Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 23
umhverfi hefur víðtæk áhrif á lífsgæði
heimilis manna hjúkrunarheimila.
Hugmynda fræði hjúkrunarheimila,
félagslegt umhverfi, samskipti starfs
manna við heimilismenn og aðstand
endur, sam skipti milli heim ilis manna,
hönnun húsnæðis, lykt, hljóð, einrúm,
sjálfs ákvörðunarréttur og öryggi hafa
mikil áhrif á umhverfi og þar af leiðandi
lífsgæði (Andrews o.fl., 2005; Ingibjörg
Hjaltadóttir, 2001; Lindheim og Syme
1983).
Þó að hlutverk aðstandenda sé oft illa
skilgreint í umönnun og vinnu með
heila biluðum, bæði hvað varðar hug
mynda fræði og stefnu hjúkrunarheimila
og viðhorf starfsfólks, sýna rannsóknir
að opin samskipti fyrirbyggja mis
skilning og ágreining á milli starfsfólks
og aðstandenda. Þannig er hægt að
vinna að betri lífsgæðum og betra gæða
starfi á deildum (Janzen, 2001). Rann
sókn á aðstandendum heilabilaðra sýndi
að eftir því sem að sjúkdómurinn
versnaði upplifðu aðstandendur meiri
sorg. Sorgartilfinningar lýstu sér meðal
annars í reiði og sektarkennd (Meuser,
Marwit og Sanders, 2004). Rannsóknir
sýna að góð og rétt upplýsingagjöf til
aðstand enda er eitt af því sem kemur í
veg fyrir vanlíðan, kvíða og ófull
nægjandi sorgar úrvinnslu hjá einstakl
ingum í kreppu (Jooles, Verhey og Kok,
1995).
Það starfsfólk sem starfar innan sviðs
heilabilunar er með fjölbreytta menntun
og reynslu svo sem hjúkrunarfræðingar,
félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sjúkra þjálf
arar og sjúkraliðar auk starfsfólks án
sérmenntunar. Misjafnt er hversu mikið
er fjallað um heilabilun í mennt un
þessara starfsstétta. Verkefnið miðar að
því að samræma þekkingu með fræðslu
til þeirra sem vinna með heila biluðum á
Hrafnistu. Fjölbreyttari þjón usta og
auknir möguleikar á raunhæfari meðferð
kalla á aukna með vitaða þekkingu
starfsfólks sem vinnur með heilabiluðum
(Heilbrigðis ráðuneytið, 1998).
Heildarstefnumótun byggir á viða
mikilli þekkingu á viðfangsefninu. Í
fyrsta lagi þarf að skoða rannsóknar
niðurstöður úr rannsóknum tengdum
heilabiluðum. Viðamikil öflun gagna er
þegar hafin. Sú þekking sem þegar
liggur fyrir, svo sem rannsóknir á að
stæð um, umhverfi og aðbúnaði heila
bilaðra, ásamt fyrirliggjandi hugmynda
fræði af ýmsum toga, þarf að skoða með
það fyrir augum að hvað gæti mögulega
hentað stefnumótuninni, til dæmis
„Eden alternative “, „Plantree“, „Liv og
bo“ og hugræn atferlisfræði. Í öðru lagi
þarf að skoða hvað hefur verið fram
kvæmt á Íslandi til þessa og hvaða hug
myndir hafa reynst best.
Flestir fræðimenn eru sammála um að
heilabilun verði eitt stærsta heilbrigðis
vandamál flestra vestrænna þjóða í nán
ustu framtíð. Það er því tímabært að
takast á við stefnumótun í umönnun
heilabilaðra og að koma henni í fram
kvæmd. Samkvæmt lögum um málefni
aldraðra þarf að gæta að því að aldraðir
njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélags
þegna og að sjálfsákvörðunarréttur
þeirra sé virtur. Þar sem Hrafnista hefur
það mark mið að vera leiðandi í öldr un
ar þjónustu, viljum við leggja okkar af
mörkum til að takast á við helstu verk
efni öldrunarþjónustu í framtíðinni. Við
viljum nýta þann mannauð sem Hrafn
ista býr yfir bæði í menntun og reynslu í
umönnun aldraða til að móta og ýta
þessari stefnu úr vör. Það er von okkar
að með þessu verkefni verði til hug
myndafræði sem nýtist á öllum deildum
Hrafnistu sem og flestum hjúkrunar
heimilum hér á landi.
Verkefnið hefur hlotið styrki frá
Öldrunar fræðafélagi Íslands og Heil
brigðisráðuneytinu.
Heimildaskrá
Andrews, G. J., Holmes, D., Poland, B., Lehoux,
P., Miller, K. L., Pringle, D. o.fl. (2005).
´Airplanes are flying homes´: Geographies in
the concepts and localies of gerontological
nursing practice. International Journal of Older
People Nursing, 14(8b), 109120.
Bond, J., Briggs, R. og Coleman, P. (1993). The
study of ageing. Í J. Bond, P. Coleman og S.
Peace (ritstj.), Ageing in society: an introduction
to social gerontology. (2. útg.) (bls 19–52).
London: Sage publications.
Borg, C., Hallberg, I. R., og Blomqvist, K.
(2006). Life satisfaction among older people
(65+) with reduced selfcare capacity: the
relationship to social, health and financial
aspects. Journal of Clinical Nursing, 15, 607
618.
Brynjólfur Sigurjónsson og Ólöf Garðarsdóttir
(umsjón) (2007). Hagtíðindi: Mannfjöldi.
Reykjavík: Hagstofa Íslands.
Heilbrigðisráðuneytið (1998). Skýrsla starfshóps
um stefnumótun í málefnum geðsjúkra. Sótt 10.
desember 2008, frá http://www.heilbrigdis
raduneyti.is/utgefidefni/nr/665
Ingibjörg Hjaltadóttir (2001). Physically frail
elderly resident´s perception of quality of life in
nursing homes. Reykjavík: Háskóli Íslands.
Janzen, W. (2001). Long term care for older
adults: The role of the family. Journal of
Gerontological Nursing, 27(2), 3644.
Jooles, J., Verhey, Jr. og Kok, G. J. (1995).
Problems of caregiving spouses of patients
with dementia. C.J.A.M. Commissaries. Patient
Education and Counselling, 25, 143–149.
Lindheim, R. og Syme, S . L . (1983) .
Environments, people, and health. Annual
review of public health, 4, 335.
Meuser, M. T., Marwit, J. S. og Sanders, S.
(2004). Assessing grief in family caregivers. Í
D. Kenneth (ritstj.), Living with grief (bls.
169–195). Washington: Hospice foundation
of America.
Norwegian Ministry of Health and Care Services
(20052006). Long term care- future challenges.
Osló: Norwegian Ministry of Health and Care
Services.
Oddur Ingimarsson, Thor Aspelund og Pálmi V.
Jónsson (2004a). Birtingamynd heilabilunar í
vistunarmati aldraðar fyrir hjúkrunarrými
1992–2001. Læknablaðið, 11, 767–773.
Oddur Ingimarsson, Thor Aspelund og Pálmi V.
Jónsson (2004b). Vistunarmat aldraðra á
árunum 1992–2001 – Tengsl við lifun og
vistun í hjúkrunarrými. Læknablaðið, 2, 121–
129.
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 23
■ Myndin er tekin við afhendingu
styrksins frá Öldrunarfræðafélagi Íslands.
Frá hægri Lovísa Agnes Jónsdóttir,
Anna Birna Jensdóttir, fyrir hönd
Öldrunarfræðafélagsins,
Hrönn Ljótsdóttir og
Sigurbjörg Hannesdóttir