Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 Söfn • Setur • Sýningar Laugardagur 29. ágúst kl. 13-15: Málþingið Bláklædda konan – Ný rannsókn á fornu kumli. Um niðurstöður nýrra rannsókna á kumli landnámskonu. Fyrirlesarar: Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur, Joe W. Walser III, Julia Tubman og Michéle H. Smith. Erindin verða flutt á ensku að undanskyldu upphafserindi. Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal Fólkið í bænum á Veggnum Weaving DNA á Torginu Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús Sýningin Nesstofa-Hús og saga í Nesstofu við Seltjörn, Síðasta sýningarhelgi: Opið frá 13-17. LISTASAFN ÍSLANDS SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA 22.5. - 6.9.2015 SUNNUDAG KL. 14 - Listamannaspjall með Helga Þorgils Friðjónssyni myndlistarmanni PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7.2015 - 4.1.2016 VALIN PORTRETT Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS – FRÁ SVEITUNGUM TIL SJÁLFSKOTA 21.7. - 6.9. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 2. september 2015 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mán. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Opið þri., fim. og sun. kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Heimurinn án okkar Sýningaropnun Föstudag 28. ágúst kl. 20 Björg Þorsteinsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Finnur Jónsson Gerður Helgadóttir, Marta María Jónsdóttir Ragnar Már Nikulásson, Steina, Vilhjálmur Þorberg Bergsson Listamannasspjall Sunnudag 30. ágúst kl. 15 Steina Hádegistónleikar Þriðjudag 1. september kl. 12 Þorsteinn Freyr Sigurðsson Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. SAFNAHÚSIÐ Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17 GEYMILEGIR HLUTIR Að safna í söguna Verið velkomin Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég segi fínt, bara taugaveiklaður,“ segir myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans og spyr hvernig hann hafi það, tveimur dög- um fyrir sýningaropnun. Davíð opn- ar í dag kl. 16 sýninguna Akkúrat hæ fæv! í Hverfisgalleríi. En hvers vegna er hann taugaveiklaður? Eru verkin kannski ekki tilbúin fyrir sýninguna? Davíð hlær. „Það er svolítið þannig,“ segir hann kíminn. Verk Davíðs eru auðþekkjanleg af miklu flúri, frjálsu flæði og litadýrð. Í fyrstu gætti áhrifa frá teikni- myndasögum í verkum hans en hin síðustu ár hafa þau orðið æ meira afstrakt. Davíð vinnur mest með kraftlakk og úðabrúsa á tilfallandi undirlag, borðplötur, mdf-plötur og jafnvel skápahurðir. Davíð hefur að mestu unnið við málverk frá því að hann útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002, hef- ur haldið fjölda einkasýninga og tek- ið þátt í samsýningum á Íslandi og víða erlendis. Í fyrra hlaut hann hinn virta Carnegie Art Award- styrk í flokki ungra listamanna og er nú kominn á mála hjá Hverfisgall- eríi, sem er umboðsgallerí. „Þetta er skemmtileg blanda af verkum varðandi hvernig þau eru unnin og hvað þau eru stór. Nokkur þeirra eru mjög stór og önnur pínu- lítil. Það verður dálítið erfitt að stilla þeim upp en ég held að ég sjái það fyrir mér,“ segir Davíð og hlær þegar hann er spurður að því hvað hann ætli að sýna í Hverfisgalleríi. -Eru þau máluð á mdf-plötur? „Þetta eru fundin efni þannig að það er mdf, skápahurðir og annað upp úr ruslinu.“ -Í tilkynningu stendur að sýn- ingin samanstandi af litríkri inn- setningu þar sem efni nokkurra verkanna teygi sig út fyrir fleti verkanna sjálfra. Ertu að fara að mála innsetningu á veggi gallerís- ins? „Það er bara til að sauma sýn- inguna saman. Ég er að leika mér með frumliti þar sem ég nota sömu málningu og ég nota í verkunum, kraftlakk. Þannig að ég er bara með einhverjar litaprufur á veggj- unum bæði til að setja í samhengi og taka úr samhengi,“ svarar Dav- íð. Flaggað við hátíðlegt tilefni -Eru verkin þín ekki orðin al- gjörlega afstrakt? „Jú, þótt það séu náttúrlega form sem eru auðþekkjanleg. Það laum- ast inn blóm og eitthvað sem ég hef ekki gert í langan tíma, smá fígúra- sjón. Það skín í einhverjar haus- kúpur,“ segir Davíð og hlær. „En það er líka af því að það eru eitt eða tvö verk þarna sem ég byrjaði á fyrir 10 eða 15 árum,“ segir Davíð -Þú vinnur alltaf í mörgum verk- um í einu, ekki satt? „Jú, jú, það er svona verksmiðju- lykt af þessu, nokkrar myndir uppi á borðum sem ég geng á milli.“ -Sýningartitillinn er undarlegur, er hann bara eitthvert flipp? „Jú. Þetta eru bara orð sem mað- ur notar mikið og af hverju ekki að flagga þeim við hátíðlegt tilefni?“ svarar Davíð sposkur. Sýningin stendur til 3. október. Hverfisgallerí er að Hverfisgötu 4. Blóm og hauskúpur lauma sér inn  Davíð Örn opnar í dag sýninguna Akkúrat hæ fæv! í Hverfisgalleríi Morgunblaðið/ Blanda „Þetta er skemmtileg blanda af verkum varðandi hvernig þau eru unnin og hvað þau eru stór. Nokkur þeirra eru mjög stór og önnur pínulítil,“ segir Davíð um sýninguna. Myndin var tekin í gær í Hverfisgalleríi. Tónlistarmaðurinn Áki Ásgeirsson heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Áki Ásgeirsson er frá Garði á Rosmhvalanesi og hefur samið tón- list til tónleikahalds, raftónlist, gagnvirkar innsetningar og vídeó. Á efnisskrá tónleikanna er raf- tónlist eftir Áka, verkin 290° fyrir rafstýrðar flugvélabremsuskálar, 241° Fönfjörður, 313° fyrir tvær túbur, steina, rödd og sínusgjafa (endurútsetning 2015), 264° fyrir rödd, reykvél og MIDI-stýrt orgel, 240° fyrir rödd og tölvu og 296° fyr- ir reiðhjól og rafhljóð. Eins og sjá má eru verkin samin fyrir ýmislegt annað en hljóðfæri og má gera ráð fyrir að tónleikarn- ir verði ekki síður forvitnilegir hvað sjónrænu hliðina varðar. Verk fyrir flugvélabremsuskálar o.fl. Frumlegur Áki Ásgeirsson. Harbeck/Flosason Swingtet, sam- starfsverkefni danska tenór- saxófónleikarans Jan Harbeck og hins íslenska kollega hans Sigurðar Flosasonar, leikur á þrettándu og síðustu tónleikum sumardjasstón- leikaraðar veitingahússins Jómfrú- arinnar við Lækjargötu í dag kl. 15. Kjartan Valdemarsson leikur á pí- anó, Þorgrímur Jónsson á kontra- bassa og Erik Qvick á trommur. Hljómsveitin mun flytja fjölbreytt úrval sveiflutónlistar með frum- skógarbragði. Tónleikarnir fara að vanda fram utandyra, á Jómfrúar- torginu, og standa til kl. 17. Lokadjasstónleikar sumarsins á Jómfrúartorgi Ljósmynd/Stephen Freiheit Á Jómfrúartorgi Jan Harbeck leikur með Sigurði og félögum í dag. Myndlistarsýningin Leynigarður – Secret Garden stendur nú yfir í An- arkíu listasal í Kópavogi. Á henni sýnir Georg Douglas olíumálverk, unnin 2014-2015. Innblásturinn sækir hann að nokkru leyti í blóm- in, gróðurinn og fallega birtu ís- lenskrar náttúru. „Á hinn bóginn á Georg að baki langan starfsferil á jarðvísindasviðinu sem líka hefur veitt honum innblástur og haft sterk áhrif á þessi verk. Þannig byggja myndirnar ekki eingöngu á blómkrónum, laufblöðum og stilk- um, heldur ekki síður á þáttum sem eru aðeins sýnilegir í smásjá eða með sameindalíkönum, eins og frjó- kornum, plöntuvefjum og prót- ínum,“ segir m.a. í tilkynningu. Sækir innblástur í blóm, gróður og birtu Leynigarður Verk eftir Georg Douglas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.