Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Side 10

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Side 10
10 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 Í febrúar síðastliðnum hóf ég störf hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði og var ráðinn þar inn sem sérfræðingur á sviði starfsendurhæfingar. Í þessari grein ætla ég að fara yfir hlutverk, stefnu og verkefni Starfsendur hæf­ ingar sjóðs og einnig að koma inn á hlutverk ráðgjafa á sviði starfsendur­ hæfingar og hvernig staðan er í dag. Stofnaðilar Starfsendurhæfingarsjóðs eru: Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna, Kennarasamband Íslands, fjármálaráð­ herra, Reykjavíkurborg og launanefnd sveitarfélaga. Sjóðurinn byggir á sam­ komulagi um nýtt fyrirkomulag starfs­ endurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008. Stefnt er að því að í heild verði ráð­ stafað 0,39% af launum til Starfs­ endur hæfingarsjóðs. Í fyrsta áfanga greiða atvinnurekendur 0,13% af öllum launum og í öðrum áfanga sem hefst á árinu 2009 er miðað við að ríkissjóður leggi Starfsendur hæf ingar­ sjóði til sömu upphæð og launa­ greiðendur. Í þriðja áfanga sem hefst í ársbyrjun 2010 er stefnt að því að lífeyrissjóðir komi inn með sama framlag og launagreiðendur. Hjá VIRK starfa níu einstaklingar í 6,5 stöðugildum. Framkvæmdastjóri, sjúkra þjálfari, iðjuþjálfi, félagsráðgjafi, endurhæfingarlæknir, hjúkrunar­ fræðingur, kennslufræðingur og starfs­ menn sem sjá um bókhald og skrif­ stofuna. Hlutverk og stefna Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Ef starfshæfni einstaklinga er skert eða henni er ógnað vegna heilsubrests geta þeir leitað aðstoðar hjá ráðgjöfum stéttarfélaga um allt land. Þessir ráð­ gjafar eru sérhæfðir í að aðstoða ein­ staklinga við að efla færni sína og vinnugetu. Þeir hafa einnig aðgang að hópi ólíkra sérfræðinga og fjölbreyttri þjónustu. Verkefni Starfsendurhæfingarsjóður skipu­ leggur og hefur umsjón með störfum ráðgjafa sem starfa á vegum stéttar­ félaganna og munu aðstoða einstak­ linga sem þurfa á endurhæfingu að halda. Hann greiðir kostnaðinn af störfum ráðgjafanna ásamt því að hafa umsjón og eftirlit með starfi þeirra og veita þeim faglegan stuðning. Sérstök áhersla er lögð á snemmbært inngrip með starfsendur hæfingar úr­ ræðum í samstarfi við stéttarfélögin og atvinnurekendur og kemur starfs­ endur hæfingarsjóður til með að greiða kostnað af ráðgjöf ýmissa fagaðila um mótun sérstakrar einstaklingsbund­ innar endurhæfingaráætlunar, svo sem lækna, sál fræðinga, iðjuþjálfa, sjúkra­ þjá l fa , fé lags ráðgjafa , náms­ og starfsráðgjafa og svo framvegis. Starfsendurhæfingarsjóður leggur ríka áherslu á að eiga gott samstarf við hags munaaðila í starfsendurhæfingu um allt land, heilsugæslu, opinberar stofn anir, fagaðila, stéttarfélög, lífeyris­ sjóði og atvinnurekendur. Hlutverk ráðgjafa í starfsendurhæfingu Eins og áður hefur komið fram mun Starfsendurhæfingarsjóður greiða kostnað af störfum ráðgjafanna og allir ráðgjafarnir hafa sinn tengilið hjá honum. Þaðan fá ráðgjafarnir faglegan stuðn ing og leiðbeiningar varðandi þá vinnu sem er í gangi vegna einstakling­ anna. Þessi stuðningur getur meðal annars verið á þann hátt að fara yfir stöðu einstak lingana út frá þeim skim­ unarlistum sem ráðgjafarnir nota og meta næstu skref. Ef það er ljóst að einstaklingurinn hefur þörf fyrir að fara í greiningarviðtal hjá sálfræðingi þarf ráðgjafinn að geta rökstutt það út frá skimunarlistunum. Allir ráðgjafarnir fá þjálfun og kennslu. Þeir voru nýlega á vikunám­ skeiði hjá okkur þar sem þeir voru þjálfaðir í að nota þau verkfæri og þá hug myndafræði sem við vinnum eftir. Tengsl við atvinnurekendur Starfsendurhæfingarsjóður leggur áherslu á að eiga gott samstarf við atvinnurekendur um allt land, sam starf sem miðar að því að auka starfs hæfni fólks á vinnumarkaði og styrkja þannig atvinnulíf og samfélag. Atvinnu­ rekendur geta leitað upplýs inga hjá ráðg jö fum s té t ta r fé l aganna eða sérfræðingum Starfs endur hæfingarsjóðs um úrræði, vegna starfsmanna með skerta vinnu getu eða langvinn veikindi. Atvinnu rekendur geta einnig bent starfsmönnum sínum á að hafa sam­ band við ráðgjafa hjá stéttarfélögum ef um er að ræða skerta vinnugetu. VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður ■ Sigurður Þór Sigursteinsson, sérfræðingur/iðjuþjálfi Virk – Starfsendurhæfingarsjóður www.virk.is

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.