Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 14

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 14
 14 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 Hlutverkasetur var stofnað árið 2005 og hefur þar farið fram atvinnuleg endurhæfing frá desember 2007. Meginmarkmið Hlutverkaseturs er að styðja fólk til vinnu eða náms, nýta þekkingu og reynslu fólks, auka þátt töku þess í samfélaginu og skapa hlutverk. Í Hlutverkasetri er þeim sem misst hafa hlutverk sín vegna sál­ félagslegra hindrana veittur stuðningur. Hlutverk eru fólki mikilvæg og skil­ greinir það sig eftir þeim hlut verkum sem það sinnir, t.d. sem starfs maður, nemandi, foreldri og svo framvegis. Hlut verkin skapa daglega rútínu, gefa tilgang og móta sjálfs myndina (Creek og Lougher, 2008; Kielhofner, 2002, 2007). Hluti af atvinnulegu endur­ hæfingunni er að styðja fólk til að endurheimta fyrri hlutverk eða finna sér ný, meðal annars með greiningar­ vinnu, einstaklings stuðningi, viðtölum, aðstoð við að setja markmið og fram­ fylgja þeim, hópa vinnu og nám­ skeiðum. Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 dró úr eftirspurn í atvinnulega endurhæfingu í Hlutverkasetri. Full­ frískt fólk missti atvinnu sína í hrönn­ um og þeir sem höfðu skerta starfsgetu misstu vonina, trúðu ekki að þeir ættu neitt erindi á atvinnu markaðinn. Upp frá því fór starfsfólkið að velta því fyrir sér hvaða möguleikar væru í stöðunni og hvernig hægt væri að bregðast við ástandinu. Þörfin á að koma til móts við atvinnuleitendur var brýn og mikilvægt að fyrirbyggja heilsubrest og niðurbrot sem oft eru fylgifiskar langvarandi atvinnuleysis. Við það að missa vinnuna, missa einstaklingar jafnframt eitt af stærstu hlutverkum sínum. Vinnan hefur ekki aðeins fjárhagslegan ávinning heldur einnig félagslegt gildi og er hluti af daglegu skipulagi (Creek og Lougher, 2008; Jón Sigurður Karlsson, 1992; Kiel­ hofner, 2002, 2007; Stein og Cutler, 2002). Í upphafi ársins 2009 hófum við því átak fyrir atvinnu leitendur, jafnframt því að bjóða upp á atvinnu­ lega endurhæfingu. Með góðu samstarfi og stuðningi frá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur (VR) gat Hlutverkasetur boðið upp á fjölbreytt námskeið. Lögð var áhersla á að námskeiðin væru skemmti leg, fræðandi og ættu erindi til fólks á öllum aldri. Við skipulagninguna nýttum við það sem við höfðum þegar í boði ásamt því að bæta við nám skeið­ um. Þannig var fólk hvatt til að vera virkt og reynt að koma í veg fyrir að það einangraðist og missti trúna á sjálft sig. Við höfum skapað jákvæðan vett­ vang fyrir fólk til að hittast á, gefa af sér, tengjast og eiga ánægjulegar stundir saman. Einnig höfum við hvatt fólk til að leggja sitt af mörkum og hafa margir boðið fram krafta sína og þekkingu, bæði atvinnuleitendur sem og fólk sem er í vinnu með alls kyns námskeiðum. Þessi viðbót hefur haft jákvæð áhrif á starfsemi Hlutverkaseturs. Á sama tíma og atvinnuleitendur eru góðar fyrir­ myndir og hvatning fyrir aðra hafa þeir aukið fjölbreytileikann á staðnum. Hlutverkasetur tekur nú þátt í forvarna­ starfi ásamt mörgum öðrum, meðal annars Rauða krossi Íslands, íþrótta­ félögum, nýsköpunarmiðstöðvum, kirkjunni og atvinnumálastofnun. Fólk sem sækir Hlutverkasetur viðheldur starfsorku sinni með því að halda sér virku og tekur þátt í verkefnum sem hafa jafn framt jákvæð áhrif á aðra. Heimildaskrá Creek, J. (2008). The knowledge base of occupational therapy. Í J. Creek og L. Lougher (ritstj.), Occupational therapy and mental health (bls. 40­41). Edinburgh: Churchill Livingstone. Jón Sigurður Karlsson (1992). Samhengi atvinnuleysis og (van)líðanar. Sótt 16.janúar 2009, frá http://persona.is/index.php?action= articles&method=display&aid=185&pid=11 Kielhofner, G. (2002). Model of human occupation: theory and application. Baltimore: Lippincott Williams & Wilkins. Kielhofner, G. (2007). Model of human occupation: theory and application. Baltimore: Lippincott Williams & Wilkins. Stein, F. og Cutler, S. K. (2002). Psychosocial occupational therapy: A holistic approach (2. útg.). Australia: Delmar Thomson Learning. Átak fyrir atvinnu leitendur í Hlutverkasetri ■ Guðrún Helga Ólafsdóttir iðjuþjálfi Hlutverkasetur www.hlutverkasetur.is ■ Kristín G. Sigursteinsdóttir iðjuþjálfi Hlutverkasetur www.hlutverkasetur.is

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.