Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 28

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 28
2 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 legu lífi á þann máta sem hann vill. Sjálfræði er í raun undirstaðan fyrir þátttöku og lykilatriði í skjólstæðings­ miðaðri endurhæfingu (Cardol og fleiri 2002). Markmiðið með skjólstæðingsmið­ aðri nálgun er að efla iðju einstaklings­ ins, virkja hann í ákvörðunartöku og viðurkenna reynslu hans og þekkingu. Þetta byggir á því að hlusta eftir áhuga, gildum, vali skjólstæðingsins og hjálpa honum að sjá hvaða möguleika hann hefur hverju sinni. Einnig að efla þátt­ töku hans við daglega iðju, útbúa leið­ beiningar og skipulag sem aðstoða hann við setja sér markmið og gera áætlanir um hvernig hann muni ná þeim (Law og Mills, 1998). Einstaklingar með fötlun af einhverju tagi hafa oft þurft að berjast fyrir þátttöku og sjálfræði í gegnum tíðina og það eru ýmis samtök í fararbroddi hvað varðar baráttumál fatlaðra. Í Bandaríkjunum eru meðal annars sam­ tök sem eru ætluð öllum þeim sem búa við fötlun (Community Resources for Independence, 2006). Telja meðlimir samtakanna að allir eigi rétt á að geta lifað lífinu með virð­ ingu. Með því að taka burt samfélags­ legar hindranir og fordóma, fræða almenning um ávinninginn af því að fatlaðir taki þátt í samfélaginu er kom­ ist nær takmarkinu að hjálpa ein­ staklingum með fatlanir að lifa virku lífi. Helstu baráttumál samtakanna eru í tengslum við sjálfsákvörðunarrétt, sem er að hafa rétt og tækifæri að geta gert það sem einstaklinginn langar til, gera mistök og læra af þeim á sama hátt og einstaklingar sem eru ófatlaðir. Samtökin standa fyrir því að efla fatl­ aða einstaklinga til þess að taka fullan þátt í samfélaginu (Community Resour­ ces for Independence, 2006). Einstaklingar með fötlun hafa einnig barist fyrir því að þeir sem eru alvarlega hreyfihamlaðir fái að búa út í sam­ félaginu ef þeir kjósi það fremur en að vera inn á stofnun. Þeir telja að það sé hægt með því að skapa viðkomandi þá aðstoð sem hann þarf við að hugsa um sjálfan sig, halda heimili, að hafa starf, að fara í skóla og að taka þátt í því lífi sem samfélagið hefur upp á að bjóða (Disability Rights and Independent Living Movement, 2006). Áhrif fötlunar eða sjúkdóma á þátttöku og sjálfræði Fötlun getur haft djúp áhrif á líf einstaklinga til dæmis framtíðar­ draumar um að finna sér maka, eignast börn og skapa sér frama í atvinnulífinu getur verið flókið og erfiðara en hjá ófötluðum. Fatlaður einstaklingur gæti þurft að sætta sig við að finna sér önnur áhugamál en hann hefði kannski viljað og gera ýmsar aðrar breytingar í lífi sínu (Trombly, 2002). Flestir sem greinast með sjúkdóm eða búa við fötlun finna fyrir takmörkunum í tengslum við þátttöku og sjálfræði í daglegu lífi (Cardol og fleiri, 1999). Umhverfið skiptir hér miklu máli. Það getur haft letjandi áhrif á þátttöku einstaklings ef fjárhagur er slæmur, húsnæði óhentugt og ef skortur er á upplýsingum um rétt viðkomandi til þjónustu. Einnig ef líkamleg aðstoð sem einstaklingurinn þarf er ábótavant og hann e.t.v. ekki hafður í ráðum þegar endurhæfingarmeðferð hans er skipulögð. Rannsóknir á þátttöku hjá full­ orðnum og öldruðum einstaklingum gefa til kynna að vandamál við athafnir daglegs lífs, erfiðleikar með að komast um og þunglyndi tengist takmörkunum á þátttöku. Hvaða áhrif fötlun eða sjúkdómar hafa á þátttöku er þó ekki nógu skýrt. Niðurstöður rannsókna á þátttöku hafa sýnt að umhverfið og fjölskylduþættir eru afar mikilvægir (Law, 2002). Til þess að skilja áhrif þátttöku og sjálfræðis á líf einstaklinga með fötlun eða langvinnan sjúkdóm er mikilvægt að greina í sundur sjálfræði sem tengist ákvörðunum og þess sem tengist framkvæmd athafna. Sjálfræði sem tengist framkvæmd athafna er skilgreint sem möguleikinn á frelsi til athafna og byggir á því að geta tekið ákvarðanir. Sjálfræði til ákvarðana getur átt við hversdagslega hluti eins og að geta klætt sig þegar viðkomandi vill. Líkam­ leg fötlun getur dregið úr mögu­ leikanum á að framkvæma athafnir þó hún hafi ekki áhrif á hvort einstakl­ ingurinn getur tekið ákvörðun (Cardol, De Jong og Ward, 2002). Einstaklingurinn þarf að hafa ákveðna líkamlega færni til þess að öðl­ ast Þess konar sjálfræði sem gerir hon­ um kleift að framkvæma þær athafnir sem hann hefur ákveðið að gera. Þá færni er erfitt fyrir einstaklinga með langvinna sjúkdóma eða fatlanir að öðlast jafnvel þó þeir séu með afburða góða þjónustu frá samfélaginu eins og t.d. hjálpartæki. Fólk sem býr við fötlun þarf oft að leggja traust sitt á ferðamáta eins og ferlibíla sem eru þjónustubílar fyrir fatlaða. Það þarf að panta þessa bíla með góðum fyrirvara og því ekki hægt að fara út þegar við­ komandi vill. Þetta takmarkar val til þátttöku í daglegu lífi samanborið við þá sem eru ófatlaðir. Líkamlegar tak­ markanir einstaklinga geta dregið úr kröfum þeirra til þátttöku í athöfnum daglegs lífs eru minnkaðar sem gerir það að verkum að grafið er undan sjál­ fræði sem tengist ákvörðunum (Cardol og fleiri, 2002). Annar þáttur í sjálfræði sem tengist ákvörðunum er sálfélagslegur, þ.e. að einstaklingurinn geti valið frjálst hvað hann vill gera að það séu nægilega margir kostir í boði en ekki bara val á milli tveggja atriða sem viðkomandi er ekki sáttur við. Þetta er afar mikilvægur þáttur í sjálfræði og getur verið í hættu ef sá fatlaði á maka sem vill stjórna honum. Það er einnig mjög mikilvægt að einstaklingurinn þekki sjálfan sig vel, hafi frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og geti mótað líf sitt með eigin hætti. Hann þarf að hafa sálfélags­ legt sjálfræði sem tengist því að geta tekið ákvarðanir, frekar en það sem tengist framkvæmd athafna svo hann geti náð tökum á lífi sínu og geti valið á milli þeirra möguleika sem lífið býður upp á. Einnig ákveða sjálfur hvaða áhættur hann er tilbúinn til að taka (Cardol og fleiri, 2002). Matstækið Matsækið Áhrif á Þátttöku og Sjál­ fræði (ÁÞS) er spurningalisti sem var þróaður þar sem þörf var á matstæki sem metur þátttöku og sjálfræði frá sjónarhorni einstaklinga. Matstækið er upphaflega þróað í Hollandi. Höfundar þess eru Mieke Cardol, de Jong, van de Bos og de Haan. Áhrif á Þátttöku og Sjálfræði var fyrst gefið út á hollensku ásamt handbók árið 2001 af endur­ hæfingardeild, Háskólasjúkrahússins í Amsterdam (AMC). Matstækið hefur verið í stöðugri þróun og var endur­ útgefið árið 2004. Það hefur verið þýtt og staðfært af frummálinu yfir á ensku, þýsku og sænsku (Kersten, einkasam­ skipti 4. apríl 2006). Tilraunaútgáfa hefur verið gerð af matstækinu og þar hefur ÁÞS verið þýtt lauslega úr ensku yfir á íslensku. Ákveðið var að nota

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.