Morgunblaðið - 29.08.2015, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.08.2015, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 Lýsi hf. leitar að starfsmanni á lager Lýsi hf. er rótgróið fyrirtæki sem framleiðir heilsuvörur úr sjávarafurðum og flytur til yfir 70 landa. Starfsemin byggir á samhentu og jákvæðu starfsfólki sem hefur gæði og þjónustu að leiðarljósi. Starfssvið: • Pökkun lýsis í stórumbúðir • Hleðsla og frágangur gáma fyrir útflutning • Samantekt og afgreiðsla pantana • Almenn lagerstörf Hæfniskröfur: • Góð almenn tölvukunnátta • Lyftararéttindi eru skilyrði • Nákvæmni í vinnubrögðum • Jákvæðni og sveigjanleiki Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á heimsíðu Lýsis hf. http://www.lysi.is/starfsemin/storf-i-bodi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu berast fyrir 7. september 2015. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014, í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins, við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Suð-Austurlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVe). Formleg sameining tók gildi 1. janúar 2015. Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2015 er um 3,6 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 500 manns. Fjöldi íbúa í umdæminu eru um 26.000. Hlutverk HSU er að leggja grunn að skipulagi almennrar heilbrigðisþjónustu og tryggja íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og öðrum þjónustuþegum, s.s. ferðamönnum á svæðinu, jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita. Við erum að leita að metnaðarfullum liðsmanni til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Starfið veitist frá 1. október 2015 eða eftir samkomulagi. Frekari upplýsingar um starfið Um er að ræða fasta starfsdaga, að jafnaði ein heill vinnudagur í viku. Greitt er fyrir vinnuframlag skv. sérfræðieiningakerfi. Til greina kemur að fleiri en einn læknir skipti með sér starfinu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga, netfang: hjortur.kristjansson@hsu.is, sími: 841-9300 Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2015. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsókn óskast fyllt út á umsóknarblað á www.hsu.is og henni þarf að fylgja staðfestar upplýsingar ummenntun, starfsleyfi, fyrri störf og reynslu. Svæfingalæknir Helstu verkefni og ábyrgð • Svæfingar og deyfingar á skurðstofu í samvinnu við aðra lækna stofnunarinnar, þ.m.t. sérfræðinga í HNE- og kvensjúkdóma- lækningum. Að jafnaði er um að ræða fastan starfsdag einu sinni í viku. Hæfniskröfur • Íslenskt sérfræðileyfi í svæfingalækningum • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni • Góð reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli óskar eftir flugvirkjum í framtíðarstörf. Við leitum að öflugum liðsmönnum til starfa í stærsta flugskýli landsins í tæknivæddu og alþjóðlegu umhverfi. Um er að ræða spennandi og krefjandi framtíðar- starf í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðan- leiki og hágæða vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að ná árangri í starfi og hafa jafnframt metnað til að vinna sem hluti af öflugri liðsheild. STARFSSVIÐ:  Almenn flugvirkjastörf í stórskoðunum á B757-200/300 og B767-300  Einnig koma til greina afleysingar í línuumhverfi á Keflavíkurflugvelli og störf erlendis séu tilskilin réttindi fyrir hendi HÆFNISKRÖFUR:  Próf frá viðurkenndum skóla í flugvirkjun  Lögð er áhersla á færni í mannlegum sam- skiptum, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð  Góð enskukunnátta er nauðsynleg  Reynsla af vinnu í tölvuvæddu umhverfi Fyrirspurnum svara: Theodór Brynjólfsson I tbrynjol@its.is Steinunn Una Sigurðardóttir I unasig@icelandair.is + Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 10. september. FLUGVIRKJAR ÓSKAST ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 75 85 9 8/ 15 Rekstrarstjóri Framsækið fyrirtæki í iðnaði á höfuðborgar- svæðinu óskar eftir að ráða aðstoðarrekstrar- stjóra. Viðkomandi þarf að vera þjónustulipur, reglusamur og stundvís. Kemur til með að vera i sambandi við viðskiptavini. Starfið felst í:  Símsvörun, að færa inn vinnuskýrslur og fleira tilfallandi. Kröfur:  Almenn tölvukunnátta.  Vera góður í mannlegum samskiptum  Opinn fyrir nýjungum.  Vera með bílpróf. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um og senda umsókn á box@mbl.is merkta: ,,R-25930”. Hreinsitækni ehf óskar eftir starfsmönnum með meiraprófsréttindi og vélamönnum vegna aukinna verkefna. HÆFNISKRÖFUR • Meirapróf og/eða minni vinnuvélaréttindi. • Hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg. • Hreint sakavottorð er skilyrði. • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. • Skrifa og tala íslensku. • Stundvísi og reglusemi skilyrði. Áhugasamir senda umsókn með ferilskrá fyrir 7. sept. 2015 á netfangið postur@hrt.is Haft verður samband við alla sem sækja um, eftir að umsóknarfrestur rennur út. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.