Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 6
Ljósið Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð Stofnfundur Ljóssins var haldinn 20. janúar 2006 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og má því segja að Ljósið sé formlega eins árs. Starfsemin hófst haustið 2005, þá aðeins tvo eftirmiðdaga í viku en frá og með 1. febrúar 2006 hefur hún verið starfrækt alla virka daga frá klukkan 8 til 16. Markmið Ljóss­ ins er að styðja við þá einstaklinga sem hafa í kjölfar veikinda átt erfitt með að fara útí þjóðfélagið á nýjan leik. Horft yfir fyrsta starfsárið Það hafði verið draumur minn og margra annarra að stofna endurhæfing­ ar­ og stuðningsmiðstöð úti í þjóð­ félaginu þar sem krabbameinsgreindir og aðstandendur þeirra gætu komið til að byggja upp líkamlegt, andlegt og félagslegt þrek. Sjúkdómurinn og allt meðferðaferlið hefur áhrif á alla fjöl­ skylduna og frá upphafi starfseminnar hafa aðstandendur verið velkomnir í allt það starf sem fram fer í Ljósinu. Við í Ljósinu leggjum mikla áherslu á að umhverfið sé styðjandi, að það sé heimilislegt, notalegt og að fólk finni að það sé velkomið og allir jafn mikilvægir. Sérstök áhersla er lögð á að taka á móti fólki með hlýju og um­ hyggju, þannig skapast notalegt and­ rúmsloft og fólkið finnur fyrir sam­ hug. Við vinnum mikið útfrá lífsgæðum og lífsgleði þar sem fólk kemur saman, spjallar, hlær og nýtur þess að vera skap­ andi og jafnframt byggja upp þrek eftir oft erfiðar meðferðir. Mikilvægt er að þeir einstaklingar sem koma í Ljósið fái tækifæri til að byggja upp sínar sterku hliðar svo auðveldara verði að takast á við lífið í breyttum aðstæðum. Lífið verður aldrei alveg eins og áður þar sem sú reynsla að greinast með krabbamein fylgir þeim ætíð. Sumir eru tímabundið í endurhæfingu og fara aftur í sömu hlutverkin og þeir voru í fyrir greiningu, aðrir þurfa að skipta yfir í ný hlutverk. Þá er mikilvægt að fá stuðning til að geta horft fram á veginn í nýjum aðstæðum. Starfsemin Ljósið er opið alla virka daga frá kl. 8 til 16, Reynt er að koma til móts við þarfir sem flestra og að dagskráin samanstandi af tilboðum sem ná til líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar uppbyggingar hvort sem er í hópastarfi eða einstaklingsvinnu. Á síðastliðnu ári hafa orðið til þrjú stöðugildi, 1,7 stöðu­ gildi iðjuþjálfa og 1 stöðugildi jóga­ kennara og aðstoðarmanns. Við leggj­ um okkur einnig fram um að vera í samvinnu við fyrirtæki og félagasamtök sem koma með námskeið inní Ljósið og gefa starfinu nýjar víddir. Sköpun hefur fylgt iðjuþjálfun frá upphafi og áður fyrr var talað um að heilsa og listsköpun tengdust og þannig hefði sköpunin læknandi áhrif. Frá byrjun hefur mikið verið unnið með sköpun í Ljósinu með það að markmiði að veita andlega næringu og sjálfstyrk­ ingu. Boðið er uppá ýmiskonar hand­ verk sem hefur verið vinsælt bæði hjá körlum og konum þar má nefna, ullar­ þæfingu, tréútskurð, mósaík, leður­ töskugerð, bútasaum o.fl. Þá hefur leirlistin skipað stóran sess og nýlega bættist glerlist við flóru handverksins. Boðið hefur verið upp á jóga frá upp­ hafi sem nýtur mikilla vinsælda. Reglu­ lega er boðið uppá sjálfstyrkingar­ námskeið og þá fáum við til liðs við okkur sálfræðing og prest sem er sér­ menntaður í fjölskyldufræðum. Sam­ vinna er við Foreldrahús og þaðan koma tveir listmeðferðarfræðingar með 10 vikna námskeið þar sem unnið er með tilfinningar í gegnum mynd­ sköpun. Í samvinnu við Kramhúsið er boðið upp á dans og hreyfingu og nýlega hófum við samstarf við líkams­ ræktarstöðina Hreyfingu fyrir þá sem vilja fara á almenna líkamsræktarstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra ■ Erna Magnúsdóttir, Iðjuþjálfi, forstöðumaður Ljósið Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð Neskirkju v/Hagatorg 107 Reykjavík S: 561 3770 LykiLorð: krabbamein, endurhæfing, stuðningur ■  • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.