Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 23

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 23
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 23 heimateymi eða aðstandendur fylgi viðkomandi heim af spítalanum. Iðju­ þjálfi, hjúkrunarfræðingur og/eða sjúkraliði, hittir skjólstæðinginn og aðstandendur á fyrsta degi heima. Allir skjólstæðingar fá afhenta möppu, svo­ kallaða heimasjúkraskýrslu, en í henni er samskiptablað, fyrirmælablað auk allra helstu upplýsinga fyrir fagaðila, skjólstæðinga og aðstandendur svo sem vaktsímar hjá heimahjúkrun og viðeig­ andi vaktsímar á LSH. Á fyrsta degi er farið yfir möppuna með skjólstæðingum og/eða aðstandendum. Allir teymis­ meðlimir sem koma að máli skjólstæð­ ingsins skrifa stutt skilaboð um fram­ gang þegar það á við og/eða kvitta fyrir komu. Einnig er mælt með að aðstand­ endur skrifi skilaboð ef einhver eru. Þetta fyrirkomulag auðveldar bæði fag­ aðilum og aðstandendum að fylgjast með gangi mála. Hjúkrunarfræðingur, sjúkra­ eða félagsliði sinna þjónustunni eftir þörf­ um hvers og eins sem getur verið oft á dag eða nokkrum sinnum á viku. Öldrunarlæknir teymisins vitjar skjól­ stæðinga innan viku frá útskrift af LSH og vakthafandi öldrunarlæknir á bráða­ deildum LSH sinnir útköllum utan dagvinnutíma. Iðjuþjálfi og sjúkraþjálf­ ari sinna skjólstæðingunum eftir þörf­ um hvers og eins. Þegar skjólstæðingarnir hafa aðlagast því að vera komnir heim eða náð fyrri færni, útskrifar teymið þá í samráði við þá sjálfa og aðstandendur og haldinn er fjölskyldufundur heima hjá skjól­ stæðingnum. Þegar útskrift úr þjónust­ unni hefur verið ákveðin sér teymið um að tryggja að skjólstæðingurinn fái viðeigandi þjónustu frá heimahjúkrun og félagsþjónustunni. Ef fullreynt þyk­ ir að skjólstæðingurinn geti ekki búið heima lengur við þær aðstæður og þjón­ ustu sem í boði er í samfélaginu þarf viðkomandi e.t.v. að leggjast aftur inn á LSH ef önnur varanleg úrræði svo sem hjúkrunarrými eru ekki í boði. Hlutverk iðjuþjálfa: Hlutverk iðjuþjálfa í sérhæfðri heima­ þjónustu fyrir veika aldraða er meðal annars að veita íhlutun, ráðgjöf, upp­ lýsingar og fræðslu til skjólstæðinga og aðstandenda. Ráðgjöfin getur beinst að skjólstæðingnum sjálfum og ástandi hans sem og nánasta umhverfi hans (heimili, nágrenni, fjölskyldu). Mat iðjuþjálfa fer fram á heimili skjól­ stæðings og felst í að komast að því hvað hindrar viðkomandi í að gegna hlutverkum sínum þ.e.a.s. skilgreina hvaða vandkvæði eru á því að skjólstæð­ ingurinn geti sinnt þeirri iðju sem hann þarf og/eða langar að sinna. Iðjuþjálfinn aflar upplýsinga um styrk­ leika skjólstæðings sem íhlutunin getur byggt á. Fram fer athugun (formleg eða óformleg) á frammistöðu skjól­ stæðingsins við ýmis verk og athafnir daglegs lífs sem eru honum mikilvæg hvort heldur sem er við eigin umsjá, störf eða áhugamál. Iðuþjálfi fylgir eftir að skjólstæðingurinn geti nýtt sér þá fræðslu og íhlutun heima sem hann fékk meðan hann var á LSH. Ef heimilisathugun hefur ekki verið gerð heima hjá skjólstæðingnum áður, þá veitir iðjuþjálfi þá íhlutun og metur þörf fyrir hjálpartæki til að bæta og aðlaga umhverfið heima hjá skjól­ stæðingnum. Iðjuþjálfi byrjar ýmist að vinna með skjólstæðingnum þegar þeir enn eru inniliggjandi á LSH eða eftir að viðkomandi er kominn heim. Íhlutun iðjuþjálfa í teyminu er gerð í samráði við skjólstæðinginn og/eða aðstandendur. Íhlutunin felst meðal annars í að skjólstæðingurinn viðhaldi og/eða auki hæfni sína, tilfinningalega, félagslega, vitrænt eða líkamlega. Að skjólstæðingurinn tileinki sér nýjar að­ ferðir við að fást við þær athafnir sem hann þarf eða langar að sinna þannig að hann verði fær um að uppfylla hlut­ verk sín í lífinu. Við íhlutun er höfð að leiðarljósi sú færni við iðju sem við­ komandi vill bæta frammistöðu sína við eða auka ánægju sína við. Í íhlutun­ inni eru notaðar athafnir og verk sem eru mikilvæg og hafa þýðingu fyrir skjólstæðinginn, en það getur verið hluti af eigin umsjá, heimilisstörfum og tómstundaiðju. Hér er t.d. átt við þær athafnir að klæða sig, matast, kom­ ast um í eigin umhverfi með göngu­ grind og/eða í hjólastól og sinna áhugamálum. Ýmis hjálpartæki geta gert skjólstæðingnum kleift að vera meira sjálfbjarga og búa lengur heima. Þegar skjólstæðingar þurfa á hjálpar­ tækjum að halda eru þau prófuð heima, skjólstæðingurinn fær kennslu í að nota tækin og tækin stillt að þörfum hvers og eins. Iðjuþjálfi sækir síðan viðeigandi hjálpartæki til Trygginga­ stofnunar ríkisins (TR). Lokaorð Þrátt fyrir að sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða hafi aðeins starfað í fáa mánuði þá hefur það sýnt sig að þeir skjólstæðingar sem fengið hafa þjónustuna hafa fundið mikið öryggi í svo góðri eftirfylgd heim af LSH. Það sem sérstaklega hefur þótt veita öryggi er stöðugleiki í þjónustunni, tíðar heim­ sóknir, þverfagleg þjónusta og gott aðgengi að öldrunarlækni. Það hefur einnig sýnt sig að skjólstæðingar og að­ standendur þeirra sem fengið hafa þjónustu hjá SHVA teyminu í kjölfar útskriftar af LSH, hafa þurft allt að eina til tvær vikur til að aðlagst því að vera komin heim eða ná fyrri færni eftir að hafa legið á spítala í lengri eða skemmri tíma. Til ábendingar Í gegnum starf mitt í heimateyminu hef ég séð mikilvægi þess að iðjuþjálfar sinni eftirfylgni hvað varðar hjálpartæki sem þeir sækja um til TR. Oftar en ekki hefur komið í ljós að skjólstæðingar kunna ekki að nota tækin og/eða að tækin passa ekki þegar heim er komið. Það er líka áhugavert að velta fyrir sér hver ber ábyrgð á að hjálpartækin skili sér til skjólstæðinga þannig að þau séu notuð á réttan hátt og passi. Hvaða ábyrgð bera iðjuþjálfar sem sækja um tækin og/eða þeir sem afhenda tækin til skjólstæðinga, hvort sem það eru hin ýmsu fyrirtæki eða TR. Einnig hefur komið í ljós þörf fyrir önnur hjálpartæki þegar skjólstæðingurinn er búin að vera heima í nokkra daga sem ekki var hægt að sjá fyrir áður. Um er að ræða nýbreytni í meðferð og eftirfylgni við veika aldraða. Ætluð þeim sem geta og vilja útskrifast heim af LSH en hafa þörf fyrir fjölþættari þjónustu en þegar er í boði í samfélaginu. ■ Markmið þjónustu SHVA teymisins er að tryggja sam­ heldni í meðferð frá sjúkrahúsi til heimilis og styrkja aðlögunarhæfni skjólstæðinga og/eða fjölskyldu eftir útskrift af sjúkrahúsi. ■

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.