Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Page 17

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Page 17
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 17 Bókarhorn – Að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun Bókin er skrifuð af Jane Verity, dönskum iðjuþjálfa sem hefur starfað og búið í Ástralíu í fjölda mörg ár. Hún hefur starfað innan heila bilunargeirans en hún hefur einnig persónulega reynslu af heilabilun þar sem móðir hennar var með sjúkdóminn. Jane á því auðvelt með að setja sig í spor aðstandenda. Undanfarin ár hefur hún fyrst og fremst stundað fyrirlestrahald og fræðslu en hún er mjög vinsæl og eftirsótt á því sviði. Hún hefur meðal annars haldið námskeið hér á landi. Jane er sannfærð um að hægt sé að endurvekja lífsneistann hjá þeim sem þjást af heilabilun. Hún hefur því sett sér það takmark að breyta afstöðu samfélagsins til heilabilunar. Jane vill hjálpa fólki með heilabilun, aðstand endum þeirra og starfsfólki að halda í vonina og bjartsýnina, svo lífið verði skemmtilegra og innihaldsríkara. Í bókinni eru tillögur að daglegum athöfnum sem fólk með heilabilun getur haft gagn og gleði af. Þar má einnig finna ýmsar upplýsingar, fróð leiksmola og mörg hagnýt ráð, sem henta bæði þeim sem eru með sjúk­ dóminn á byrjunarstigi og þeim sem eru með lengra genginn sjúkdóm. Haft er eftir höfundinum: „Margoft hef ég orðið fyrir því þegar ég hef haldið fyrirlestra mína, að ættingjar fólks með heilabilun sem hafa hlustað á mig koma til mín og segja: „Bara að ég hefði kynnst þessum boðskap fyrr, þá hefði ég gert svo margt öðruvísi og við hefðum verið miklu sáttari.““ Boðskapurinn í þessari bók snýst um að styrkja þá sem hafa samneyti við fólk með heilabilun til að treysta eigin tilfinningum og að sýna fram á hvernig hægt er að standa með sjálfum sér, tilfinningum sínum og því sem maður trúir á. Þýðandi: Ingibjörg Pétursdóttir, iðjuþjálfi. Útgefandi: Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimers sjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS). Hægt er að nálgast bókina á heimasíðu FAAS: www.alzheimer.is. Þar er einnig að finna upplýsingar um annað útgefið efni. Með kveðju, Ingibjörg Pétursdóttir iðjuþjálfi

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.