Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Síða 9

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Síða 9
ins http://www.bhm.is/media/styrktar­ sjodur/090701%20 Starfs reglur%20 STBHM.pdf Styrktarsjóður sér nú um greiðslu fæðingarstyrkja og hefur tekið við því hlutverki af Fjölskyldu­ og styrktarsjóði (FOS) – sjá nánar undir Varð andi fæðingarorlof. Starfsmenntunarsjóður BHM var stofnaður með samkomulagi BHM og ríkisins þann 5. september 1980. Flestir háskólamenn sem starfa hjá hinu opinbera eiga aðild að STRIB. Þessi sjóður var fyrst og fremst hugs­ aður fyrir ríkisstarfsmenn en nú geta allir félagsmenn innan BHM sótt um aðild að sjóðnum þó að þeir séu á almenna vinnumarkaðnum. Í þeim tilfellum þarf að sækja um það sér­ staklega. Til að eiga rétt á styrk úr sjóðnum þurfa greiðslur frá vinnu­ veitanda með sjóðsaðild að hafa borist í sjóðinn í að minnsta kosti eitt ár samfellt og félagsmaður má ekki hafa hlotið hámarksfyrirgreiðslu síðastliðin tvö ár. Réttindi safnast ekki fyrir í sjóðnum og það að hafa aldrei sótt um kemur sjóðfélaga ekki til góða nema ef sjóðurinn er rýr en þá njóta þeir for­ gangs sem aldrei hafa fengið úthlutað áður. Varðandi fæðingarorlof Fæðingarstyrkur er ein greiðsla upp á 170.000 kr og hægt er að sækja um þennan styrk úr Styrktarsjóði BHM. Miðað er við hvern félagsmann sem sækir um, það er báðir foreldrar séu félagsmenn í stéttarfélagi innan BHM geta báðir sótt um fæðingarstyrk. Athugið að skila þarf inn fæðingar­ vottorði og afriti af síðasta launaseðli. Við bendum einnig á mikilvægi þess að merkja við á umsókn um fæðingarorlof að félagsgjald í stéttarfélag sé greitt af greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Ef ekki eru greidd stéttarfélagsgjöld á meðan á fæðingarorlofi stendur, falla öll réttindi hjá stéttarfélagi viðkomandi niður. Kjaranefndin þakkar ykkur fyrir sam­ starfið og hvetur ykkur enn og aftur til að hafa samband ef spurningar vakna varðandi kaup og kjör. Við horfum björtum augum til framtíðar enda mörg tækifæri í boði fyrir iðjuþjálfa á Íslandi í dag. Þar má meðal annars nefna breyttar áherslur hvað varðar starfsendurhæfingu í samstarfi við starfsendurhæfingarsjóð og með aðkomu sérstakra ráðgjafa á vegum stéttarfélaganna. Hafið augun opin! Með kveðju fyrir hönd kjaranefndar, Berglind Indriðadóttir formaður IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 9

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.