Morgunblaðið - 29.08.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.08.2015, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur ekki efni á öllu sem þig langar í. Mæltu þér mót við einhvern í kaffi eða mat sem þú hefur ekki hitt lengi. Ekki gefa höggstað á þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Spenna í samskiptum við ástvin vegna sameiginlegra eigna gætu valdið óþolinmæði. Hvers konar vinur ertu? Mynd- ir þú vilja vera vinur þinn? Veltu því fyrir þér núna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þegar þér finnst einhver ýtinn er það bara fólk að ögra þér til að gera þitt besta. Vertu á verði og gríptu réttu tæki- færin þegar þau bjóðast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að endurskoða líferni þitt og taka meira mið af því sem er hollt og heilsusamlegt. Maður er manns gaman, bjóddu til veislu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Búðu þig undir tafir, ruglingsleg tjá- skipti og að ávísanir týnist í pósti á næst- unni. Þér finnst athyglin ekki leiðinleg. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhvern misskilning þarf að leið- rétta strax svo ekki hljótist af skaði. Enginn kann skil á öllum hlutum svo þú skalt ekki byrgja öll þín mál með sjálfum þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér virðist ganga allt í haginn og aðrir vilja njóta velgengni þinnar með þér. Þér hættir til að gera úlfalda úr mýflugu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert að byggja upp samband. Líttu ávallt á björtu hliðarnar. Reiði gegnir engu öðru hlutverki en að gera fólki lífið leitt, þótt þú haldir annað. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að finna einhvern skiln- ingsríkan til að deila hugsunum þínum með. Gerðu áætlanir fram í tímann, þér veitir ekki af smá skipulagi í líf þitt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú ætti fjárhagurinn að leyfa fjárfestingu fyrir framtíðina. Leyfðu þeim sem eru í kringum þig að greiða úr flækj- unum sjálfir. Komdu fram við alla af virð- ingu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver gæti reynt að telja þig ofan af einhverju og það sem þú vilt gera öllum til hæfis í dag er hætt við að þú hundsir þína innri rödd. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vilji þinn stendur til þess að upplýsa aðra um þínar skoðanir. Láttu það nú eftir þér að fylgja hjartanu svona einu sinni. Ekki láta undan sykurlönguninni, þú hefur staðið þig svo vel hingað til. Sem endranær var síðastalaugardagsgáta eftir Guðmund Arnfinnsson: Hreyfing þetta örsnögg er. Einnig brella kallast má. Stund, sem fljótt er flogin hjá. Fé það mark á eyra ber. Árni Blöndal svarar: Örsnöggt bragð og bráðin lá. Bragðið kallast brella má. Á augabragði allt er frá. Á eyrum lamba Bragð má sjá. Þessi er lausn Hörpu á Hjarð- arfelli: Sá hendi brá að bragði lék bragðið töfra hér. Á einu augabragði á eyra bragðið fer. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Úrlausnirnar þrjóskir þrá, þú veist hvað ég meina. Bragð er lausn sem líst mér á. Látum á það reyna. Hér kemur loks skýring Guð- mundar: Glímubragði beitt er fljótt. Bragð má kalla, að hrekkur sé. Augabragð á burt er skjótt. Bragð er eyrnamark á fé. Og í framhaldi limra: Hann Glímu-Gestur lagði Guttorm á augabragði og varðist falli fyrir Halli, en féll loks á sjálfs sín bragði. Síðan bætir Guðmundur við „gáta kviknar af gátu“: Sínu ríki ræður hann. Ræktar sá akurlendi. Í tafli nýtan teljum þann. Trúnað sór eiginkvendi Svör verða að berast eigi síðar en á miðvikudagskvöld. Gunnar Pálsson Hjarðarfelli orti: Ístrumagar er mér sagt illa þori að sigla, hræddir um að meiri magt muni sig við þeim yggla. Séð hef ég þennan stóra stein – stendur þar hinn kyrri, gatan liggur að honum ein – einhvern tíma fyrri. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bragð er þó gott bragð sé Í klípu „ÞÆR ERU ÞÚ. ÉG VAR AÐ VONA AÐ VIÐ GÆTUM GERT BETUR EN ÞAÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VAR AÐ HUGSA UM AÐ BÚA TIL GRÆNMETISGARÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skipta uppeldinu með sér. ÉG ELSKA GÖNGUR. HELGA MUN VILJA FÁ AÐ VITA AF HVERJU ÉG KEM HEIM SVONA SEINT... ...EN EF ÉG LÝG AÐ HENNI... ... ÞÁ MUNU HORNIN DETTA AF! ÞIÐ ÞEKKIÐ MIG ALLT OF VEL!! ÚTSALA Þrettán mánuðum eftir að húnfæddi son sinn tók hin breska Jessica Ennis-Hill við gull- verðlaunum í sjöþraut kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína um síðustu helgi. Afrekið er einstakt sérstaklega í ljósi þess hversu stutt var liðið frá barnsburði. x x x Fjölmiðlar hafa mikið rætt um þettaeinstaka afrek hennar og skal engan undra. Í nokkrum blaðagrein- um er meðal annars vitnað í þjálfara hennar sem segist sjálfur ekki hafa búist við þessum árangri hennar. Hann tekur það þó fram að hún hafi alltaf haft alla burði til þess að ná svona langt. x x x Ástæðan fyrir því að árangurinnkemur þjálfara hennar á óvart er líklega sú að engin kona hefur áður náð sambærilegum árangri í sjöþraut svo stuttu eftir að hafa átt barn. Það fylgir hins vegar ekki frétt- unum hversu margar eða hvort aðrar konur hafi reynt að keppa í sjöþraut á álíka stóru móti eftir barnsburð. x x x Það skal þó tekið fram, áður enlengra er haldið, að hún Jessica er 29 ára gömul og er bæði ólympíu- meistari í sjöþraut og fyrrverandi Evrópumeistari í sömu grein. Konan er vægast sagt í hörkuformi. x x x Víkverji þykist vita að íþróttamað-ur á þessu kalíberi hafi ekki lagst flatur upp í sófa, opnað snakkpoka og heimtað þjónustu í hæsta gæðaflokki um leið og hún hefur pissað á prikið, heldur haldið áfram að hreyfa sig. Það er að segja ef hún hefur haldið áfram að vera hraust og frísk. x x x Þetta afrek sýnir að það er allthægt ef viljinn er fyrir hendi. Líkaminn hefur ótrúlega aðlögunar- hæfni þar sem skynsemin þarf að vera í aðalhlutverki. Að þessu sögðu heldur Víkverji að konur verði ekki verri íþróttamenn eftir að hafa átt eins og eitt stykki barn. víkverji@mbl.is Víkverji Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Matt. 7:7) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.