Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Síða 2

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Síða 2
Kæru lesendurÞegar ritnefnd byrjaði að huga að útgáfu þessa blaðs vöknuðu efa­ semdir um hvort nægt efni myndi fást í blaðið. Við komumst fljótt að raun um að þær vangaveltur voru óþarfar. Við brögð við tölvupósti sem ritnefnd sendi út þar sem óskað var eftir efni í blaðið létu ekki á sér standa og aðrir brugðust jákvætt við því að skrifa í blaðið þegar við höfðum sam band, jafnvel með stuttum fyrirvara. Að þessu sinni fór ritnefnd nýja leið við val á forsíðumynd og efndi til ljósmyndasamkeppni meðal iðjuþjálfa og ­nema. Mynd Ericu do Carmo iðju­ þjálfanema var valin sú besta og óskum við henni til hamingju. Myndir hinna þriggja þátttakendanna má sjá inni í blaðinu og getur því hver og einn gert upp við sig hvort hann sé sammála ritnefnd í valinu á forsíðumynd. Svo er aldrei að vita nema framhald verði á þessari keppni og hvetjum við því iðjuþjálfa og ­nema að vera duglega með myndavélina og opna fyrir forsíðu myndefni. Ákveðið var að ganga ekki út frá sérstöku þema í þessu blaði, heldur gefa hverjum og einum frjálsar hendur með viðfangsefni fyrir blaðið. Gaman er að sjá eldmóðinn sem býr í iðju­ þjálfum og í faginu okkar. Fullt af áhugaverðu efni prýðir blaðið og ættu allir að geta fundið lesefni við sitt hæfi. Að þessu sinni er engin ritrýnd grein en eins og gefur að skilja er og verður misjafnt hvort slíkar greinar birtast í blaðinu okkar, það fer allt eftir hvernig árar í þeim efnum. Nægur tími er fyrir þá sem vilja skrifa grein eða birta annað efni í næsta blaði, því ætlunin er að það komi út að ári liðnu. Allar hugmyndir að efni og öðru sem ykkur finnst eiga heima í blaðinu eru vel þegnar og rétt er að minna á netfang ritnefndar: ritnefnd.ii@sigl.is. Við endum þennan pistil á kærum þökkum til allra sem komu að útgáfu þessa blaðs með einum eða öðrum hætti og vonum að lesendur séu ánægðir með útkomuna. Frá ritnefnd Efnisyfirlit Stjórn IÞÍ Júlíana Hansdóttir Aspelund, formaður Sigþrúður Loftsdóttir, varaformaður Ingibjörg Ólafsdóttir, gjaldkeri Eygló Daníelsdóttir, ritari Ósk Sigurðardóttir, meðstjórnandi Sigrún Ólafsdóttir, varamaður Rósa Hauksdóttir, varamaður Umsjón félagaskrár Þjónustuskrifstofa SIGL Ritnefnd (ritnefnd.ii@sigl.is) Álfheiður Karlsdóttir Guðrún Hallgrímsdóttir Harpa Gunnlaugsdóttir Hjördís Anna Benediktsdóttir Petrea Guðný Sigurðardóttir Ritstjóri Petrea Guðný Sigurðardóttir Prófarkalesari Arnór Hauksson Prentvinnsla Litlaprent Forsíðumynd Erica do Carmo Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. Iðjuþjálfinn Fagblað iðjuþjálfa Iðjuþjálfinn Fagblað iðjuþjálfa Pistill formanns ................................ 4 Höf. Júlíana Hansdóttir Aspelund Siðanefnd 2009-2010 .......................5 Höf. Guðrún Áslaug Einarsdóttir Fréttir frá fræðslu- og kynningarnefnd ............................6 Höf. Helga Kristín Gestsdóttir Kjaranefnd Lest þú launaseðilinn þinn? ...............8 Höf. Berglind Indriðadóttir VIRK Starfsendurhæfingarsjóður ..............10 Höf. Sigurður Þór Sigursteinsson Helsinkifarar Norrænt málþing ............................12 Höf. Sif Þórsdóttir, Sigurður Þór Sigursteinsson, Unnur St. Alfreðsdóttir Hlutverkasetur .................................14 Höf. Guðrún Helga Ólafsdóttir, Kristín G. Sigursteinsdóttir Um idjuthjalfun.is .............................15 Höf. Sigurður Hólm Gunnarsson Forsíðumyndasamkeppni ................16 Bókarhorn ........................................17 Höf. Ingibjörg Pétursdóttir Heilsuhópur undirbúningur og framkvæmd .........18 Höf. Ósk Sigurðardóttir Heildarstefnumótun varðandi umönnun heilabilaðra á Hrafnistu ..........................................22 Höf. Hrönn Ljótsdóttir, Lovísa Agnes Jónsdóttir, Sigurbjörg Hannesdóttir Iðjuþjálfinn og efling félagsfærni grunnskólanemenda ........................24 Höf. Sigríður Kristín Gísladóttir Iðjuþjálfun á réttargeðdeildinni Sogni ...............................................28 Höf. Fanney Björg Karlsdóttir 2 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.