Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 12
12 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 Fimm iðjuþjálfar frá Íslandi fóru á fyrsta norræna málþingið um starfs endurhæfingu/atvinnuendur hæf­ ingu (voc a tional rehabilitation) sem haldið var í Helsinki 1. og 2. september síðastliðinn Efni mál þingsins var: Atvinnu endur hæf ing, matstæki og markaðs setning (vocational rehabili­ tation, assessment and marketing) og skiptist dagskrá málþingsins í fyrir­ lestra, pallborðs umræður og vinnuhópa báða dagana. Margir virtir og þekktir iðju þjálfar innan starfsendurhæfingar voru með erindi en aðrir fundarmenn tóku virkan þátt í umræðum og hóp­ vinnu. Fundar menn voru sammála um nauðsyn þess að skilgreina betur hlutverk iðjuþjálfa í atvinnu endur­ hæfingu og að vinna að því að mark­ aðs setja og styrkja stöðu iðjuþjálfa innan atvinnuendurhæfingar. Formenn norrænu félaganna komu allir inn á það hvernig niðurstaða mál þingsins yrði þróuð áfram í viðkomandi félagi. Til stendur að stofna faghóp iðjuþjálfa innan atvinnuendurhæfingar á Íslandi. Lýsandi lykilorð Atvinnuendurhæfing, starfsendur­ hæfing, norrænt málþing, faghópur Dagana 1. og 2. september síðast­ liðinn var haldið norrænt málþing í Helsinki fyrir iðjuþjálfa sem vinna við starfsendur hæfingu/atvinnuendur hæf­ ingu (vocati onal rehabilitation). Ákveðið hafði verið árið áður á fundi formanna norrænu iðjuþjálfafélaganna að halda norrænt málþing í tengslum við formanna fundina og taka þá fyrir ákveðið sérsvið innan iðjuþjálfunar. Atvinnu endur hæfing varð fyrst fyrir valinu. Gestir málþingsins voru alls 37 og skiptust nokkuð jafnt á Norður­ löndin, flestir frá Finnlandi (11) og fæstir frá Færeyjum (2). Tungumál málþingsins var enska og efnið var: Atvinnu endurhæfing, matstæki og markaðs setning (vocational rehabili­ tation, assessment and marketing). Frá Íslandi fóru auk formanns og varaformanns Iðjuþjálfafélags Íslands (IÞÍ) höfundar þessa pistils. Ferðalagið til Finnlands gekk snurðu laust. Flest okkar voru að koma til Finnlands í fyrsta skipti með ákveðnar væntingar um glæsilegan arkitektúr og hönnun sem Finnar eru frægir fyrir. Helsinki olli svo sannarlega ekki vonbrigðum, falleg borg, maturinn góður og Finnar vingjarnlegir heim að sækja. Ekki ósvipaðir Íslendingum að yfirbragði fannst okkur! Dagskrá málþingsins skiptist í fyrirlestra, pallborðsumræður og vinnu­ hópa báða dagana. Þeir sem héldu fyrirlestra voru meðal annars Elin Ekbladh og Jan Sandqvist, iðjuþjálfar og f ræðimenn v ið háskólann í Lindköping í Svíþjóð. Þau héldu fyrirlestra um matstæki sem eru notuð í Svíþjóð innan atvinnuendurhæfingar: Fræðilegan grunn Assessment of Work Performance (AWP), Assessment of Work Characteristics (AWC), The Worker Role Interview (WRI) og The Work Environment Impact Scale (WEIS) matstækjanna. Auk ávinn­ ingsins af notkun fræðilegra matstækja innan atvinnuendurhæfingar og samþættrar notkunar WRI­WEIS (interviewed based instrument) og AWP­AWC (observat ion based instrument). Randi Wågø iðjuþjálfi og vísinda­ maður (senior research scientist) frá IRIS, Alþjóðlegu rannsóknarstofnun­ inni í Stavanger, hélt fyrirlestur um Helsinkifarar – Norrænt málþing iðjuþjálfa í starfsendurhæfingu ■ Sif Þórsdóttir iðjuþjálfi í atvinnulegri endurhæfingu Reykjalundi ■ Sigurður Þór Sigursteinsson sérfræðingur/iðjuþjálfi Virk – Starfsendurhæfingarsjóður ■ Unnur St. Alfreðsdóttir verkefnastjóri/iðjuþjálfi Janus endurhæfing ehf

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.