Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Side 13
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 13
Internat iona l Clas s i f i ca t ion of
Functioning, Disability and Health
(ICF) og Return to Work (RTW).
Hún velti meðal annars upp spurn
ingum eins og hvort ICF væri inni í
menntun iðjuþjálfa og hvort RTW
þekkingargrunnur væri hluti af
menntun iðjuþjálfa og hvort þörf væri
á því, einnig hvort þörf væri á sérstakri
útgáfu af ICF í atvinnuendurhæfingu.
Toini Harra, iðjuþjálfi og kennari við
Helsinki Metropolia University of
Applied Sciences, hélt fyrirlestur um
siðferðilegar hliðar á starfshæfnismati
(Ethical aspects of vocational assess
ment). Hún velti upp spurningum eins
og hvort starfshæfnismat hjálpi ein
staklingi að fá atvinnu við hæfi, og
hvaða skammvinnu eða langvinnu áhrif
starfshæfnismat gæti haft á líf einstak
lingsins. Hún ræddi einnig um hvort
niðurstaða starfshæfnismats verði að
liði við ákvörðunartöku í endur hæf
ingunni.
Einnig voru haldnir fyrirlestrar af
öðrum en iðjuþjálfum og má þar nefna
fulltrúa frá Tryggingastofnun Finnlands
(The Social Insurance Institution of
Finland) sem talaði um áhrif atvinnu
endurhæfingar á þjóðfélagið og nauðsyn
þess að meta stöðu og möguleika
einstaklings sem er um það bil að detta
út af vinnumarkaði og hlutverk iðju
þjálfa í því ferli.
Báða dagana voru pallborðsumræður
og vinnuhópar störfuðu. Umræðuefni
vinnuhópanna voru: 1. Hverjir eru
skjólstæðingar atvinnuendurhæfingar.
2. Ný störf á ört breytilegum vinnu
markaði. 3. Hver ber ábyrgð á starfs
hæfnismatinu.
Umræðurnar voru fjörugar, fræðandi
og fumlausar. Það var greinilegt að
okkur öllum þótti kærkomið að hitta
starfsfélaga frá hinum Norður lönd
unum, ræða málin og skiptast á
skoðunum. Fundarmenn voru sammála
um að nauðsynlegt væri fyrir iðjuþjálfa
að vinna að því að markaðssetja og
styrkja stöðu iðjuþjálfa innan atvinnu
endurhæfingar. Verkefnið sem verður
unnið með áfram er að skilgreina betur
hlutverk iðjuþjálfa í atvinnuendur
hæfingu og var myndað tengslanet til
að fylgja því eftir. Formenn félaganna
okkar ræddu allir um það hvernig
niðurstaða málþingsins yrði þróuð
áfram í viðkomandi félagi. Ekki hafði
unnist mikill tími á málþinginu til að
ræða hvernig atvinnuendurhæfing er í
boði í hverju landi og hvað við sem
vorum þarna störfum nákvæmlega við.
Rætt var um það að á næsta málþingi
þessa hóps yrði rætt um þennan þátt
atvinnuendurhæfingar.
Eftir þessa tvo daga má segja að við
höfum verið eins og undnar tuskur,
búin að einbeita okkur af öllum mætti
og tala íslensku, dönsku, sænsku og
ensku á víxl. Eftir að hafa hvílst vel
héldum við heim á leið sammála um að
þetta hefði verið bæði ánægjulegt og
fróðlegt málþing og góð ákvörðun á
formannafundi árið áður að halda slík
málþing. Við þrjú vorum sammála um
að gaman hafi verið að hitta þarna á
sama stað alla formenn norrænu
iðjuþjálfafélaganna og sjá andlitin á
bak við nöfnin. Það sem tekur við hjá
okkur núna er að stofna faghóp iðju
þjálfa innan atvinnuendurhæfingar,
efla okkur og styrkja og vinna meðal
annars úr þeim hugmyndum sem við
fengum í Helsinki. Stofnfundurinn
verður aug lýstur á heimasíðu IÞÍ og
póstur sendur á félagsmenn.
■ Slakað á í hléi
■ Hópurinn