Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 4

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 4
Nýlega fóru héðan iðjuþjálfar á norrænt málþing um starfsendur­ hæfingu sem haldið var í Helsinki. Talsvert var rætt um mikilvægi þess að iðjuþjálfar leggi stund á rannsóknir, samfara því að skrá niður íhlutun sína og greina frá daglegum störfum sínum. Við iðjuþjálfar þurfum að vera dug legir að leggja áherslu á þá sértæku þekkingu sem við höfum á iðju mannsins. Þekkingin hefur hefur orðið til úr reynslu okkar og gildum, upplýsingum sem settar hafa verið í samhengi og því innsæi sem byggir á sérþekkingu okkar. Þekkingu er gjarnan skipt niður í ljósa og leynda þekkingu. Ljós þekking er formleg og kerfisbundin, það er auðvelt að koma orðum að henni og miðla henni til annarra. Leynd þekking er hins vegar mjög persónuleg, það er erfitt að formfesta hana og þess vegna getur verið erfitt að miðla henni. Hún býr með fólki og í því umhverfi sem það lifir í og það er auðveldara að miðla þekkingunni til annarra sem þekkja einnig til þessa umhverfis. Skilningur og sameiginlegur eða sambærilegur reynsluheimur skiptir miklu máli þegar miðla þarf því, sem erfitt er að orða. Af þeim ástæðum er faghópur kjörinn vettvangur til þekk­ ingarmiðlunar og þekkingar sköpunar. Með þátttöku í faghóp gefst tækifæri til að velta upp mörgum spurningum sem tengjast fagsviðinu, gera leynda þekkingu að ljósri og efla þannig faglega þekkingu enn frekar. Í kjölfarið á málþinginu í Helsinki ætla þeir iðjuþjálfar sem þar tóku þátt og vinna innan starfsendurhæfingar að stofna faghóp um starfsendurhæfingu innan félagsins. Það er kærkomin viðbót við þá góðu hópa sem eru þegar starfandi. Tæpt ár er liðið frá því að þjóðfélag okkar lagðist á hliðina. Á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og miklar breytingar orðið á hugum og háttum landsmanna. Allir eru sammála um að vandinn sem við stöndum frammi fyrir er mikill en hins vegar eru áhöld um hvernig beri að greiða úr honum. Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ) átti aðkomu að gerð stöðugleika­ sáttmála, líkt og önnur félög innan Bandalags Háskólamanna (BHM) og því stöndum við nú frammi fyrir því að ganga frá kjarasamningum eins og um er getið í sáttmálanum. Hins vegar er erfitt að ganga í það verk nú á meðan úrræði stjórnvalda eru óljós um margt hvað varðar stöðu heimilanna í land­ inu. Jafnframt er fyrirséður mikill niður skurður innan heilbrigðiskerfisins. IÞÍ óskar eftir því að ráðamenn og stjórn endur leiti til iðjuþjálfa sem og annarra faghópa þegar kemur að því að móta niðurskurðartillögurnar. IÞÍ er ekki kunnugt um atvinnuleysi á meðal iðjuþjálfa enn sem komið er og vonandi verður engin breyting þar á. Stöndum vörð um störf okkar og gætum að því að ákvæði kjarasamninga og lögbundin réttindi okkar séu virt. Stöndum saman nú sem fyrr. Pistill formanns ■ Júlíana Hansdóttir Aspelund formaður IÞÍ 4 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.