Morgunblaðið - 29.08.2015, Page 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Myndlistarsýningin Haust verður
opnuð í dag kl. 15 í Listasafninu á
Akureyri og er opnunin liður í dag-
skrá bæjarhátíð-
arinnar Akur-
eyrarvöku. 30
norðlenskir lista-
menn eiga verk
á sýningunni,
sýna verk sem
ætlað er að gefa
innsýn í líflega
flóru myndlistar
á Akureyri og
Norðurlandi.
Sýningin er fjöl-
breytt hvað varðar aðferðir og
miðla, á henni má sjá málverk, inn-
setningar, videóverk, leirverk,
skúlptúra, ljósmyndir, skjáverk,
textílverk, teikningar og bókverk.
Safnið auglýsti í mars á þessu
ári eftir umsóknum frá listamönn-
um um þátttöku í sýningunni og
voru skilyrðin þau að þeir byggju
eða störfuðu á Norðurlandi eða
hefðu tengingu við svæðið. 90 sóttu
um og dómnefnd valdi verk 30 á
sýninguna. Hlynur Hallsson, safn-
stjóri Listasafnsins á Akureyri, sat
í dómnefnd auk þess að vera sýn-
ingarstjóri og aðrir dómnefnd-
armenn voru Aðalheiður S. Ey-
steinsdóttir myndlistarkona, Alice
Liu, myndlistarkona og rekstrar-
aðili gestavinnustofanna Listhúss
á Ólafsfirði, Arndís Bergsdóttir,
hönnuður og doktorsnemi í safna-
fræði og Ólöf Sigurðardóttir, safn-
stjóri Listasafns Reykjavíkur.
Mörg vídeóverk
Spurður að því hvað dómnefndin
hafi haft að leiðarljósi við valið á
listamönnunum segir Hlynur að
það hafi verið að sýna fjölbreytni í
því sem væri að gera í norðlenskri
myndlist og að velja bestu verkin.
„Ég var náttúrlega bara með eitt
atkvæði af fimm en mig langaði að
sýna góð verk, í fyrsta lagi, og líka
fjölbreytni í bæði efnistökum, hug-
myndum og miðlum,“ segir
Hlynur. „Þegar við erum búin
að velja þessa 30 kemur í ljós
að það eru dálítið mörg víd-
eóverk þannig að maður
lendir í pínu vandræðum
með það því þau þurfa alltaf
sitt pláss,“ segir Hlynur og
hlær og bætir við að sýn-
endur séu allt frá því
að vera rúmlega tví-
tugir yfir á áttræð-
isaldur. „Það eru
þekkt nöfn inn á milli en líka nöfn
sem ég þekkti ekki áður.“
– Er myndlistarlífið blómlegt
fyrir norðan?
„Já, það er mjög blómlegt og
það er mjög gaman að því að á
sama tíma og þessi sýning verður
opnuð opnar hinumegin við götuna
sýning þeirra sem var hafnað,“
segir Hlynur kíminn. Sú sýning
ber titilinn Salon des Refusés, þ.e.
„Sýning þeirra sem var hafnað“
upp á frönsku og verður opnuð í
Deiglunni. Titillinn vísar í sam-
nefnda sýningu sem haldin var í
París árið 1863 á þeim verkum sem
hafnað var af dómnefnd fyrir sýn-
ingu í Salon des Beaux Arts en
Napóleon keisari III. frétti af
óánægju þeirra sem var hafnað og
skipaði svo fyrir að verk þeirra
skyldu sýnd á annarri sýningu í
Palais de Industrie, beint á móti
sýningu dómnefndarinnar. Sú sýn-
ing þykir ein sú mikilvægasta í
listasögunni hvað varðar þróun
málaralistar.
Haustsýningar voru lengi fastur
liður í sýningarhaldi á Íslandi og
fylgir Haust þeirri hefð, að sýna
hvað listamenn á svæðinu eru að
fást við. Haustsýning safnsins
verður tvíæringur héðan í frá, þ.e.
sett upp á tveggja ára fresti.
„Tvíæringar eru svo töff,“ segir
Hlynur og hlær þegar blaðamaður
spyr hann að því af hverju sýn-
ingin verði ekki haldin árlega.
– Einæringur hljómar heldur
ekki nógu vel...
„Nei, einæringur er ekki neitt.
Frekar þá þríæringur. Okkur
fannst það of mikið, kannski, að
hafa haustsýningu á hverju ári.
Það er einhver endurreisn tvíær-
inga í heiminum en það eru mjög
fáir tvíæringar á Íslandi,“ segir
Hlynur.
Myndlistarveisla í Gilinu
Það verður mikil myndlistar-
veisla í Listagilinu á Akureyri um
helgina því auk þeirra tveggja sýn-
inga sem nefndar hafa verið verða
aðrar opnaðar í sýningarrýmum
gilsins, m.a. í Sal Myndlistafélags-
ins, í Kaktusi og Mjólkurbúðinni
og í Flóru fremur Ólafur Sveins-
son gjörninginn „Glímt við haförn
og lax“. „Ég held það séu átta sýn-
ingar að opna í Listagilinu,“ segir
Hlynur.
Haust stendur til 18. október og
verður opin þriðjudaga til sunnu-
daga kl. 12-17. Aðgangur að henni
er ókeypis og boðið verður upp á
leiðsagnir um sýningar safnsins á
fimmtudögum kl. 12.15-12.45.
Best? „This is it, the best drawing in the show“ nefnist þetta verk eftir Sam Rees, pennateikning frá árinu 2009. Turn Ljósmynd úr röð Þórgunnar Oddsdóttur, Þýskir varðturnar, frá 2014.
Fjölbreytni í efnistökum og miðlum
30 listamenn sýna verk sín á Hausti, haustsýningu Listasafnsins á Akureyri Fyrsta sýningin
í tvíæringi Listamenn sem dómnefnd hafnaði opna á sama tíma sýningu hinumegin við götuna
Listamennirnir sem eiga verk á
sýningunni eru: Arna Vals-
dóttir, Arnar Ómarsson, Bald-
vin Ringsted, Bergþór Mort-
hens, Björg Eiríksdóttir, Eiríkur
Arnar Magnússon, Freyja Reyn-
isdóttir, Guðmundur Ármann
Sigurjónsson, Guðrún Þóris-
dóttir, Gunnhildur Helgadóttir,
Helga Pálína Brynjólfsdóttir,
Heiðdís Hólm, Hekla Björt
Helgadóttir, Joris Rademaker,
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Ingi-
björg Guðmundsdóttir, Klæng-
ur Gunnarsson, Marina Rees,
Ragnheiður Þórsdóttir,
Rannveig Helgadóttir,
Rósa Sigrún Jónsdóttir,
Rósa Júlíusdóttir, Sam
Rees, Stefán Boulter,
Unnur Óttarsdóttir,
Victor Ocares, Þórarinn
Blöndal, Þórgunnur Odds-
dóttir, Þóra Sólveig
Bergsteinsdóttir
og Þóra Sig-
urðardóttir.
30 listamenn
SÝNENDUR Á HAUSTI
Jóna Hlíf
Halldórsdóttir
Hlynur
Hallsson
Kastljósinu verður beint sérstaklega
að danskri kvikmyndagerð á Alþjóð-
legri kvikmyndahátíð í Reykjavík,
RIFF, sem hefst 24. september og
stendur til 4. október. Átta nýjar
kvikmyndir frá Danmörku verða
sýndar og þ. á m. nýjustu myndir
Susanne Bier og Bille August. Einn-
ig verður staðið fyrir umræðum um
þá miklu grósku sem verið hefur hin
síðustu ár í danskri kvikmynda- og
sjónvarpsþáttagerð.
Nýjasta kvikmynd Susanne Bier
nefnist En chance til og fjallar um
syrgjandi lögreglumann sem laum-
ast til að skipta út nýlátnu barni sínu
fyrir ungbarn sem býr við van-
rækslu í eiturlyfjagreni. Krigen, eft-
ir leikstjórann Tobias Lindholm sem
skrifaði handrit Jagten, Submarino
og sjónvarpsþáttanna Borgen,
fjallar um liðsforingja í Afganistan
sem tekur afdrifaríka ákvörðun þeg-
ar árás er gerð á hann og hersveit
hans.
Guldkysten eftir leikstjórann
Daniel Dencik gerist árið 1836 og
segir frá Joseph Wulff, sem flytur
frá unnustu sinni í Danmörku til
Dönsku Gíneu þar sem hann hyggst
rækta kaffi. Þar kynnist hann heimi
grimmilegs þrælahalds og hörku og
neyðist Wulff til að taka siðferð-
islega afstöðu.
I dine hænder eftir leikstjórann
Samanou Acheche Sahlstrøm segir
af hjúkrunarfræðingnum Maríu sem
kemur í veg fyrir sjálfsvíg langveiks
manns og heldur með honum í ör-
lagaríka ferð til Sviss, þar sem líkn-
ardráp er löglegt. Myndin var valin
besta norræna kvikmyndin á alþjóð-
legu kvikmyndahátíðinni í Gauta-
borg á þessu ári.
Lang historie kort eftir May el-
Toukhy fjallar um vinahóp sem kem-
ur saman í átta veislum á þremur ár-
um. Vinirnir eru í kringum fertugt
og þurfa að endurskoða glanshug-
myndir sínar um ástina og rómantík,
eins og segir í tilkynningu.
Fjölskylduátök
Mænd og Høns eftir leikstjórann
Anders Thomas Jensen segir af út-
brunnum háskólaprófessor og bróð-
ur hans sem hefur, ólíkt honum, að-
eins áhuga á konum og tilgangs-
lausum fróðleik. Þegar faðir þeirra
deyr komast þeir að því að hann er
ekki líffræðilegur faðir þeirra og
leita þeir þá uppi blóðfjölskyldu sína.
Myndin er sögð kolsvört gaman-
mynd.
Rosita eftir Frederikke Aspöck
fjallar um miðaldra ekkil í leit að eig-
inkonu. Hann finnur hana á Filipps-
eyjum og fær hana til að flytja til
Danmerkur en babb kemur í bátinn
þegar hún verður hrifin af syni hans.
Stille hjerte, eftir Bille August,
segir af þremur ættliðum sem koma
saman yfir helgi til að kveðja ætt-
móðurina Esther, sem þjáist af
ólæknandi sjúkdómi og ætlar að
svipta sig lífi að lokinni helgi með að-
stoð eiginmanns síns. Þegar kveðju-
stundin nálgast koma hins vegar
óuppgerð mál upp úr kafinu. Myndin
hlaut fern verðlaun á dönsku kvik-
myndaverðlaununum, Bodil, í ár.
Dönsk kvikmyndagerð í brennidepli á RIFF
Ljósmynd/Rolf Konow
Tækifæri Stilla úr nýjustu kvikmynd Susanne Bier, En chance til.