Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 30

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 30
30 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 200 Verkefnið Tæknileg úrræði og heila­ bilun á Norðurlöndunum er samstarfs­ verkefni iðjuþjálfa frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi. Tveir þátttakendur eru frá hverju landi. Í byrjun verkefnisins voru full trúar Ís­ lands Svanborg Guðmunds dóttir hjá Hjálpartækjamiðstöð Trygg inga stofn­ unar ríkisins (HTM) og Berglind Indriðadóttir á LSH­ Landa koti, þar sem minnismóttaka LSH er til húsa. Svanborg flutti til Skotlands síðastliðið sumar og þá tók Þórdís Guðnadóttir við starfinu í hópnum fyrir hönd HTM. Norræna samstarfið hófst sem liður í sænsku átaksverkefni, Teknik og dem­ ens, þar sem aðstandendasamtök, sam­ tök fagaðila og sænska Hjálpartækja miðstöðin (Hjälpmedelsinstituttet) vinna saman, ásamt iðju­ þjálf um á hjúkrunarheimili í Stokkhólmi og í sveitar­ félagi í nágrenninu. Mark­ miðin með sænska verk­ efn inu eru: • Að auka notkun á tækni­ legum hjálpar tækj um hjá einstaklingum með heila­ bil un. •Að auka sjálfstæði, bæta líðan og auka öryggi einstakl inga með heila bilun. •Að auðvelda einstakl­ ingum með heilabilun að búa áfram í eigin húsnæði. •Að styðja aðstandend­ ur og aðra umönn­ unaraðila, hvort heldur sem er á eigin heimili eða stofnun. Þetta sænska verkefni stend ur yfir til vors 2007 og á eftirfarandi slóð má finna nánari upplýsingar um það: www.hi.se undir Arbet sområder> Projekt> Teknik og demens. Verkefnisstjóri sænska verkefnisins kallaði norræna sam starfs hópinn sam an með það að markmiði að safna og miðla þekkingu og reynslu af notkunar mögu­ leikum tæknilegra úrræða fyrir einstakl­ inga með heilabilun. Í kjölfarið ákvað hópurinn að gera nýja rannsókn á notkunar mögu leikum tækni legra úr­ ræða, en áður hafa verið gerðar svipaðar rannsóknir, s.s. ASTRID, ENABLEog TED. Áherslan í norrænu rannsókninni er þó meiri á upplifun notandans, því í hverju tilviki fyrir sig segja notandi, aðstandandi og heilbrigðis starfsmaður frá reynslu sinni af notkun hjálpar­ tækisins. Þetta er einnig fyrsta verkefnið á þessu sviði þar sem öll Norðurlöndin taka þátt. Í hverju landi er rætt við a. m.k. fimm notendur og í heildina verður því um að ræða minnst 25 frá­ sagnir notenda. Ætlunin er að gefa út bók eða bækling með niðurstöðunum, árið 2008, á móður máli allra þátttöku­ þjóðanna. Leitast er við að kanna notk­ un ar möguleika sem flestra tækja. Má þar nefna GPS tæki, einfaldan GSM síma, ýmis konar tímastjórnunar tæki og öryggistæki, s.s hreyfiskynjara. Hér á landi hafa tæknileg úrræði fyrir einstaklinga með heilabilun verið alltof lítið notuð. Fyrsta skrefið hjá íslensku fulltrúunum í samstarfshópnum hefur því verið að kynna hér á landi hvaða tæki eru til og við hvaða aðstæður þau geta komið að góðum notum. Þeir sem hafa áhuga á slíkri kynningu geta haft samband við Þórdísi (s. 560 4600 thordis.gudnadottir@tr.is) eða Berglind Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum ■ Berglind Indriðadóttir Iðjuþjálfi Landspítali-háskólasjúkrahús (LSH) - Landakot s. 5641544/8205644 bindrida@lsh.is oft er heilabilunarsjúk­ dómurinn kominn á það hátt stig þegar tæknileg hjálpartæki ber á góma, að einstaklingurinn er ekki lengur fær um að tileinka sér notkun þeirra tækja sem geta aukið virkni og sjálfstæði. Þess vegna þarf að kynna þessi úrræði fyrir. ■ Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Svíþjóð Hjälpmedelsinstitutet Ingela Månsson, ingela.mansson@hi.se Tel +46 86201817 Noregur Nasjonalt kompetanses enter for demens Astrid Andersen, astrid.andersen@aldrin goghelse.no Tel +47 48305056 Markmið Markmið verkefnisins e r að safna þekkingu um hvernig ný tækni getur aukið virkni, þátttöku og öryggi eins taklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra . Um er að ræða hjálpartæki sem d raga úr áhrifum minniss kerðingar og erfi ðleikum við skipulagningu daglegs l ífs. Þekkingunni verður síðan miðlað til einstak linga með heilabilun, aðstandenda og þeirra sem meta þö rf fyrir og útvega hjálpa rtæki. Norrænt samstarf Með verkefninu á að au ka færni og þekkingu fa gfólks á Norðurlöndum á hjálpartækjum, tæknileg um úrræðum og hvernig þau koma að notum fy rir einstaklinga með heilab ilun. Þátttaka notenda Lýst verður mismunand i reynslu notenda, aðsta ndenda og umönnunara ðila af gagnsemi og notkun hjá lpartækjanna. Frásagnir notendanna veita miki lvægar upplýsingar og hugmyn dir um hvernig nota má tæknileg úrræði meðal einstaklinga með heilabilun. Danmörk Hjælpemiddelinstituttet Lilly Jensen, lje@hmi.dk Tel +45 43322210 Verkefnið Tæknileg úrræ ði og heilabilun á Norðu rlöndunum stendur yfi r frá vori 2006 til vors 2 008. Það er að hluta til fjárm agnað af Norrænni þróu narmiðstöð hjálpartækja – NUH. Finnland Stakes Tuula Hurnasti, tuula.hurnasti@stakes.fi Tel +358 939672107 Ísland Tryggingastofnun ríkisin s Þórdís Guðnadóttir, thordis.gudnadottir@tr. is Tel +354 5604627 NUH 80x120 ISL.indd 1 07-02-07 09:15:02 LykiLorð: Tæknileg úrræði, heilabilun, þátttaka notenda, norrænt samstarf ■

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.