Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 15
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 15 að vasast í ýmsu hvað snertir heilsu starfsmanna. Vann í því að útbúa útboð fyrir heilsugæsluna sem verður staðsett í álverinu, jafnframt að útbúa útboð fyrir Velferðaþjónustu starfs­ manna, þetta er þjónusta sem Alcoa bíður upp á fyrir starfsmenn og nán­ ustu fjölskyldumeðlimi þeirra. Þjónusta sem allir starfsmenn geta nýtt og felur meðal annars í sér lögfræðings, sálfræð­ ings­, fjármála­ eða hjúskaparaðstoðar. Jafnframt hef ég unnið mikið að því sem snýr að öryggi starfsmanna s.s. öryggisfatnaði sem hefur verið heilmikil vinna. Allur fatnaður sem notaður verður í álverinu þarf að standast kröf­ ur Alcoa og það hefur gengið erfiðlega að finna rétta fatnaðinn. Hluti af starfi mínu hefur verið að kynna vinnuvist­ fræðina fyrir starfsmönnum sem eru að byrja. Allir starfsmenn sem byrja að vinna hjá Alcoa þurfa að ganga í gegn­ um þriggja vikna grunnnámskeið þar sem farið er yfir ýmiss málefni er snerta álframleiðsluna og öryggi starfsmanna. Þetta er heill dagur sem fer í það að kynna vinnuvistfræðina og allt sem snertir heilsu og öryggi starfsmanna. Hluti af starfi mínu er að mæla hávaða­ og loftmengun sem getur haft áhrif á starfsmenn. Jafnframt mun ég sjá til þess að fylgt sé lögum og reglugerðum þegar vinna þarf í lokuðum rýmum. Þar eru kröfur Alcoa strangar og þarf tilskilin leyfi og þjálfun til að geta unnið inni í lokuðum rýmum. Þessa stundina er verið að undirbúa þjálfun fyrir mig erlendis þar sem ég mun fá þjálfun í notkun mælitækja og hvernig eigi að skrá inn allar upplýsingar sem fara svo inn í mismunandi kerfi hjá Global Alcoa. Ég hef einnig tekið þátt í að hanna vinnuumhvefið og sú vinna er enn í gagni og verður öruggleg í mótun næstu árin en það eru ákveðnir staðlar sem ég þarf að fara eftir. Hverjir eru þínir helstu samstarfs­ menn? Ég er hluti af svo kölluðu Umhverfis­ öryggis­ og heilsuteymi. Við erum þrjú sem tengjumst öryggis­ og heilsuteym­ inu. Með mér starfar sjúkraþjálfari sem er tengdur við heilsuna, hans hlutverk er meðal annars að sjá um heilsugæsl­ una, sjá til þess að fylgt verði eftir öll­ um stöðlum er tengjast heilsu, en störf okkar koma til með að skarast mikið í framtíðinni, lagt er mikið upp úr því að við getum leyst hvort annað af. Í teyminu starfar einnig svo kallaður öryggisvörður, hans hlutskipti er að sjá til þess að fylgt sé lögum og reglum í vinnu, jafnframt mun hann koma til með að sjá um slökkviliðið á staðunum. Í umhverfisteyminu eru starfandi um­ hverfisfræðingur, umhverfistæknir, iðn­ aðarmenn s.s. vélstjórar, rafvirkjar og aðrir tæknistarfsmenn. Þau sjá m.a. um að er reka hreinsunarvirki og vatnsvirki ásamt því að vera með eftirlit með lönd­ un og búnaði tengdum henni. Vinna fleiri iðjuþjálfar hjá Alcoa annarsstaðar í heiminum? Ég er líklegast fyrsti iðjuþjálfinn sem er fastráðinn hjá Alcoa. Það eru dæmi um að það hafi komið inn sjúkra­ eða iðjuþjálfar sem verktakar og séð um það sem snýr að vinnuvistfræðinni. En enginn sem hefur verið ráðinn í fasta stöðu. Ertu í samstarfi við aðra iðjuþjálfa erlendis í svipuðum störfum? Ég er ekki í neinu sambandi við iðjuþjálfa erlendis, allavega ekki ennþá, en það þarf að þjálfa mig upp í hluta af því stöðugildi sem ég gegni sem „Industrial hygienest”, sá þjálfari er staðsettur Deschambault Kanada. Hún sér um að skipuleggja alla þá þjálfun sem ég þarf, jafnframt aðstoðar hún við kaup á öllum tækjum og öðrum búnaði sem þarf til þess að gegna þessu starfi. Hluti af þjálfuninni fer fram erlendis því mikilvægt er að þekkja og geta unnið eftir stöðlum Alcoa. Árlega er haldið IH (Industrial Hygiene) þing, þar sem allir IH sem vinna hjá Alcoa hittast og fara yfir það sem þarf að vinna betur að, þar miðlar fólk af reynslu sinni og leitar ráða. Á þessu þingi eru stofnaðar alls konar nefndir sem vinna á málum sem þarft er að takast á við. Markmiðið með þessum fundum er að fólk hittist, læri af reynslu hvors annars og miðli reynslu sinni áfram. Jafnframt eru einskonar nefndir stofnaðar þar sem unnið er sameiginlega að ákveðnum markmiðum sem snerta öryggi og heilsu starfsfólks hjá Alcoa. Þegar fram líða stundir er mikilvægt að Fjarðaál Alcoa sendi fulltrúa frá sér sem kemur til með að taka þátt í slíkum verkefnum. Þannig verður samstaða við aðra samstarfsaðila sem eru einnig viðriðnir heilsu og öryggi en hvort það verða einhverjir iðjuþjálfar í náinni framtíð hef ég ekki mikla trú á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér, með okkar menntun og þekkingu þá eigum við fullt erindi inn í þennan heim. Í júní árið 2006 hófst tilraunaverkefni Tryggingarstofnunar ríkisins TR og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri FSAum aðstöðu fyrir hjálpartækjamiðstöð TR á Kristnesspítala í Eyjafirði. Markmið þessa tilraunaverkefnis er þríþætt, í fyrsta lagi að koma til móts við þarfir fyrir sýningar­ og prófunaraðstöðu á hjálpartækjum, í öðru lagi að veita ráðgjöf um hjálpartæki og í þriðja lagi að meta þörf á uppbyggingu þjónustu á vegum hjálpartækjamiðstöðvar á Akureyri. Álfheiður Karlsdóttir, iðjuþjálfi var ráðin í verkefnið. Starfsemin á Kristnesi er opin þrjá hálfa daga í viku: Á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 10.00­14.00 og á fimmtudögum frá kl. 12.00­16.00. Þriðjudagar og föstudagar eru fyrir pantaða tíma og heimilisathuganir hjá notendum hjálpartækja en á fimmtudögum er opið fyrir alla viðskiptavini. Símanúmer TR á Kristnesspítala er 4630399. Sýnishorn af ýmsum hjálpartækjum eru í aðstöðunni á Kristnesi og eru not­ endur hjálpartækja og fagfólk hvatt til að nýta þá þjónustu sem er í boði. Ákveðin hjálpartæki eru til útláns og prófunar. Þeir sem búa á Akureyri geta fengið tækin til prófunar í 2­3 daga en þeir sem búa utan Akureyrar geta fengið tækin lánuð í 4­5 daga. Önnur tæki eru þó einungis til prófunar á Hjálpartækjamiðstöð TR á Kristnesi. Í febrúar síðastliðnum gerði TR samning við verkstæðið Rafeyri ehf. Norður­ tanga 5 á Akureyri um viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum fyrir notendur á Akureyri og nágrenni. Verkstæðið er opið alla virka daga og síminn er 4611221. Hjálpartækjamiðstöð TR á Kristnesspítala í Eyjafirði

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.