Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 24

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 24
 24 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 Iðjuþjálfar sem starfa með skóla­börnum þinguðu 4. júní síðastliðinn og voru þátttakendur staddir norður á Akureyri, í Reykjavík, á Egilsstöðum og Þórshöfn. Markmiðið með þinginu var að skapa vettvang fyrir þennan hóp iðjuþjálfa til að skiptast á þekkingu og reynslu og var meðal annars fjallað talsvert um tálma og tækifæri hvað varðar þátt iðjuþjálfa í eflingu félags­ færni nemenda. Meginmarkmið iðjuþjálfunar innan skólakerfisins er að efla almenna þátt­ töku barna og ungmenna við skóla­ tengd viðfangsefni, meðal annars með því að stuðla að aukinni færni við leik, nám og félagsleg samskipti. Hlutverk iðju þjálfa innan skólanna eru mismun­ andi og aðkoma að málum barna með ólíkum hætti. Í mörgum tilvikum eru iðjuþjálfar ráðnir beint inn í skólana en í öðrum eru þeir ráðnir til viðkomandi sveitarfélags eða tilheyra heilsugæslu og svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2008; Sigríður Kr. Gísladóttir og Þóra Leósdóttir, 2003). Með tilkomu laga um skóla án aðgreiningar (skóli sem er fær um að sinna öllum nemendum sínum, óháð stöðu þeirra)(Grétar L. Marinósson, 2008), jókst þörf fyrir breiðari fag­ þekkingu innan skólanna til að koma til móts við vaxandi fjölbreytni í náms­ þörfum nemenda (Anna Sigríður Jónsdóttir, Ragnheiður Lúðvíksdóttir og Soffía Haraldsdóttir, 2005; Hanna Hjartardóttir, 2004). Þar til nýlega var hvergi í lögum getið beint um þennan skóla fyrir alla, en í 17. grein laga um grunnskóla stendur nú: „Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunn­ skóla án aðgreiningar, án tillits til líkam legs eða andlegs atgervis.“ (Lög um grunnskóla, 2009). Þjónusta iðjuþjálfa í skólum einskorð­ aðist lengi framan af við börn með hreyfiþroskaröskun eða fötlun af ýmsum toga. Rannsóknir benda hins vegar til að þau börn sem iðjuþjálfar hafa þjónað glími mörg hver einnig við sálfélagslegan vanda, sem meðal annars getur birst í slakri félagsfærni (David­ son, 2005; Gerður Gústavsdóttir, Helga Guðjónsdóttir og Valrós Sigur­ björnsdóttir, 2005; Iðjuþjálfafélag Íslands, 2008; Sólrún Ásta Haralds­ dóttir, 2008). Félagsfærni er félagslega viðurkennd lærð hegðun, sem gerir okkur kleift að eiga árangursrík samskipti við aðra og að forðast óásættanlegt atferli. Í því felst til dæmis að kunna að deila með öðrum, setja sig í spor annarra, hjálpa og hrósa. Mikilvægt er að öðlast slíka færni, því þeir sem búa yfir öflugri félagsfærni eru líklegri til að eiga frum­ kvæði að samskiptum, viðhalda þeim og aðlaga sig að breyttum aðstæðum (Reykjavíkurborg, Mennta svið 2008). Börn sem glíma við skerta félagslega færni geta átt erfitt með að bindast vináttuböndum, upplifa sig einangruð og einmana. Þau sýna oft slakan náms­ árangur miðað við jafnaldra og eiga erfiðara með að aðlagast hópi. Þar sem samskipti og sambönd við jafnaldra í bernsku gegna mikilvægu hlutverki í velgengni síðar í lífinu verður skólinn að skapa umhverfi sem styður við félagsfærni og þar sem hvatt er til umburðarlyndis. Það að vera ekki viður kenndur í félagahópnum hefur sýnt sig að hafa ákveðið forspárgildi hvað varðar námsárangur, brottfall úr skóla, geðheilsuvanda og andfélagslega hegðun á fullorðinsárum (Case­Smith og Rogers, 2005; Gadeyene, Ghesquiére og Onghena, 2004; Meadan og Monda­Amaya, 2008; Sólrún Ásta Haraldsdóttir, 2008). Áætlað hlutfall barna sem glímir við skerta félagslega færni er samkvæmt rannsókn Mishna og Muskat (2004) töluvert hátt eða allt að 40% nemenda með sérþarfir. Talsvert hefur verið gert til að koma til móts við þessar þarfir nemenda í leik­ og grunnskólum landsins. Nægir þar að nefna nýlega skýrslu starfshóps um leiðir til að efla sjálfsmynd og félagsfærni barna/nemenda, sem unnin var á vegum Menntasviðs Reykjavíkur­ borgar. Þar eru settar fram ýmsar leiðir til þess að bæta þennan þátt í starfi skóla, svo sem að sérhver skóli marki s é r s t e fnu og áæt lun þa r s em skilgreindur verði ábyrgðaraðili innan hvers skóla sem hafi umsjón með málaflokknum. Þar verði meðal annars tekið mið af niðurstöðum rannsókna á líðan nemenda og þær nýttar við aðlögun lífsleiknikennslu. Einnig er mælt með notkun gátlista sem jafnframt eru kynntir í skýrslunni (Reykja­ víkurborg, Mennta svið 2008). Víða er því þó þannig háttað að skólar hafa ekki bolmagn til að sinna eflingu félagsfærni sem skyldi, sér í lagi Iðjuþjálfinn og efling félagsfærni grunnskólanemenda ■ Sigríður Kristín Gísladóttir iðjuþjálfi Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni Akranesi og Akraneskaupstað

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.