Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Síða 29

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Síða 29
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 29 enska þýðingu ÁÞS við íslenska þýð­ ingu spurningalistans vegna þess að þýðandi hefur hollensku ekki að öðru tungumáli. Það er hægt að skoða til­ raunaútgáfu ÁÞS í lokaverkefni greinar­ höfundar Þátttaka og sjálfræði einstakl­ inga með mænuskaða. Matstækið ÁÞS er hægt að nota sem hluta af matsferli við endurhæfingu eða í rannsóknum. Áhrif á Þátttöku og Sjálfræði er spurn­ ingalisti fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem eiga við langvinn veikindi eða fötlun að stríða. Matstækið tekur u.þ.b. 15 mínútur í fyrirlögn og ein­ staklingurinn fyllir spurningalistann sjálfur út. Ekki eru gerðar kröfur um að fagaðili sé viðstaddur til þess að út­ skýra ferli matsins. Handbók ÁÞS lýsir þeim kvörðum sem það inniheldur og hvernig á að leggja það fyrir (Kersten, einkasamskipti 4 apríl, 2006). Áhrif á Þátttöku og sjálfræði byggir á hugmyndafræði Flokkunarkerfi Al­ þjóða Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem er nefnt International Classification of Functioning Disability and Health eða ICF og læknisfræðilegri siðfræði. (Hemmingsson og Jonsson, 2005). Ákveðið var að nota læknisfræðilega siðfræði til að bæta sjónarmiði persónu­ legs sjálfræðis við þátttöku. Læknis­ fræðileg siðfræði eru staðreyndir sem voru þróaðar af læknum og ætlaðar til að tryggja að læknar bæru ávallt hag sjúklinga sinna fyrir brjósti (Cardol, einkasamskipti 30. mars 2006). Mats­ tækið ÁÞS var hannað til þess að meta áhrif fötlunar eða sjúkdóms á þátttöku og sjálfræði. Það er byggt þannig upp að einstaklingurinn er beðinn um að svara 32 staðhæfingum sem tengjast þátttöku og sjálfræði einstaklingsins í daglegu lífi og raðast spurningarnar niður á fimm svið innan þátttöku og sjálfræðis. Þessi fimm svið eru: Sjálfræði innandyra, fjölskylduhlutverk, sjálfræði utan dyra, félagsleg samskipti og að lokum starf/menntun. Þessum 32 spurningum er svarað á fimm þrepa raðkvarða. Einnig á einstaklingurinn að segja til um hvort hann upplifi takmörkun á þátttöku sem vandamál, en það er gert með því að svara níu spurningum á þriggja þrepa raðkvarða. Að síðustu eru þrjár loka spurningar þar sem skjólstæðingurinn hefur mögu­ leika á að lýsa því hvernig hann upplifir hve mikla möguleika hann hafi til þess að lifa lífinu eins og hann vill. Hver eru megin vandamálin og hvort það sé eitthvað annað sem hann vill koma á framfæri (Kersten, einkasamskipti 4. apríl 2006). Matstækið getur verið mjög góð matsaðferð til að kanna áhrif fötlunar eða sjúkdóma á þátttöku og sjálfræði. Það er einstakt fyrir það að meta þátt­ töku og sjálfræði frá sjónarhorni skjól­ stæðinganna. Áhrif á Þátttöku og Sjál­ fræði hefur verið þýtt lauslega úr ensku yfir á íslensku af höfundi þessarar grein­ ar en þýðingu er ekki lokið. Ef áhugi er fyrir því að vita meira um matstækið Áhrif á Þátttöku og Sjálfræði þá er hægt að hafa samband við Sig­ rúnu Garðarsdóttur lektor við Háskól­ ann á Akureyri og starfandi yfiriðjuþjálfa á endurhæfingardeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Heimildaskrá Cardol, M., Brandsma, J.W, de Groot, I. J.M, van den Bos, G.A.M, de Haan, R.J, de Jong, B.A. (1999). Handicap questionnaires: What do they assess? [Vefútgáfa]. Disability and Rehabilita­ tion, 21, 97­105. Cardol, M., Belen, A., de Jong, B.A., van den Bos, G.A.M., De Groot, I.J.M., De Haan, R.J. (2002). Beyond disa­ bility: perceived particiation in people with a cronic disabling condition [Vef­ útgáfa]. Clinical Rehabilitation, 16, 27 – 35. Cardol, M. de Jong, B.A. Ward, C.D. (2002). On autonomy and partici­ pation in rehabilitation [Vefútgáfa]. Disability and Rehabilitation, 24, 970­ 974. Cardol, M. (2004).Beyond Disability: Assessing Participation and Autonomy in Medical Rehabilitation [Vefútgáfa]. WFOT Bulletin, 49, 21­23 Cicirelli, V.G. (1989). Measures of family Members’Belives in Respect for Autonomy and Paternalism in Relation to Care of Elderly Parents: The respect for Autonomy Scale and the Paterna­ lism Scale. West Lafayette, Indiana: Retirement search Foundation. Community Resources for Independence (2004). Introduction. Sótt 20. apríl 2006. frá http://www.crinet.org/cri_ services.php Disability Rights and Independent Living Movement (2004). Introduction. Sótt frá http://bancroft.berkeley.edu/collec­ tions/drilm/introduction.html. 21. apríl. 2006 Guðmundur H. Frímannson (1993). Í Erindi Siðfræðinnar. Reykjavík: Hag­ stofa Íslands. Hemmingson, H. Og Jonson, H. (2005). The issue is­ An occupational perspec­ tive on the conscept of participation in the international classification of functioning, disability and health [Vefútgáfa]. American Journal of Occupational Therapy, 59, 569­576. Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir (2001). Viðhorf aldraðra á Stór­Reykjavíkursvæðinu til sjálfræðis og forræðis í tengslum við umönnun aldraðra. Iðjuþjálfinn, 1, (bls. 22­31). Law, M. og Mills, J. (1998). Client – centred occupational therapy. Í M. Law, (ritstj.) Client – centred occupa­ tional therapy (bls. 1­18). Thorofare: SLACK. Law, M. (2002). Participation in the occupations of everyday life [Vefút­ gáfa]. American Journal of Occupa­ tional Therapy, 56, 640­649. Sim, J. (1998). Respect for autonomy: issues in neurological rehabilitation. Clinical Rehabilitation, 12, 3­10. World Health Organization (2002). Towards a common language for Funct­ ioning, Disability and Health. Sótt 23. mars 2006 frá: http://www.design­ for21st.org/documents/who_icf_2002. pdf

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.