Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 27
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 27
Matstækið Impact on Participation
and Autonomy sem í íslenskri þýðingu
er Áhrif á Þátttöku og Sjálfræði (ÁÞS)
metur þátttöku og sjálfræði frá sjónar
horni einstaklingsins. Matsækið er
spurningalisti sem var þróaður þar
sem þörf var á matstæki sem metur
þátttöku og sjálfræði frá sjónarhorni
einstaklinga. Í lokaverkefni greinar
höfundar er fjallað um þátttöku og
sjálfræði einstaklinga með mænuskaða
og í þvi er hægt að skoða tilrauna
útgáfu matstækisins.
Áhrif á Þátttöku og Sjálfræði
Þátttaka og sjálfræði eru mikilvægir
þættir í lífi flestra. Sjálfræði er geta til
þess að hugsa og framkvæma af frjáls
um og sjálfstæðum vilja án hindrana.
Til þess að einstaklingar sem búa við
fötlun eða langvinnan sjúkdóm geti
verið sjálfráðir verður að bera virðingu
fyrir ákvörðunum þeirra og því sem
þeir vilja og gera. Í mörgum tilvikum
getur sjálfræði þeirra verið takmarkað.
Það getur dregið úr möguleikum þeirra
til þátttöku í daglegu lífi og haft slæm
áhrif á bæði líkamlega heilsu sem og
geðheilsu. Matstækið Impact on Partici
pation and Autonomy sem hér eftir
verður nefnt Áhrif á Þátttöku og
Sjálfræði (ÁÞS) metur þátttöku og
sjálfræði frá sjónarhorni einstaklingsins.
Áhrif á Þátttöku og Sjálfræði kannar
einnig að hvaða marki einstaklingar
upplifa takmarkanir á þátttöku og
sjálfræði sem vandamál (Kersten, einka
samskipti 4. apríl 2006).
Þátttaka
Í gegnum lífið kynnist fólk mismun
andi iðju og finnur með tímanum
hverskonar iðju það vill geta stundað.
Venjur og menning í hverju samfélagi
hafa áhrif á hvað fólk lærir og gerir
daglega. Hvað einstaklingur gerir á
hverjum degi, hversu vel hann gerir
það og hversu mikið hann nýtur þeirrar
iðju sem hann stundar í daglegu lífi er
háð stöðu, aldri, fjölskyldu, samfélagi,
stuðningi frá umhverfinu og fleiri
þáttum eins og til dæmis fötlun eða
sjúkdómum (Law, 2002).
Sjálfræði
Sjálfræði hefur verið skilgreint með
mismunandi hætti í gegnum tíðina.
Cicirelli skilgreinir sjálfræði þannig að
það sé hæfileikinn til að taka og fylgja
meðvitaðri ákvörðun sem hefur það
takmark að fullnægja þörfum og ná
markmiðum sem eru í samræmi við
eigið gildismat. Til þess að einstaklingur
sé sjálfráður þarf hann að búa yfir
ákveðinni hæfni. Hann þarf að hafa
rökhugsun, dómgreind, hæfileika til
þess að velta vöngum og bera saman
valkosti, geta leyst vandamál og geta
fylgt ákvörðun sinni eftir. Ýmsir þættir
geta haft áhrif á sjálfræði til dæmis
geðsjúkdómar, ungur aldur, þroska
skerðing, viljaleysi til ákvörðunartöku
eða reglur samfélagsins komi í veg fyrir
sjálfstæða ákvarðanatöku (Cicirelli,
1989; Ingibjörg Ásgeirsdóttir, 2001).
Guðmundur Frímannson heimspek
ingur hefur skilgreint sjálfræði á svipað
an hátt og Cicirelli en bendir um leið á
að sjálfráður maður erfi siðgæði sitt í
gegnum þær hefðir og menningu sem
hafa verið í gildi hjá fyrri kynslóðum.
Einnig nefnir hann að það sé afar
menningarbundið hvernig sjálfræði og
siðareglur í hinum mismunandi sam
félögum heimsins séu (Guðmundur
H. Frímannson, 1993; Ingibjörg Ás
geirsdóttir, 2001).
Höfundar matstækisins ÁÞS sem
fjallað verður um hér á eftir horfa að
hluta til öðruvísi á sjálfræði en hefur
verið gert í gegnum tíðina. Þeir hafa
kannað sjálfræði í tengslum við þátt
töku einstaklinga í samfélaginu. Cardol
og félagar telja það undirstöðu atriði
sjálfræðis að virðing sé borin fyrir hugs
unum, ákvörðunum og því sem ein
staklingurinn gerir. Þeir telja nauð
synlegt að hafa sjálfræði í huga þegar
þátttaka er skoðuð. Ef einstaklingur
býr við langtíma fötlun getur það hindr
að sjálfræði hans og þátttöku í daglegu
lífi. Starfsfólk í endurhæfingu getur ýtt
undir sjálfræði einstaklings með því að
hvetja hann til virkrar þátttöku í eigin
endurhæfingu.
Markmið einstaklingsins og gildi
verða að vera skýr til að hann geti
öðlast möguleika á að taka þátt í dag
Áhrif á þátttöku og sjálfræði
■ Anna Soffía Vatnsdal
iðjuþjálfi
LykiLorð:
Þátttaka, sjálfræði,
fötlun, matstæki
■