Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 29
16.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 DÚKA WWW.DUKA.IS KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Alls konar gjafir fyrir verðandi brúðhjón Kláraðu listann Brúðhjón sem gera óskalista fá gjafabréf frá okkur og 10% afslátt af öllum vörum fyrstu 6 mánuði hjónabandsins Tinna Björg Friðþórsdóttir, sem heldur úti matarbloggi á tinnabjorg.com, stakk upp á kjötsúpu. „Nú þegar sumarfríinu lýkur tekur við spenningur fyrir smalamennsku í sveitinni sem slær botninn í sum- arið. Þegar kólnar í veðri langar mig alltaf í einhverja matarmikla og ilmandi súpu og eftir margra klukku- stunda smalamennsku er kærkomið að ylja sér með ís- lenskri kjötsúpu. Kjötsúpa móður minnar þykir mér vera sú allra besta og ekki skemmir fyrir hversu einföld hún er í gerð. Það jafnast ekkert á við það að stíga af hestbaki þegar niður af fjalli er komið, skríða inn úr kuldanum í kot til mömmu og gæða sér á ekta íslenskri kjötsúpu.“ FYRIR 8-10 MANNS 3 kg súpukjötvatn 120 g þurrkaðar súpujurtir ½ bolli hrísgrjón salt 8 stórar gulrætur Afþíðið súpukjöt og setjið í stóran pott. Hellið vatni í pottinn þannig að fljóti vel yfir kjötið. Hitið súpukjöt og vatn að suðu og fleytið síðan fitunni ofan af. Bætið þurrkuðum súpujurtum og hrísgrjónum í pottinn og saltið eftir smekk. Sjóðið kjötsúpuna í 1 klst. og 20 mínútur. Saxið gulrætur, bætið þeim út í súpuna og sjóðið áfram í 40 mínútur. Gott er að saxa hvítkál smátt og setja í súpuna með gulrótunum ásamt hinum ýmsu fersku kryddjurtum sem við höndina eru hverju sinni. Athugið að hrísgrjónin séu hvorki hraðsuðugrjón né grautargrjón. Best finnst mér að nota hrísgrjónin frá Uncle Ben’s því þau eru lengi að sjóða og maukast ekki. Mér þykir afar gott að hafa mikið af hrísgrjónum í kjötsúpunni og gott er að bæta örlítið meira við til að gera hana matarmeiri. Með súpunni borðum við soðnar kartöflur, bitum þær niður í skál og hellum súpunni yfir. Svo eru eflaust margir af gamla skólanum sem vilja soðnar rófur og mjólkurglas með sinni súpu. Kjötsúpa móður minnar Súpukúnstnerinn Sigurveig Kára- dóttir í Matarkistunni mælti með salthnetusúpu með norður-afrísku ívafi. INNIHALD 2-3 msk. ólífuolía 200 g laukur 2 hvítlauksrif fersk engiferrót – þumlungs- stór biti ½-1 rauður sílepipar 300 g sætar kartöflur 500-600 ml kalkúnasoð/ kjúklingasoð 400 g/1 dós tómatar 300 g hnetusmjör – gróft eða fínt ½-1 tsk. cayenne-pipar 1 tsk. kóríander Hvítur pipar Sjávarsalt 200-300 g eldaður kalkúnn/ kjúklingur Skerið laukinn í þunnar sneiðar og setjið í pott ásamt ólífuolíunni. Látið malla í 4-5 mínútur áður en hvítlauk, engiferrót og sílepipar er bætt saman við, allt skal þetta sax- að smátt. Látið malla í 2-3 mín- útur áður en krafturinn er settur út í ásamt tómötum, hnetusmjöri og cayenne-pipar. Brytjið kartöflurnar fremur smátt og bætið þeim út í ásamt möluðum kóríander. Saltið og piprið. Þegar sætu kartöflurnar eru fullsoðnar er kjötið skorið niður í bita og sett saman við, súpan smökkuð til og krydduð meira eftir smekk. Salthnetusúpa Unnur Guðrún Pálsdóttir á Happi sendi þessa uppskrift sem á rætur sínar að rekja til Filippseyja. „Við maðurinn minn vorum á ferðalagi. Við höfðum leigt okkur bíl í Maníla og hugðum á stutt ferðalag suður af borginni. Það vildi ekki betur til en svo að bíllinn okkar bilaði eftir stutt ferðalag. Til bjargar kom fimm manna fjölskylda sem keyrði fram á okkur á litlu vespunni sinni. Þau buðu okkur heim til sín á meðan verið var að sækja bílinn og eldaði næstyngsta barnið þessa ljúffengu súpu handa okkur á meðan við biðum.“ UPPSKRIFT FYRIR 4-6 · 100 g soba-núðlur · 1 msk. ólífuolía · 1 laukur, saxaður · 1 msk. engifer, fínsaxað · 1 rauður sílepipar, skorinn í örmjóar sneiðar · 1 sítrónugrasstöngull, marinn · 4 stk. kaffírlímónulauf · 1 gulrót, skorin í litla teninga · 150 g sveppir, skornir í sneiðar · 1 l grænmetissoð eða sama magn af vatni með grænmetiskrafti · 2 msk. tamari-sósa · 400 g kjúklingabringur, skornar í litla teninga · 2½ dl edamamebaunir · 1 handfylli ferskt kóríander, saxað · 4 handfyllir spínat AÐFERÐ: 1. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Kælið með köldu vatni. Geymið. 2. Hitið olíu í potti og mýkið lauk- inn. 3. Setjið engifer, sílepipar, sítrónug- ras, kaffírlímónu, gulrót og sveppi saman við og steikið í stutta stund. 4. Bætið grænmetissoði og tam- arísósu út í. Látið suðuna koma upp og setjið kjúkling út í. Látið suðuna koma aftur upp og bætið baunum út í. Látið malla á lágum hita þar til kjúklingurinn er soðinn, u.þ.b. 10 mínútur. 5. Setjið kóríander út í. Smakkið til með tamari-sósu ef þurfa þykir. 6. Skiptið núðlum og spínati niður í fjórar skálar og hellið súpunni yf- ir. Tær núðlusúpa með engifer og kjúklingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.