Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 26
Matur og drykkir Súpur í íslensku máli *Talað er um að láta einhvern borga alla súpuna(einhver þarf að greiða allan reikninginn) og eins er tal-að um að einhver sitji í súpunni (vera í klípu/klemmu,sitja uppi með eitthvað slæmt). Þá er talað um að ein-hver súpi seyðið af einhverju (fái að kenna á illumafleiðingum einhvers). BLÖÐIN FALLA AF SKÓGARGREIN Matgæðingar mæla með haustsúpum MEÐ HAUSTINU KEMUR KULDINN, DIMMAN, VINDURINN OG VÆTAN. SKRÚFAÐ ER UPP Í OFNUM OG LOPAHÚFAN DREGIN FRAM. FYRR EN VARIR ÞARF AÐ KVEIKJA LJÓS Á HEIMILINU TIL ÞESS AÐ SJÁ HANDA SINNA SKIL. EN HAUSTIÐ ER EINNIG TÍMI TIL ÞESS AÐ NJÓTA LITADÝRÐAR NÝRRAR ÁRSTÍÐAR, TIL ÞESS AÐ KVEIKJA Á KERTUM OG ORNA SÉR VIÐ ELDAVÉLINA MEÐAN MAÐUR MALLAR EITTHVAÐ GOTT Í POTTI. BLAÐAMAÐUR SUNNUDAGSBLAÐSINS FÓR Á STÚFANA OG SPURÐI NOKKRA VEL VALDA EINSTAKLINGA HVAÐ LEYNDIST Í POTTUM ÞEIRRA Á HAUSTIN. Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Ragnar Freyr Ingvarsson kann að vera betur þekktur sem „Læknirinn í eldhúsinu.“ Hann lagði til uppskrift að lambanavarínu með gulrótum, strengjabaunum og nýjum kartöflum. „Lambanavarína er sígíld frönsk lambakássa. Samkvæmt Larousse Gastronomique heitir hún navarína í minningu bardagans við Navarino þar sem franski, breski og rússneski flotinn sigraði þann egypska og tyrkneska hinn 20. október 1827, en orrustan var háð á tímum grísku sjálfstæðis- baráttunnar. Aðrar heimildir segja að hann beri þetta nafn vegna þess að næpa (á frönsku navet) hafi ávallt verið höfð í réttinum. Ég læt næpuna þó alveg eiga sig og færi þessa kássu eða súpu nær heimahögunum. Í frönskum uppskriftum er jafnan kveðið á um að best sé að nota lamb sem slátrað er að vori en að mínu mati er lítið vit í því, sér- staklega fyrir okkur Íslendinga sem höfum nóg af beiti- landi. Uppskriftir með vorlömbum eru oftast frá svæð- um sem búið hafa við ótryggt beitiland. Dýrunum var því slátrað áður en hætta var á að þau syltu í rýrum högum. FYRIR FJÓRA TIL SEX 1 lambaframpartur 3 msk. jómfrúarolía 10 piparkorn 1 glas hvítvín 4 stórir og vel þroskaðir tómatar 1 ½ l vatn 1 kryddvöndull (rósmarín, lárviðarlauf, oreg- anó, steinselja, tímían) 10 strengjabaunir 12 kartöflur 10 litlar gulrætur Byrjið á að úrbeina lambaframpartinn og skera kjöt- ið niður í 3-4 cm bita. Saltið og piprið. Hitið jómfrúar- olíuna í potti og brúnið kjötið stutta stund, rétt til að loka því, bara nokkra bita í senn! Gætið þess að setja ekki of mikið af kjötinu í einu í pottinn, þá sýður það í stað þess að brúnast. Bætið hvítvíninu í pottinn þegar allt kjötið er brúnað og sjóðið upp áfengið. Saltið og piprið. Skerið tómatana í bita og setjið út í. Safnið lár- viðarlaufum, steinselju, tímían, rósmarín og oreganó saman í vöndul og komið fyrir í kássunni. Hellið vatn- inu yfir og hitið að suðu. Þegar hitnar undir pottinum flýtur svolítil froða upp á yfirborðið sem gott er að fleyta ofan af til að soðið verði sem hreinast. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Setjið pottinn með lokinu á í 180 gráðu heitan forhitaðan ofn í eina og hálfa klukku- stund. Takið pottinn úr ofninum og setjið gulræturnar, kartöflur og strengjabaunir út í, saltið og piprið. Setjið pottinn aftur í ofninn í klukkustund. Berið fram með brauðhleif. Lambanavarína Eva Laufey Hermannsdóttir, sem heldur úti matarblogginu Matar- gleði Evu, sendi þessa uppskrift inn. Á köldu haustkvöldi er fátt betra en súpa sem yljar að innan. Bragð- góð og seðjandi súpa stútfull af alls konar góðgæti. Ég veit fátt notalegra en að hafa súpupott á hellunni og leyfa súpunni að malla í rólegheitum. Mamma mín er mikil súpukona og ég hef erft súpuástina frá henni. Hún á heið- urinn að þessari uppskrift sem slegið hefur í gegn í minni fjöl- skyldu. Þetta er súpan sem færir ykkur haustnotalegheitin beint í æð, ég segi það satt. Njótið vel. Uppskrift miðast við fjóra til fimm manns. 600-700 g nautagúllas 2 msk. ólífuolía 3 hvítlauksrif, marin 1 meðalstór laukur, smátt skorinn 2 rauðar paprikur, smátt skornar 2 gulrætur, smátt skornar 1 sellerístöng, smátt skorin 1 msk. fersk söxuð steinselja 5 beikonsneiðar, smátt skornar 1½ l vatn 2-3 nautakraftsteningar 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk. tómatpúrra 1 meðalstór rófa, skorin í litla bita 5-6 kartöflur, skrældar og niðurskornar Salt og pipar, magn eftir smekk 1 tsk. kummin 1 tsk. paprikuduft 1. Hitið olíu við vægan hita í potti, mýkið hvítlauk og lauk í smá stund. 2. Bætið nautakjötinu, paprikum, gulrótum, sellerí, steinselju og beikoni saman við og brúnið í 5-7 mínútur. Bætið vatninu og ten- ingum saman við, hrærið vel í. 3. Setjið tómatana, tómatpúrru, rófu og kartöflur ofan í súpuna. Kryddið til með salti, pipar, paprikukryddi og kúmen. 4. Leyfið súpunni að malla í 40-60 mínútur við vægan hita. 5. Berið súpuna fram með brauði og ef til vill smá sýrðum rjóma. Það er mjög mikilvægt að smakka sig til og frá með súpur, það getur verið að þið viljið meira krydd og jafnvel að þið viljið hafa meira grænmeti. Prófið ykkur áfram, það er líka það skemmti- lega við súpur. Það er endalaust hægt að prófa sig áfram, útkoman verður oftast ansi góð. Gúllasdraumurinn hennar mömmu Berglind Guðmundsdóttir á Gul- urRauðurGrænn&Salt sendi eina af sínum uppáhaldssúpum. „Þetta er ein af mínum uppá- haldssúpum og sú fyrsta sem ég geri þegar haustlægðirnar láta sjá sig. Hér er á ferðinni súpa sem sameinar Ísland og Ítalíu í einum munnbita. Súpan hæfir öllum ald- urshópum og hefur aldrei valdið vonbrigðum. Hún er einföld í gerð og hana er tilvalið að gera þegar margir koma saman og bjóða með henni nýbakað brauð. Sannkölluð veisla fyrir bragðlauk- ana. ÍTÖLSK KJÖTSÚPA EINS OG HÚN GERIST BEST Fyrir 4 Eldunartími 30 mínútur 500 g nautakjöt 2 rauðlaukar 2 stórar gulrætur ½ rauð paprika 5 hvítlauksrif, pressuð 1 dós (400 g) saxaðir tóm- atar 140 g tómatpurré 4 tsk. rautt pestó 800 ml vatn 4 tsk. oregano 2 tsk. basilkrydd 2 teningar grænmetiskraftur Pipar Skerið nautakjötið niður og kryddið með pipar. Látið 1 msk. af olíu í pott og léttsteikið kjöt- ið. Takið til hliðar. Skerið allt grænmetið niður og steikið í pottinum þar til það er orðið mjúkt. Setjið allt hráefnið í pottinn og látið malla í um 20 mínútur. Ítölsk kjötsúpa 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.