Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 30

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 30
30 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 Suðurlands. Ég fór að brjóta heilann um það hvernig ég gæti tengt þessa annars ólíku vettvanga saman. Niður­ staðan varð sú að einn úr röðum vist­ manna á Sogni tók að sér að teikna myndir á léreft sem íbúarnir á öldr­ unardeildunum á HSU máluðu. Þetta þótti takast vel, ekki síst í ljósi þess að teiknarinn fékk nú hlutverk sem hann tók alvarlega og lagði metnað sinn í að skila vel. Verkefnið gaf honum tilgang til að mæta í iðjuþjálfunina og sú staðreynd að vinna hans var mikils metin og eftirsótt gaf honum byr undir báða vængi. Eins og áður hefur komið fram er íhlutunin á Sogni einstaklingsmiðuð og er því mikilvægt að hægt sé að bjóða upp á verkefni/iðju við hæfi hvers og eins, þar sem styrkleikarnir fá að njóta sín. Um þessar mundir eru skjól­ stæðingarnir, að eigin frumkvæði, að vinna við að gera upp/gera við tölvur sem dæmdar hafa verið ónýtar. Hug­ myndin er að gefa tölvurnar áfram til þeirra sem gætu nýtt sér þær. Einn af skjólstæðingunum hefur veg og vanda af þessu verkefni enda liggur mesta tölvuþekkingin hjá honum. Hann leiðbeinir og deilir út verkefnum til hinna. Tölvurnar höfum við fengið frá Sorpu á Selfossi og Hveragerði auk þess sem skólar og fyrirtæki hafa sent okkur gömlu tölvurnar sínar þegar endurnýjun á sér stað. Nú þegar hafa tíu tölvur verið afhentar til Geðhjálpar sem svo gefur þær áfram til skjólstæðinga sinna. Með hækkandi sól og hlýnandi veðri fluttist iðjuþjálfunin að mestu út í garð. Þar eru mörg verkefni sem þarf að inna af hendi og hafa strákarnir skipt með sér verkum. Þeir hafa tekið að sér að mála starfsmannabústaðinn að utan, sjá um að slá garðinn og einn hefur yfir­ umsjá með gróðurhúsinu. Snemma í vor settu þeir niður kartöflur þannig að nú bíða allir spenntir eftir upp sker­ unni. Ég hef starfað á Sogni í tæpt ár og það hefur verið bæði viðburðaríkt og lærdómsríkt. Ég hef nýtt þetta ár til að þreifa fyrir mér, til að átta mig betur á því hvernig iðjuþjálfun gæti best komið að notum á stofnun eins og Sogni. Ég hef komist að því að veganestið sem ég hafði með mér frá Kleppi er ómetanlegt og hefur meðal annars sparað mér mikla vinnu. Ég komst líka að því að hér er starf iðjuþjálfans í stuttu máli fólgið í því að vekja áhuga hjá skjól­ stæð ing unum, finna styrkleika þeirra og aðstoða þá við að koma auga á og efla þessa styrkleika. Mikið hefur verið rætt um stað­ setningu Sogns og hvort ekki væri tímabært að flytja stofnunina nær geðdeildum LSH þar sem meðal annars sérfræðiþekkingin liggur. Ég er, eftir að hafa starfað hér í þetta eina ár, sannfærð um ágæti núverandi staðsetningar. Nálægðin við náttúruna og fjarlægðin frá ys og þys borgarinnar hefur sína kosti. Það að geta farið út á góð viðris­ dögum og tekið til hendinni við hin ýmsu störf sem mörg hver krefjast bæði líkamlegrar og andlegrar áreynslu er góður kostur. Hér hafa vistmenn ræktað eigið grænmeti og sumarblóm mörg undanfarin sumur og nú stendur til að setja upp hænsnakofa með nokkrum íslenskum hænum sem þarf að sinna. Á Sogni eiga þrír kettir heimili sem una hag sínum vel í sambýli við skjól stæðinga og starfsfólk. Það hefur verið sýnt fram á að gæludýr hafa góð áhrif á andlega líðan fólks, kisurnar á Sogni eru þar engin undan­ tekning og með það í huga fögnum við komu íslensku hænunnar á Sogn. HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLANS Á AKUREYRI www.unak.is eða sími 460 8000 HJÚKRUNARFRÆÐI Markmið námsins er að búa nemendur undir að gegna almennum hjúkrunarstörfum svo og - - - - ■ Myndir frá Sogni eru birtar með leyfi Stefáns Karlssonar ljósmyndara á Fréttablaðinu

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.