Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 13

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 13
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 13 ferð verkja og gildi verkja. Útkoman sýndi að greinilegur munur var á upp­ lifun verkja þó einnig hafi verið hægt að finna samsömun (t.d í því að yngra fólkið bæri sig verr). Asíubúar, Filipsey­ ingar, Saudí­arabar og Írar voru lík­ legastir til að gefa munnlega til kynna verkina sína. Afríkubúar voru hinsvegar í afneitun og neituðu yfirleitt verkj­ unum. Tilfinningalegur sársauki var líklegri til að vera settur í orð hjá Filips­ eyingum og Írum en minna hjá Asíu­ búum, Afríkönum og Saudí­aröbum. Öll þjóðarbrotin töldu mismunandi hvernig verkir væru upplifðir og tjáðir af ríkum og fátækum og einnig væri munur á kynslóðum (Cultural attitudes and beliefs about pain, 2004). Könnun gerð árið 2002 sýndi að það að hlusta á skjólstæðinginn, hlusta eftir upplifunum hans af því hvernig það er að vera verkjasjúklingur og búinn að missa flest önnur hlutverk, gaf með­ ferðaraðilanum innsýn inn í heim við­ komandi. Menningaráhrifin á verki þ. e. frásagnir eða sögur sem leyfa okkur að skyggnast inn í líf skjólstæðingsins og skilja merkingu verkja, sjúkdóma, lífs og dauða, segja okkur hvernig upplifun skjólstæðingsins er og hvernig við getum hjálpað. Frásagnirnar geyma líka upplýsingar um hvert hafi verið leitað lækninga, hvað sé viðeigandi að stinga upp á varðandi meðferð, fjöl­ skyldusaga og hlutverk fjölskyldunnar í lífi einstaklingsins. Þannig kynnumst við ólíkri menningu (Pain – Inter­ national Assosiation for the study of Pain, 2002). Það þarf kannski í byrjun að búa til „sameiginlegt land“, Hvergistan, þar sem skjólstæðingurinn verður að lúta ákveðnum reglum sem mótaðar eru í okkar menningu og hinsvegar verðum við að skilja skjólstæðinginn okkar og veita rými fyrir aðra menningarsýn á líðan og tilveru einstaklingsins. Skjólstæðingar hafa skoðanir á verkj­ um og hömlunum sínum við iðju. Þessar skoðanir eru persónulegar en einnig samgrónar hverri menningu. Oft eru þessar skoðanir mótsagna­ kenndar og órökréttar en erfiðar að breyta. Þegar iðjuþjálfi er tilbúinn að samþykkja og skilja gildismat og venjur skjólstæðings síns eykst nálgunin við skjólstæðinginn og líkurnar á að sam­ vinnan og meðferðin verði ábótasamari (Main, 2004; Paul, 1995). Leiðbeiningar fyrir viðtal: • Hvað telur þú að hafi valdið verknum? • Hvað telur þú að muni hjálpa þér? • Hvernig bregst annað fólk við verkjunum þínum? (fjölskylda, samstarfsfólk, starfsmenn) • Hvernig tekst þú á við verkinn? • Hvernig tekst þú á við vinnuna? (Main, 2004) Því minna sem við vitum og því hræddari sem við erum við upplifun okkar, þeim mun meira reiðum við okkur á umhverfi okkar. Áhrifa um­ hverfisins gætir í hugsunum okkar og hegðun. Þetta er umhugsunarvert fyrir okkur sem meðferðaraðila, því á annan bóginn reiðir skjólstæðingurinn sig á sitt fólk (maka, ættingja og vini) en á hinn bóginn okkur heilbrigðisstarfs­ fólkið. Hvernig ber þessum skilaboðum saman? Heimildir: Lovering, S. (2004). Cultural attitudes / beliefs about pain: A collaborative inquiry journey. Action Research e­ Reports, 22. Sótt 30. desember 2004, frá http://www2.fhs.usyd.edu.au/arow/ arer/022.html. Krefting,L.H. og Krefting,D.V (1993). Cultural influences on Performance. Í Cristiansen. og Baums, Occupational Therapy; Enabling, Function and Well­Being. Second edition. Bls 336­ 361. Slack Incorporated 1997. Carolyn Manville. Lewandowski, M.J. (2006). The Chronic Pain Care Workbook. New Harbinger Pubns. Inc. Main,C.J. og Waddell,G. (2004). Beliefs about back pain. Í Gordon Waddell (ritstj.) The Back Pain Revolution. bls. 221­239. Churchill Livingstone 2004. Edinburg. ( Mirkopoulos, C og Evert, M.M. (1994). Cultural Connections: A challenge Unmet. The American Journal of Occupational Therapy, 48 (7) 583­ 585. Pain – International Assosiation for the study of Pain (2001). Ethnicity and Pain. Sótt 30. desember 2004, frá http://www.iasp­pain.org/PCU01­4. html. Pain – International Assosiation for the study of Pain (2002). Culture and Pain. Sótt 30. desember 2004, frá http://www.iasp­pain.org/PCU02­5. html. Pain Research & Management – Official Journal of the Canadian Pain Society (2002). Pain: A culturally informed ex­perience. Sótt 30. desember 2004 frá http://www.pulsus.com/Pain/07_02/ ng_ed.htm. Paul, S. (1995). Culture and its Influence on Occupational Therapy Evaluation. Canadian Journal of Occupational Therapy. 62 (3), 154­161. Waddell, G. (2004) The Back Pain Revolution. Second edition. Churchill Livingstone 2004. Edinburg. Menning hefur áhrif á trú og viðhorf til verkja en bakgrunnur einstaklingsins og þrýstingur frá fólki í sömu aðstöðu hefur einnig áhrif á verkjahegðun. ■ Bókhald og ráðgjöf Byggðaþjónustan ehf

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.