Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Side 5
Í siðanefnd 20092010 sitja Hrefna K. Óskarsdóttir, Hulda Þórey Gísla
dóttir og Sigríður Bjarnadóttir.
Varamenn eru Katla Kristvinsdóttir,
Þórhildur Sveinsdóttir og Soffía
Haralds dóttir. Á heimasíðu Iðjuþjálfa
félags Íslands (IÞÍ) er að finna upp
lýsingar um hvernig nálgast má
nefndar menn. Nefndinni hefur borist
eitt erindi til umfjöllunar á árinu og er
það í vinnslu, einnig hafa komið
nokkrar óform legar fyrirspurnir. Við
hvetjum félagsmenn til að kynna sér
siðareglur félagsins sem finna má á
heimasíðu IÞÍ.
Umfjöllun um siðareglur IÞÍ
Í síðustu tölublöðum Iðjuþjálfans
hefur verið umfjöllun um siðareglur
IÞÍ og hefur hún verið í formi stuttra
hugleiðinga, þar sem tekin er fyrir ein
siðaregla hverju sinni. Ég hef verið
beðin um að halda þessari umfjöllun
áfram þrátt fyrir að ég sitji ekki lengur í
siðanefnd. Þetta geri ég með glöðu
geði, enda tel ég mikilvægt að við
höldum siðferðilegri umræðu á lofti
innan félags okkar. Það finnst mér vera
eðlilegur þáttur í að þróa okkur áfram
sem fagfólk og fagfélag. Mér finnst við
hæfi nú þegar þjóðfélagið stendur á
miklum tímamótum að gera grein 4.3
að umræðuefni.
4.3. Iðjuþjálfi hefur frumkvæði að
og er virkur þátttakandi í stefnumótun
heilsu eflingar, hæfingar og endurhæf
ingar þjónustu innan heilbrigðis,
félags og menntakerfis.
Þátttaka á vettvangi ákvarðanatöku,
stefnumótunar og stjórnunar fellur
okkur misvel, en í ofangreindri siða
reglu erum við hvött til þátttöku þrátt
fyrir það. Uppbygging þjónust unnar
skiptir jú miklu máli um hvernig til
tekst. Auðvitað geta ekki allir verið í
forsvari, en allir geta lagt sitt af mörkum
með því að koma skoðunum á framfæri
til þeirra sem með valdið fara, hvetja til
umræðu á vinnustað, innan félagsins
eða í opinberri umræðu. Það sem
skiptir máli er að vera vakandi fyrir því
sem er skjólstæðingum okkar í hag og
að tala þeirra máli. Ennfremur er
mikilvægt að vekja athygli á því sem
betur má fara og fylgja því eftir af bestu
getu og móta með sér hvetjandi viðhorf.
Tökum við vel í hugmyndir og þegar
frumkvæði er sýnt? Styðjum við
nægjan lega vel við þá iðjuþjálfa sem
komist hafa til áhrifa innan kerfisins?
Siðareglurnar eiga að vera okkur veg
vísir í starfi og hvetja okkur til að
staldra við og skoða málin.
Samfélagið er á tímamótum og mikil
gerjun á sér stað á ýmsum stöðum. Verum
opin fyrir þeim áhrifum sem við getum haft
til hagsbóta fyrir skjólstæðinga okkar.
Með kveðju fyrir hönd siðanefndar,
Guðrún Áslaug Einarsdóttir
iðjuþjálfi og guðfræðingur
Siðanefnd 2009-2010
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 5
!
! Rafeyri annast viðgerðir á
hjálpartækjum fyrir fatlaða
! Rafeyri stefnir fram á veginn
Rafeyri ehf. — Nor!urtanga 5 — 600 Akureyri — 461 1221
rafeyri@rafeyri.is — www.rafeyri.is
!