Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Síða 23

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Síða 23
umhverfi hefur víðtæk áhrif á lífsgæði heimilis manna hjúkrunarheimila. Hugmynda fræði hjúkrunarheimila, félagslegt umhverfi, samskipti starfs­ manna við heimilismenn og aðstand­ endur, sam skipti milli heim ilis manna, hönnun húsnæðis, lykt, hljóð, einrúm, sjálfs ákvörðunarréttur og öryggi hafa mikil áhrif á umhverfi og þar af leiðandi lífsgæði (Andrews o.fl., 2005; Ingibjörg Hjaltadóttir, 2001; Lindheim og Syme 1983). Þó að hlutverk aðstandenda sé oft illa skilgreint í umönnun og vinnu með heila biluðum, bæði hvað varðar hug­ mynda fræði og stefnu hjúkrunarheimila og viðhorf starfsfólks, sýna rannsóknir að opin samskipti fyrirbyggja mis­ skilning og ágreining á milli starfsfólks og aðstandenda. Þannig er hægt að vinna að betri lífsgæðum og betra gæða­ starfi á deildum (Janzen, 2001). Rann­ sókn á aðstandendum heilabilaðra sýndi að eftir því sem að sjúkdómurinn versnaði upplifðu aðstandendur meiri sorg. Sorgartilfinningar lýstu sér meðal annars í reiði og sektarkennd (Meuser, Marwit og Sanders, 2004). Rannsóknir sýna að góð og rétt upplýsingagjöf til aðstand enda er eitt af því sem kemur í veg fyrir vanlíðan, kvíða og ófull­ nægjandi sorgar úrvinnslu hjá einstakl­ ingum í kreppu (Jooles, Verhey og Kok, 1995). Það starfsfólk sem starfar innan sviðs heilabilunar er með fjölbreytta menntun og reynslu svo sem hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sjúkra þjálf­ arar og sjúkraliðar auk starfsfólks án sérmenntunar. Misjafnt er hversu mikið er fjallað um heilabilun í mennt un þessara starfsstétta. Verkefnið miðar að því að samræma þekkingu með fræðslu til þeirra sem vinna með heila biluðum á Hrafnistu. Fjölbreyttari þjón usta og auknir möguleikar á raunhæfari meðferð kalla á aukna með vitaða þekkingu starfsfólks sem vinnur með heilabiluðum (Heilbrigðis ráðuneytið, 1998). Heildarstefnumótun byggir á viða­ mikilli þekkingu á viðfangsefninu. Í fyrsta lagi þarf að skoða rannsóknar­ niðurstöður úr rannsóknum tengdum heilabiluðum. Viðamikil öflun gagna er þegar hafin. Sú þekking sem þegar liggur fyrir, svo sem rannsóknir á að­ stæð um, umhverfi og aðbúnaði heila­ bilaðra, ásamt fyrirliggjandi hugmynda­ fræði af ýmsum toga, þarf að skoða með það fyrir augum að hvað gæti mögulega hentað stefnumótuninni, til dæmis „Eden alternative “, „Plantree“, „Liv og bo“ og hugræn atferlisfræði. Í öðru lagi þarf að skoða hvað hefur verið fram­ kvæmt á Íslandi til þessa og hvaða hug­ myndir hafa reynst best. Flestir fræðimenn eru sammála um að heilabilun verði eitt stærsta heilbrigðis­ vandamál flestra vestrænna þjóða í nán­ ustu framtíð. Það er því tímabært að takast á við stefnumótun í umönnun heilabilaðra og að koma henni í fram­ kvæmd. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra þarf að gæta að því að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélags­ þegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur. Þar sem Hrafnista hefur það mark mið að vera leiðandi í öldr un­ ar þjónustu, viljum við leggja okkar af mörkum til að takast á við helstu verk­ efni öldrunarþjónustu í framtíðinni. Við viljum nýta þann mannauð sem Hrafn­ ista býr yfir bæði í menntun og reynslu í umönnun aldraða til að móta og ýta þessari stefnu úr vör. Það er von okkar að með þessu verkefni verði til hug­ myndafræði sem nýtist á öllum deildum Hrafnistu sem og flestum hjúkrunar­ heimilum hér á landi. Verkefnið hefur hlotið styrki frá Öldrunar fræðafélagi Íslands og Heil­ brigðisráðuneytinu. Heimildaskrá Andrews, G. J., Holmes, D., Poland, B., Lehoux, P., Miller, K. L., Pringle, D. o.fl. (2005). ´Airplanes are flying homes´: Geographies in the concepts and localies of gerontological nursing practice. International Journal of Older People Nursing, 14(8b), 109­120. Bond, J., Briggs, R. og Coleman, P. (1993). The study of ageing. Í J. Bond, P. Coleman og S. Peace (ritstj.), Ageing in society: an introduction to social gerontology. (2. útg.) (bls 19–52). London: Sage publications. Borg, C., Hallberg, I. R., og Blomqvist, K. (2006). Life satisfaction among older people (65+) with reduced self­care capacity: the relationship to social, health and financial aspects. Journal of Clinical Nursing, 15, 607­ 618. Brynjólfur Sigurjónsson og Ólöf Garðarsdóttir (umsjón) (2007). Hagtíðindi: Mannfjöldi. Reykjavík: Hagstofa Íslands. Heilbrigðisráðuneytið (1998). Skýrsla starfshóps um stefnumótun í málefnum geðsjúkra. Sótt 10. desember 2008, frá http://www.heilbrigdis­ raduneyti.is/utgefid­efni/nr/665 Ingibjörg Hjaltadóttir (2001). Physically frail elderly resident´s perception of quality of life in nursing homes. Reykjavík: Háskóli Íslands. Janzen, W. (2001). Long term care for older adults: The role of the family. Journal of Gerontological Nursing, 27(2), 36­44. Jooles, J., Verhey, Jr. og Kok, G. J. (1995). Problems of caregiving spouses of patients with dementia. C.J.A.M. Commissaries. Patient Education and Counselling, 25, 143–149. Lindheim, R. og Syme, S . L . (1983) . Environments, people, and health. Annual review of public health, 4, 335. Meuser, M. T., Marwit, J. S. og Sanders, S. (2004). Assessing grief in family caregivers. Í D. Kenneth (ritstj.), Living with grief (bls. 169–195). Washington: Hospice foundation of America. Norwegian Ministry of Health and Care Services (2005­2006). Long term care- future challenges. Osló: Norwegian Ministry of Health and Care Services. Oddur Ingimarsson, Thor Aspelund og Pálmi V. Jónsson (2004a). Birtingamynd heilabilunar í vistunarmati aldraðar fyrir hjúkrunarrými 1992–2001. Læknablaðið, 11, 767–773. Oddur Ingimarsson, Thor Aspelund og Pálmi V. Jónsson (2004b). Vistunarmat aldraðra á árunum 1992–2001 – Tengsl við lifun og vistun í hjúkrunarrými. Læknablaðið, 2, 121– 129. IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 23 ■ Myndin er tekin við afhendingu styrksins frá Öldrunarfræðafélagi Íslands. Frá hægri Lovísa Agnes Jónsdóttir, Anna Birna Jensdóttir, fyrir hönd Öldrunarfræðafélagsins, Hrönn Ljótsdóttir og Sigurbjörg Hannesdóttir

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.