Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Qupperneq 12

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Qupperneq 12
12 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 ofbeldi getur aukið áhættuna á þróun langvarandi verkja, þó ástæðan sé ómeðvituð. (Waddel, 2004) Maki og kjarnafjölskyldan hafa stærstu áhrifin á líðan og hegðun bakverkjafólks. Þau eiga þátt í að móta atferli skjólstæðingsins. Talið er að viðbrögð skjólstæðinga við verkjum sínum byggist að miklu leyti á form­ legum og óformlegum ráðfæringum við fjölskylduna. Um 70­90% verkjatil­ fella eru leyst innan fjölskyldunnar án hjálpar frá heilbrigðiskerfinu. Rannsókn var gerð á karlmönnum af fjórum kynþáttum. Niðurstaðan var sú að menning hafði áhrif á trú og viðhorfi þeirra til verkja en bakgrunnur ein­ staklingsins og þrýstingur frá fólki í sömu aðstöðu hafði meiri áhrif á hegð­ un (Waddell, 2004). Menning hefur einnig mótað viðhorf fleiri en skjól­ stæðinganna sjálfra. Á 18. öld var talið að hvítar, ríkar konur þyldu verki verr en litaðar konur og glæpakvendi. Lit­ uðu konurnar voru taldar ónæmar gegn verkjum, sársauka og líkamlegum áföllum. Á þeim tíma hefur líklega hentað vel fyrir marga að hugsa hlutina þannig og var gengið svo langt að finna læknisfræðileg heiti yfir lituðu kon­ urnar, „Dysaesthesia Aethiopsis“ sem gæti útlagst ónæmi líkamans fyrir verkjum. Enn í dag sýna rannsóknir frá Bandaríkjunum að mismunun sé í heilsugæslu litaðra og hvítra. Litaðir eru ólíklegri til þess að fá útveguð verkjalyf jafnvel þó sjúkrasaga þeirra og lýsing á verk sé samhljóma kvörtunum hvítra. Fólk af asísku bergi brotið fær í 24% tilfella minna af verkjalyfjum eftir uppskurði en evrópskir sjúklingar inni á spítölum. Þetta gerist jafnvel þó þessi tvö þjóðarbrot gefi sér nánast sama hlutfall af verkjalyfjum þegar þeir eiga sjálfir að skammta sér lyfin (Pain – International Assosiation for the study of Pain, 2002). Eftir að hafa lesið yfir rannsóknir gerðar á mismunandi þjóðflokkum er erfitt að átta sig á hvort niðurstöðurnar eru tengdar upplifunum skjólstæðing­ anna á verkjum, verkjahegðun þeirra eða mati starfsfólks og meðferð á verkjum skjólstæðinganna. Í nýlegum gögnum er spurt hvort að mikilvægasta breytan í starfi með ólíkum kynþáttum sé mismunandi viðhorf starfsfólks til verkjaeinkenna skjólstæðingsins sem geta verið byggð á goðsögn (myth), skorts á samúð, smán eða kyn­ þáttafordómum. Þannig að meðferð skjólstæðingsins sé háð kynþætti með­ ferðaraðilans. Þetta eru athyglisverðar spurningar (Pain – International Assosi­ ation for the study of Pain, 2002). Gerð var rannsókn þar sem 50 innlagðir skjólstæðingar frá Arabíu­ löndum fengu meðferð hjá hjúkrunar­ fræðingum sem voru arabísku mælandi og ekki arabísku mælandi. Hópurinn skoraði stig á verkjakvarða, annarsvegar skjólstæðingarnir sjálfir og hinsvegar hjúkrunarfræðingarnir. Kom í ljós að hjúkrunarfræðingarnir sem töluðu arabísku gáfu skjólstæðingunum líkari skor og þeir sjálfir höfðu gert heldur en hjúkrunarfræðingarnir sem ekki töluðu arabísku (Pain – International Assosi­ ation for the study of Pain, 2002). Hafa ber í huga að það er ekki eingöngu menning sem skapar viðmót og viðhorf meðferðaraðila. Kenningar og líkön eru líka mótuð af menningu höfunda (Pain – International Assosi­ ation for the study of Pain, 2002). Lengi vel var spurt um kynþátt í spurningarlistum sem notaðir voru erlendis. Í kringum 1985 var hætt að nota spurningar sem spurðu beint um kynþátt, þar sem ekki þótti sýnt að líkamlega hefði kynþáttur áhrif á niðurstöður í rannsóknum (kynþáttur þótti ekki hæfa sem rannsóknarbreyta). Þó er viðurkennt af rannsakendum að munur sé á kynþáttum þegar rannsak­ aðir eru sjúkdómar, dauðsföll og heilsu­ vernd. Undanfarin ár hefur hinsvegar orðið ljósara hvernig ólík menning spilar stórt hlutverk í áhrifum á einkenni verkja (Pain – International Assosiation for the study of Pain, 2001). Spurn­ ingalistar eru hannaðir samkvæmt menningu höfundar og gerðir til að skilja skjólstæðinginn. Ef notuð eru stöðluð matstæki fyrir íslenska menn­ ingu þarf að taka með í útreikningana að skjólstæðingurinn er frá öðrum menningarheimi. Það getur verið að skjólstæðingurinn upplifi listana sem einhverskonar „staðgengil“ fyrir með­ ferð og því sé ekki verið að vinna með verkinn sjálfan þ.e. ekki verið að finna út rót vandans. Þarna spilar einnig inn í fyrri reynsla af meðferðum. Hvort viðkomandi einstaklingur hefur áður verið læknaður af kvillum eins og beinbroti eða verið gert við tannverk. Þá á einstaklingurinn von á skjótri lækningu framkvæmdri strax­ en ekki spurningaflóði sem skjólstæðingnum finnast jafnvel ekkert koma málinu við. Brotist getur út reiði hjá skjólstæð­ ingnum sem jafnvel beinist þá að heilbrigðisstarfsfólkinu fyrir að „lækna“ sig ekki. Mikilvægt er því að útskýra tilgang mælitækja og gagnaöflunar fyrir skjólstæðingnum því þegar mikill menningarmunur er til staðar í með­ ferðinni getur það leitt til þess að skjól­ stæðingur missi trúna á meðferðaraðila og á meðferðinni sjálfri (Paul, 1995; Lewandowski, 2006). Menningarmun­ ur eins og í jafnvægi daglegrar iðju, milli vinnu og tómstunda, skynjun á persónulegu rými, fjármálastjórnun, hlutverk innan fjölskyldna og fleira getur skekkt niðurstöður matstækja (Krefting og Krefting, 1993). Gerð var rannsókn sem sýndi mun á hvernig hvítar konur (Caucasian) ann­ arsvegar og litaðar konur (African American) með gigt (arhritis) fundu sér úrræði. Munur fannst ekki á verkjum þeirra né neikvæðum áhrifum sjúkdómsins á líf þeirra. Samt sem áður voru lituðu konurnar minna virkar. Þær reyndu ráð eins og bænir og vonir en hvítu konurnar reyndu meira að leiða hjá sér verkina. Greinilegur mun­ ur var á virkni einstaklinganna í dag­ legu lífi (Pain – International Assosi­ ation for the study of Pain, 2002). Árið 2004 var gerður áhugaverður samanburður á menningarlegum við­ horfum og trú um verki hjá 10 konum af mismunandi þjóðerni (Saudí Arabíu, Filipseyjum, Suður Afríku, Asíu og á vesturlöndum) þar sem skoðaðir voru tilfinningalegir, líkamlegir og andlegir verkir útfrá persónulegum og menn­ ingarlegum sjónarhornum, farið var í upplifun verkja, ástæður verkja, með­ Mikilvægt er því að útskýra tilgang mælitækja og gagnaöflunar fyrir skjólstæð­ ingnum því þegar mikill menningarmunur er til staðar í meðferðinni getur það leitt til þess að skjól­ stæðingur missi trúna á meðferðaraðila og á meðferðinni sjálfri. ■

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.