Morgunblaðið - 29.08.2015, Side 42

Morgunblaðið - 29.08.2015, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 Helga María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á slysa- ogbráðamóttöku Landspítalans, er 30 ára í dag. Hún er Reyk-víkingur í húð og hár og hefur unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur í sjö ár. Í vetur vinnur hún með skóla en þá held- ur hún áfram meistaranámi í blaða- og fréttamennsku. Helga á eina dóttur, en svo skemmtilega vill til að sú stutta á átta ára afmæli á morgun. „Ég ætla að fagna deginum með fjölskyldu og vinum í kvöld en síðan snýst morgundagurinn um Emmu,“ segir Helga spurð hvernig stóra deginum verði varið. Kærasti Helgu, Hörður, varð þrítugur í fyrra og afmælið í kvöld verður sameiginlegt þrítugsafmæli, þó að kallinn sé töluvert eldri. Helga tók Andra sér til fyrirmyndar í sumar og var mikið á flandri. „Ég var mikið erlendis í sumar. Fyrst fórum við þrjú saman til Spánar í slökunarferð en síðan erum við Höddi nýkomin úr ferð til Ítalíu og Hollands. Róm er frábær borg og ég vonast til þess að heimsækja hana aftur í náinni framtíð.“ Í frístundum sínum þykir Helgu skemmtilegt að teikna. Mottóið heilbrigð sál í hraustum líkama er ofarlega í huga hennar, en hún stundar bæði fimleika og crossfit af miklum krafti. Helga óttast ekki aldurinn, þó að vissulega sé hún ekkert unglamb lengur. „Mér finnst forréttindi að fá að eldast og það er markmið hjá mér að komast í mitt besta form á fertugsaldrinum.“ johann@mbl.is Mæðgurnar Helga á afmæli í dag og Emma, dóttir hennar, á morgun. Mæðgurnar eiga afmæli um helgina Helga María Guðmundsdóttir er 30 ára í dag M argrét Sigmarsdóttir fæddist 29. ágúst 1965 í Reykjavík en ólst lengst af upp í Vesturbænum í Kópavogi. Hún bjó í Kaupmannahöfn á námsárum sínum en býr núna í Vesturbænum í Reykjavík. Nám og starf Margrét varð stúdent frá Kvenna- skólanum 1984, lauk kennaraprófi frá Kennaraháskólanum árið 1987, stundaði BA-nám í sálfræði við Há- skóla Íslands frá 1992-1994, lauk embættisprófi í sálfræði árið 1996 frá Uppeldisháskólanum í Kaupmanna- höfn og hlaut sérfræðiviðurkenningu árið 2007. Margrét lauk doktorsprófi á sviði klínískrar sálfræði barna frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 2013. Margrét er með víðtæka þjálfun í Margrét Sigmarsdóttir, doktor í sálfræði – 50 ára Fjölskyldan Á útskriftardegi yngsta barnsins, frá vinstri: Hera, Jóhannes, Embla, Hugi, Björn Einar og Margrét. Meðhöndlar hegðunar- raskanir hjá börnum Hjónin Margrét og Jóhannes á göngu við Hverfisfljótið í júlí í sumar. „Við elskum útivist og höfum gengið með sama hópnum undanfarin tvö sumur.“ Hinn 18. júlí síðastliðinn voru gefin saman í Lágafellskirkju þau Kristín G. Sigur- steinsdóttir og Stefán Már Haraldsson. Brúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.