að þessar örlagaríku ákvarðanir voru ekki réttar á sínum tíma. Lífsneistinn dofnaði um tíma hjá Jónatan við þessi áföll. En einstakt lundarfar hans og lífsvið- horf hjálpaði honum að takast á við erfiðleikana og hann lagði aldrei árar í bát. Hann kynntist yndislegri konu, Sigrúnu Óskars- dóttur. Þau bjuggu sér fallegt heimili og gengu saman lífsveg- inn síðustu 20 ár Jónatans. Þau nutu lífsins saman, ferðuðust mikið og sóttu leikhús og tón- leika. Börn Sigrúnar og fjöl- skylda hennar öll tók tengdaföður mínum og fjölskyldu hans afar vel. Jónatan greindist með alz- heimer-sjúkdóminn fyrir meira en áratug. Það var honum og okk- ur öllum áfall. Af æðruleysi tókst hann á við vágestinn og var vel studdur af Sigrúnu, börnum sín- um og fjölskyldum. Við munum áfram syngja uppáhalds lögin hans. Guð blessi minningu Jónatans. Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir. Elsku afi minn er nú farinn frá okkur. Eftir sitjum við með ógrynni góðra minninga og heil- ræða sem lýsa okkur leið. Við brotthvarf afa er mér efst í huga þakklæti. Ég er þakklátur fyrir allar góðu minningarnar. Ég minnist gönguskíðaferðana okkar í Tungudal. Æfinganna í hugar- reikningi og þá sérstaklega þegar þú kenndir mér; 25x25 eru 625, 35x35 eru 1225 … o.s.frv. Hvernig þú skemmtir okkur barnabörnun- um og síðar barnabarnabörnunum með því að setja aðra augabrúnina upp en hina niður á sama tíma. Hversu hratt þú gast talið aftur á bak frá 20. Þegar þú tókst barna- börnin og síðar langafabörnin í fangið og kitlaðir þau í magann með kollinum. Þegar þú söngst „you are my sunshine“. Tröllatrú þín á suðusúkkulaði sem allra meina bót og þegar þú sóttir súkkulaði inn í fataskáp og gafst okkur til huggunar. Sameiginleg ást okkar á rjómaís og svo mætti lengi telja. Þegar ég var 16 ára gamall flutti ég til Reykjavíkur og inn á heimili ykkar Sigrúnar í Hörgs- hlíðinni. Það hefur vafalaust verið átak fyrir ykkur að fá aftur ung- ling inn á heimilið, en ég er óend- anlega þakklátur fyrir að hafa átt þann tíma með ykkur báðum. Frá þeim tíma er mér sérstaklega minnisstætt eitt skipti þegar þið Sigrún fóruð til Tenerife og ég var að passa íbúðina. Við höfðum sam- mælst um það að senda sms okkar á milli ef nauðsyn krefði, þar sem það væri mikið ódýrara en að hringja. Þegar svo fyrsta sms-ið frá afa barst var því fylgt eftir með símtali til að athuga hvort það hefði ekki örugglega borist. Afi var alltaf virðulegur og sér- staklega formlegur. En hann var jafnframt ástríkur, vingjarnlegur og afar stoltur og áhugasamur gagnvart öllu því sem við barna- börnin tókum okkur fyrir hendur. Það var alltaf gaman að fá spurn- ingar frá afa um verkefni líðandi stundar, því sama hvert svarið var skein úr andliti hans áhugasemi, velvild og stolt. Fyrir mér var lífshlaup afa að mörgu leyti ævintýri líkast. Hann var frumkvöðull og hafði mikla ástríðu fyrir sveitarstjórnarmálum og uppbyggingu í Bolungarvík. Hann innrætti okkur afkomendum sínum jákvæðni og góðvild og ekki man ég til þess að hann hafi lagt styggðaryrði til nokkurs manns. Sagt er að börnin læri það sem fyrir þeim er haft. Ég er þakklát- ur fyrir að hafa haft Jónatan afa sem fyrirmynd og mun ég leitast við að vera mínum afkomendum sú fyrirmynd sem afi var mér. Magnús Már. Í dag kveðjum við elsku Jón- atan afa. Afa sem við systurnar lit- um upp til, og lærðum svo margt af. Þótt við systurnar séum á ólík- um aldri þá eigum við margar svipaðar minningar um afa. Allar munum við eftir honum lyfta okk- ur upp í ljósakrónuna í stofunni hjá þeim Höllu ömmu á Völó og greiðunni sem alltaf var á sínum stað í rassvasanum. Við munum eftir regluseminni, t.d. þeirri ófrá- víkjanlegu reglu að leggja sig að- eins eftir hádegismatinn. Jafnvel þótt hann þyrfti að leggja sig í kjarrinu þegar við vorum í berja- mó. Afi var myndarlegur maður, flottur og snyrtilegur til fara, oft- ast í jakkafötum. Hann notaði meira að segja gömul jakkaföt til að heimsækja síldarverksmiðjuna í Bolungarvík eða þegar hann dyttaði að heima á Völó. Það er því ekki skrýtið að við systur héldum að ef hann færi í líkamsrækt þá væri hann líklegast í jakkafötum. Minningar um söng og píanó- spil heima hjá okkur í Kringlunni eru afar dýrmætar og ekki síður eftir að minni hans tók að hraka, enda hafði afi mikið yndi af söng og hafði góða söngrödd. Hann kunni alla texta og ekki bara fyrsta erindið heldur öll átta ef þau voru svo mörg. Þegar gleðin náði hámarki hljómaði gjarnan „You are my sunshine“ oft og mörgum sinnum. Afi var okkur góð fyrirmynd á margan hátt. Hann var var vin- gjarnlegur í fasi og hafði góða nærveru. Hann var einstaklega barngóður, ræðinn, vel lesinn og góður hlustandi. Það er þó ekki síst tvennt sem við minnumst sér- staklega. Hann sýndi öllum virð- ingu og talaði aldrei illa um fólk. Afi varð þeirra gæfu aðnjótandi að kynnast Sigrúnu eftir að Halla amma lést, langt um aldur fram. Afi og Sigrún voru mjög náin, ferðuðust víða og áttu mjög góð ár saman. Fyrir það erum við systur þakklátar. Við eigum góðar minn- ingar úr Hörgshlíðinni og síðar af Sléttuveginum. Afi kvaddi með fólkið sitt í kringum sig. Söknuðurinn er mik- ill, en eftir sitja fallegar og hlýjar minningar. Elsku Sigrún, þinn missir er mikill, hugur okkar og samúð er hjá þér. Að lokum viljum við rifja upp heilræði sem afi skrifaði til okkar barnabarnanna: „Það kemst enginn áfram að lokum nema af sjálfum sér. Að þroska hugann, bera virðingu fyr- ir öllu fólki, að fyrirgefa frekar en að ala á óvild, þannig finnur maður veginn til hamingjunnar.“ Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Halla Hrönn Guðmundsdóttir, Auður Jóna Guðmundsdóttir. „Höfum við gengið til góðs göt- una fram eftir veg?“ Svo spurði listaskáldið góða í einu af sínum fegurstu kvæðum. Þeir sem þekktu Jónatan Einarsson, lífs- feril hans og athafnir, geta svarað þeirri spurningu um hann ját- andi. Hann helgaði Bolungarvík sína lífsorku. Raunsönn eftirmæli um hann eru að aldrei síðan hafa Bolvíkingar staðið í meiri þakk- arskuld við einn mann. Honum verður aðeins jafnað við föður sinn, Einar Guðfinnsson, sem eitt sinn sagði mér að Jónatan væri merkur maður. Var hann þó spar á hólið um börn sín. Hvað styður slíka staðhæf- ingu? Á stuttri gönguferð um Bol- ungarvík blasa við verkin sem Jónatan hratt í framkvæmd. Fram yfir miðja 20. öld bjó þessi elsta verstöð landsins við einhver erfiðustu hafnarskilyrði sem hugsast gat þrátt fyrir að lífið í Bolungarvík hafi ávallt verið björgulegt. Jónatan var dreginn inn á svið sveitastjórnarmála tæplega þrítugur árið 1958. Með magnaðri ræðu vinnur hann sigur í baráttusæti sem markaði upp- haf af sextán ára setu hans sem oddviti Hólshrepps. Fyrsta verk hans var að taka upp baráttu fyrir útvegun fjármagns til að gera þessa gömlu höfn í Víkinni hæfa til að þjóna hlutverki sínu. Vart vissi ég árið 1963, þegar við nokkrir ungir menn unnum við hafnargerð í Bolungarvík, að upp- haf þeirrar vinnu var afrakstur af einarðri baráttu Jónatans fyrir að Brimbrjóturinn yrði að lífhöfn. Framtíðin var mörkuð og trúin á tilgang verksins var fengin. Nú stundar glæsilegur floti sjóróðra frá Bolungarvík. Nýjar kynslóðir slá eitt heimsmetið af öðru í afla- brögðum. Verk Jónatans liggja víðar. Ungur tók hann við fjármálum Félagsheimilis Bolungarvíkur og með sjálfboðavinnu hans og ann- arra reis eitt glæsilegasta félags- heimili landsins árið 1952. Það hefur nú verið endurbætt og framtíðarsýn Jónatans endurvak- in. Það var honum ekki síður mik- il ánægja mörgum árum síðar að vígja íþróttavöll Bolungarvíkur sem síðan hefur eflt heilbrigt líf ungra Bolvíkinga. Í atvinnurekstrinum lét Jónat- an stóra drauma verða að veru- leika. Enginn á frekar þau um- mæli skilið að hafa innleitt nútíma verslunarhætti í Bolungarvík, hugsjón sem hann hefur án efa al- ið mér sér eftir námið í Verslun- arskólanum. Það féll sömuleiðis í hans hlut að hafa forystu um upp- byggingu síldarverksmiðju í Bol- ungarvík. Dæmigert fyrir stór- hug hans er að hann leiddi verkið að breyta olíuskipi í síldarflutn- ingaskip sem flutti síldina af fjar- lægum miðum norðan úr höfum. Engin fyrirmynd var að slíku stórvirki en tilraunin heppnaðist og gerði Bolungarvík að alvöru- síldarbæ. Hér er aðeins stiklað á stóru í lífi hugsjóna- og athafnamanns. Fyrir utan öll verkin geta allir sem þekktu Jónatan Einarsson tekið undir þau orð að hann var hvers manns hugljúfi og börn hans minnast trausts og um- hyggjusams föður. Ég þakka af alhug kynni mín af þessum ljúfa frænda sem trúði mér kornung- um fyrir að bera út dagatöl Ein- ars Guðfinnssonar á Ísafirði. Ég sendi öllum ættingjum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi og varðveiti minningu góðs drengs. Ólafur Bjarni Halldórsson. Mánudagskvöldið 17. ágúst síðastliðinn kvöddum við Jónatan Einarsson í hinsta sinn. Hann fékk hvíldina í faðmi fjölskyld- unnar eftir langvarandi veikindi. Þetta kvöld kvaddi einstakur maður sem hafði miðlað og gefið svo mikið af sér alla ævi til fjöl- skyldu og vina og ekki síst til samfélagsins alls. Hans verður sárt saknað en hafsjór minninga um góðan eiginmann, föður, Jónatan Einarsson Systir mín, mágkona, móðursystir okkar og föðursystir, HELGA INGÓLFSDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 18. ágúst. Útförin var í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Foldabæjar og Grundar færum við þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. . Árni Ingólfsson, Margrét Jónsdóttir, Ólöf, Þórarinn, Sigrún og Ingólfur Eldjárn Steinunn og Ólöf Þorvarðsdætur, Ingólfur, Jón, Marta og Helga Árnabörn og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN MAGNÚSSON, Fossvegi 12, Siglufirði, lést þann 15. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. . Pálína Sigurðardóttir, Sigurður Hreinsson, Marita Hansen, Magnús Hreinsson, Ingveldur Björk Björnsdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.