Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 33
16.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 *Mesti óvinur þekkingarinnar er ekkifáfræði, heldur þekking byggð áblekkingu. Stephen Hawking Vísindamenn við Georgia Tech- háskólann í Bandaríkjunum hafa hannað nýtt kerfi til að tölvuteikna manneskjur að klæða sig í föt. Með nýja kerfinu munu tölvuleikja- og teiknimyndapersónur loksins geta klætt sig í buxur og jakka í sínum þrívíddar- og tölvuteiknaða heimi. Ástæður þess að persónurnar hafa til þessa látið það ógert að klæða sig fyrir framan áhorfendur eru ekki síður tæknilegar en list- rænar, segir í frétt á tæknivefnum Ars Technica. Mörgum þykir ef- laust ekki draga til mikilla tíðinda með þessu nýja kerfi, enda telst það til fremur hversdagslegra verkefna að klæða sig, en um afar flókið verkefni er að ræða fyrir tölvuteiknara. „Það næsta sem kemst því að persóna klæði sig í föt í teiknimynd er The Incredibles-fjölskyldan að fara í skikkjur,“ segir vís- indamaður sem kom að verkefninu. „Og það er mjög einfalt dæmi, því að ekki er mikil snerting á milli persónunnar og flíkurinnar.“ Vandamálið hefur einkum falist í snertingunni milli tveggja hluta sem lúta mjög ólíkum lögmálum; nefnilega manneskju og textílefnis. Textíll, hár og vatn eru dæmi um hluti sem lúta lögmálum eðlisfræð- innar við tölvuteikningu, eða öllu heldur tölvugerðum eftirlíkingum af lögmálum eðlisfræðinnar, en hreyfingar persóna eru alfarið eftir höfði teiknarans. Áskorunin hefur falist í að láta þessa tvo þætti mætast með sem eðlilegustum hætti. „Í myndaðu þér að þú sért að fara í skyrtu,“ er haft eftir öðrum vísindamanni við Georgia Tech, „þú reynir ekki að forðast snertingu eða árekstur við skyrtuna, heldur reynir að skilja áreksturinn, nota upplýsingarnar sem fást við áreksturinn og hreyfa hendina eftir réttri braut.“ NÝ TÆKNI VIÐ TÖLVUTEIKNINGU Flíkur og mannfólk lúta ólíkum lög- málum í tölvuheiminum. Persónur geta klætt sig í buxur „Stærsta ryksuga heims“ er í bígerð hjá vísindamönnum í Hollandi. Um eins konar turn er að ræða sem mun sía loft í menguðum stórborgum. Óhreinindin verða síðan notuð við framleiðslu skartgripa. Úr mengunarmekki í skartgrip Tæknirisinn Samsung hóf nýverið sölu tveggja nýrra snjall- síma. Heita símarnir Galaxy S6 Edge+ og Galaxy Note 5. Báðir keyra þeir á Android- stýrikerfi og eru með 5,7 tomma (14,5 cm) skjá. Plúsinn í nafni Galaxy S6 Edge+ símans er meðal annars til kominn vegna þess að skjárinn er 0,6 tommun stærri en á fyrri gerðinni. Einnig er síminn með einu gígabæti meira vinnsluminni en forveri sinn. Rétt eins og fyrri útgáfur á Note-símanum kemur Galaxy Note 5 með sérstökum snert- iskjápenna. Hinsvegar hampar nýja útgáfan málmlæddum brúnum og aftan á símanum er nú glerflötur. Þá eru ótaldar nokkrar nýj- ungar sem nýju símarnir luma á. Til að mynda er sérstakur takki í myndavélaappinu þeirra sem kveikir á „beinni útsendingu“, en þannig má hlaða háskerpumyndböndum beint á vefinn Youtube og bjóða völdum notendum að sjá. Nýju símarnir styðjast líka við hágæða hljóð- skjalasnið (e. ultra high quality audio format), en þannig má hlýða á tónlist og aðrar upptökur í meiri hljómgæðum en á hinu alþekkta MP3- sniði. Forskot á Apple Það sætir tíðindum að Samsung skuli hefja sölu á nýju símunum svo snemma árs, en ágúst telst óvenjulegur tími til að kynna til leiks nýjan snjallsíma. Samsung nær með þessu hér um bil mánaðar forskoti á einn helsta samkeppnisaðila sinn, Apple, en von er á uppfærðum snjall- síma frá þeim í september. Hinsvegar er forskotið ekki eins mikið á kínverska fyrirtækið Xiaomi, en það kynnti alls óforvarandis til leiks svar sitt við stóru snjallsímum Samsung, símann Redmi Note 2, á dögunum. Þá hafa sumir sérfræðingar klórað sér í höfðinu yfir ákvörðun Samsung að hefja ekki sölu á ga- laxy Note 5 símanum í Evrópu, en suðurkór- eski síma- risinn segir það vera af markaðs- ástæðum. Hagnaður Samsung hef- ur dregist saman fimm ársfjórðunga í röð, segir á vef BBC, og því ef til vill tími til kominn að reyna nýja stefnu. Þó ber að taka fram að fyrirtækið er enn stærsti framleiðandi snjallsíma í heim- inum þrátt fyrir samdrátt. TILKYNNA SÍMANA FYRR EN ÁÐUR Samsung Galaxy S6 Edge+ Samsung með tvo nýja síma Samsung Galaxy Note 5 Ferskt grænmeti sem ræktað er í geimnum er nú komið á matseðil geimfara hjá geimvísindastofn- uninni NASA. 10. ágúst síðastlið- inn var fyrsti dagurinn í sögu mannkyns sem landbúnaðarafurð ræktuð í þyngdarleysi geimsins var borðuð í geimnum. „Að rækta mat verður bráð- nauðsynlegt í löngum geimferðum framtíðarinnar,“ er haft eftir vís- indamanni hjá NASA á vef Guardi- an-fréttaveitunnar. „Þetta er mik- ilvæg tilraun, ekki einungis fyrir lífið um borð í geimstöðinni en líka fyrir geimferðir til Mars í framtíðinni,“ segir hann. „Því fjær sem menn fara frá jörðu og því lengur sem þeir dvelja í geimnum, þeim mun meiri verður þörfin á því að rækta plöntur til matar, til endurvinnslu loftbirgða og vegna jákvæðra sál- fræðilegra áhrifa þeirra,“ segir annar sérfræðingur í fréttatilkynn- ingu. Þrír geimfarar nutu fyrsta geim- ræktaða matarins samtímis og þótti þeim smakkast vel, en um rauðleit salatblöð var að ræða. EINN LÍTILL BITI FYRIR MANNESKJU; EIN RISAVAXIN MÁLTÍÐ FYRIR MANNKYNIÐ Rækta og borða kál í geimnum NASA ræktar kál í geimnum, sem mun eflaust koma sér vel á Mars. Salatátið er nýjasti áfanginn í til- raun sem nefnist Veg-01 hjá NASA, en markmið hennar er meðal annars að kanna möguleika til grænmetisræktunar í geimnum. Umrætt kál er ekki það fyrsta sem ræktað er í geimnum, en fyrri uppskerur hafa verið sendar til jarðar til greiningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.