Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 43
Ungmennafélaginu Ármanni á Kirkjubæj- arklaustri og lætur sig dreyma um að leika með Barcelona í framtíðinni. Eignaðist meira að segja búning Evrópumeistaranna meðan hann dvaldist í Herning. Spurður um uppáhaldsleikmennina er Lár- us fljótur að nefna Messi og Neymar og móðir hans bætir „bitvargnum“ við. „Suárez,“ flýtir ungi maðurinn sér að segja til áréttingar. Lárus sýnir stoltur herbergið sitt en þar getur að líta myndir af öllum þessum hetjum og svo auðvitað íslenska landsliðið í fullum herklæðum. Komið með annan fótinn á EM í Frakklandi! Spurð hvort þau Guðbrandur fylgist líka með knattspyrnu hristir Kristín höfuðið. „Ekki fyrr en Lárus fékk þennan mikla áhuga. Það er lítið pláss fyrir annað en hesta í okkar lífi.“ Fólksfækkun áhyggjuefni Sitthverju þarf þó að sinna og Kristín kveðst hafa verið „neydd“ í sóknarnefnd. Það kem- ur ekki til af góðu, íbúum fækkar stöðugt í Meðallandi. Nú síðast var næsti nágranni þeirra, Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum, að flytja á hjúkrunarheimili. „Fólksfækkunin hér er áhyggjuefni, þegar eldri bændur bregða búi er enginn til að taka við og jafnvel dæmi um að jarðir séu ekki einu sinni auglýstar. Við erum utan al- faraleiðar og finnum fyrir því.“ Spurð hvort þau hjónin hugsi sér jafnvel til hreyfings svarar Kristín glottandi: „Tja, Brandur væri löngu farinn ef hann réði.“ Hún viðurkennir að staðsetningin hái sér í hestamennskunni, hún myndi án efa keppa meira ef hún byggi nær mótunum. „En á móti kemur að aðstaðan hér er rosalega góð – og svo er þetta auðvitað mín sveit.“ Eitt af því sem Kristín saknar er að fara á fjall á haustin. Það hefur hún ekki gert vegna anna frá því Svanhildur fæddist. „Mig dreymir um að fara aftur á fjall og gleðst alltaf þegar það er rigning. Þá er ég ekki að missa af eins miklu.“ Hún brosir. Auglýsir eftir hesti Með sigrinum í Herning vann Kristín sér rétt til þátttöku á næstu heimsleikum sem fram fara í Hollandi eftir tvö ár. Eina vanda- málið er að nú er hún hestlaus. „Enginn af okkar hestum verður tilbúinn á svona stórt mót eftir tvö ár, þannig að ég auglýsi hér með eftir hesti sem fólk vill fara með á HM! Það yrði ótrúlega gaman að fara aftur, ég lærði margt að þessu sinni.“ Viðbrögð þurfa að vera skjót enda má Kristín engan tíma missa. Æfingar fyrir næsta HM verða að byrja strax. „Ekki fer ég að fara út með einhverja bikkju.“ Hún hlær. Hjónin Guðbrandur og Kristín með Þrótt frá Fornusöndum á milli sín. * Fyrir tveimur ár-um fórum við ífrí til Kanarí og ætli það sé ekki það lengsta sem ég hef verið án hesta á ævinni. Lárus horfir aðdáunaraugum á móður sína og farandbikarinn og verðlaunapeninginn sem hún fékk fyrir sigurinn í töltinu í Herning. 16.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.