Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 20

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 20
20 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 Þróun í tækni fleygir fram og hefur áhrif á samfélagið. Eldri borgarar og einstaklingar með fötlun nýta sér tæknina til aukinnar virkni og til hags­ bóta fyrir samfélagið. Iðjuþjálfar er lykilhópur þegar kemur að aðstoð við eldri borgara og einstaklinga með fötl­ un við að tileinka sér hjálpartæki og tæknibúnað. Tækniframfarir Tækninni fleygir fram og íslendingar eru duglegir að tileinka sér hana. Þar má nefna til dæmis að bíla­ og tölvu­ notkun hér er með því mesta í heim­ inum á hvern íbúa. Íslendingar eru í öðru sæti í heiminum á eftir Dönum í fjölda símalína á hvern íbúa, netteng­ ingum, tölvu­ og farsímanotkun, en Bandaríkjamenn eru í þriðja sæti. Að sama skapi er lífsgæði Íslendinga í öðru sæti í heiminum á eftir Norðmönnum. (The Economist, 2007) Þróun tækninnar hefur ekki síður verið til hagsbóta fyrir fatlaða og aldr­ aða á öllum sviðum. Tæknin auðveldar einstaklingum með fötlun að annast sín mál yfir netið og eykur atvinnu­ möguleika þeirra. Tölvu­ og nettæknin er bylting, auðveldar samskipti og gef­ ur fötluðum aukin tækifæri til að vera virkir í samfélaginu. Nefna má ýmsa aðra sértækari tækni sem er til hagsbóta fyrir samfélagið og gerir fólki með fötlun kleift að búa heima og eykur lífsgæði þeirra. Þetta eru hjálpartæki eins og hjólastólar, gönguhjálpartæki, lyftarar, gervilimir, spelkur, bleiur, þvagleggir, stómavörur, súrefnisbúnaður, öndunarvélar, öryggis­ kallkerfi, lyfjadælur, sérútbúnaður í bifreiðar og mörg fleiri tæki. Þessi tæki hafa þróast mikið á síðastliðnum árum og stuðlar það að aukinni virkni not­ enda í samfélaginu og meiri lífsgæð­ um. Margir koma að þróun hjálpartækja, svo sem framleiðendur, notendur, stjórnvöld, sérfræðingar og fræðimenn. Framleiðendur hjálpartækja eru stöð­ ugt að þróa hjálpartæki, í flestum tilvik­ um með aðkomu notenda ásamt heil­ brigðisstarfsfólki. Mikil eftirspurn Stefna stjórnvalda á vesturlöndum er að fólk geti búið heima sem lengst, bæði aldraðir og fatlaðir. Í heilbrigðis­ áætlun heilbrigðis­ og tryggingamála­ ráðuneytisins til ársins 2010 frá árinu 2001 er áhersla lögð á að eldra fólk sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið sem lengst heima. Eitt markmiða í stefnu um málefni fatlaðra er að skapa þeim skil­ yrði til þess að lifa eðlilegu lífi (lög um málefni fatlaðra, nr. 52/1992). Þessar áherslur í heilbrigðis­ og félagsþjónustu ásamt styttri legutíma á sjúkrahúsum, meiri heimaþjónustu og tækniframfarir hafa haft áhrif á þróun hjálpartækja hér á landi. Eftirspurn eftir hjálpartækjum til að gera fólki kleift að vera heima við þessar aðstæður er mikil. Samkvæmt áætluninni kemur jafnframt fram að hlutfall íbúa 65 ára og eldri mun fjölga úr 11,6% árið 2000 í 18,8% árið 2030 (Heilbrigðisáætlun til ársins 2010, 2001, tafla 2.2 bls. 25). Þróunin hér á landi í hjálpartækjamálum hefur verið mjög mikil. Umsóknum um hjálpar­ tæki til Tryggingastofnunar hefur fjölg­ að um rúmlega 120% á síðustu tíu árum (1996­2005), úr 13.571 um­ sóknum á ári í 29.974 umsóknir á ári. Á sama tíma hefur fjöldi samþykktra hjálpartækja aukist gífurlega, sem dæmi má nefna að fjöldi handdrifinna hjólastóla hefur aukist um 165% úr 364 hjólastólum á ári í 966 hjólastóla á ári og göngugrindum fjölgað um 119% úr 570 göngugrindum á ári í 1249 göngugrindur á ári. Með útboðsstefnu um hjálpartæki hjá Tryggingastofnun (frá 1994) hefur stofnuninni tekist að efla hjálpartækjamarkaðinn hér heima með tilheyrandi samkeppni og auknu úrvali. Tæknin beisluð til hagsbóta fyrir samfélagið ■ Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi, MBA, forstöðumaður hjálpartækjamiðstöðvar TR LykiLorð: Tækni, hjálpartæki, þróun, samfélag, iðjuþjálfar ■ Hjálpartæki stuðla að aukinni virkni notenda í samfélaginu og meiri lífsgæðum iðjuþjálfar lykilhópur að aðstoða notendur við að tileinka sér hjálpartæki og tæknibúnað ■ ■

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.