Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 19

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 19
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 19 rænnar atferlismeðferðar og „Intuitive eating“. Þar er áherslan lögð á að kenna konum að hlusta á skilaboð líkamans og bregðast við innri merkjum um svengd og mettun, í stað þess að láta þætti, svo sem líðan, félagslegar aðstæð­ ur eða megrunarráð, vera ráðandi um hvort og hversu mikið þær borðuðu. Þessi meðferðarnálgun er líka talin henta ungmennum vel þar sem matar­ æði er mjög óreglulegt og rann sóknir hafa sýnt fram á ágætan árangur við að bæta matarhegðun og líðan (Craighead og Allen, 1995, 1999; Craighead, 2006). Þessi meðferðar nálgun hefur verið til prófunar í doktorsverkefni Þrúðar Gunnarsdóttur á Barnaspítala Hringsins undir leiðsögn Ragnars Bjarnasonar sérfræðings frá árinu 2006. Meðferðin nær til barna á aldrinum 8­13 ára og fjölskyldna þeirra og hefur árangur fram til þessa lofað góðu (Ragnar Bjarnason, munnleg heimild, 2009). Ævintýrameðferð hefur verið notuð í mörg ár sem verkfæri í hinum ýmsu meðferðum innan geðheilbrigðis­ þjónustunnar. Það sem er sérstakt við ævintýranálgunina er að öll meðferð fer fram utan dyra (Schoel, Prouty og Radcliff, 1989). Grunnhugmyndafræði ævintýrameðferðarinnar er upplifunar­ nám (Experiential Learning) sem byggir á „að fólk lærir mest af að gera“ og „að breytingar í hegðun og hugsun eigi sér stað þegar fólk finnur fyrir ójafnvægi og finnur sig utan marka þess sem telst þægilegt og öruggt“ (Schoel og Maizell, 2002). Verkefnin reyna á tilfinningalega, líkamlega og vitræna getu og hafa það markmið að bæta upplifun þátttakenda á sjálfum sér. Ævintýri er notað sem félagslegur og tilfinningalegur lær dómur þar sem nemendur upplifa og prófa sig meðal annars áfram í forystuhlutverki, að vinna úr ágreiningi, samvinnu og viðeigandi áhættutöku auk þess að vinna úr ögrandi verkefnum og samskiptum. Jákvæð reynsla sem þátttakendur öðlast er yfirfærð á daglegt líf og skilar sér í bættri líðan og hegðun (Schoel og Maizell, 2002). Nýleg rannsókn sýnir fram á að bresk börn og unglingar leika sér í ríkari mæli innandyra og leiðir það til kyrrsetu, óheilbrigðs lífsstíls og stuðlar að offitu (Dobson, 2003). Ein íslensk rannsókn hefur sýnt fram á tengsl ofþyngdar, vanlíðunar og náms erfiðleika í skóla (Magnús Ólafs son, Kjartan Ólafsson, Kristján M. Magnús son og Rósa Eggertsdóttir, 2003). Ein rannsókn á unglingum í yfirþyngd hefur sýnt fram á betri langtímaárangur ævintýra­ meðferðar og HAM saman borið við líkamsrækt og HAM (Jelalian o.fl., 2006). Ævin týrameðferð hefur verið virk á BUGL frá árinu 2000 og hafa um 500 börn og unglingar verið þátt­ takendur í slíkum hópum með góðum árangri. Aukin áhersla hefur verið á stuðning og fræðslu fyrir aðstandendur einstak­ linga með geðsjúkdóma á undanförnum árum (Anderson, Hogarty og Reiss, 1980) og í meira mæli farið að bjóða upp á aðstandendahópa vegna veikinda eða hegðunarvanda barna (Lewis og MacGuire, 1985). Nauðsyn fræðslu og stuðningsmeðferðar er viðurkennd fyrir fjölskyldur þar sem einhver í fjölskyld­ unni er með átröskun (Crisp o.fl., 1991) og slík meðferð hefur orðið fastur liður á mörgum deildum (Garner og Garfinkel, 1997). Aðstandendur eru yfirleitt þakklátir að fá að taka þátt í stuðningi við ættingja í vanda og fá síður þá tilfinningu að vera hjálparvana og áttavilltir (Wright og Leahey, 2005). Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að hjálpa fjölskyldum þar sem er ein­ staklingur í yfirþyngd. Á Íslandi hefur þjónusta verið í boði fyrir unglinga sem þurfa að létta sig en lítið hefur verið í boði fyrir foreldra þessara skjólstæðinga. Sýnt hefur verið fram á að meiri árangur næst þegar unnið er með fjölskylduna í heild eða í hóp heldur en þegar ein­ göngu er unnið með börnunum/ unglingunum þar sem einblínt er á mataræði , hreyf ingu og hegðun (Parizkova, 2008). Golley, Magarey, Baur, Steinbeck og Daniels (2007) báru saman foreldrahópa þar sem annars vegar var foreldraþjálfun með markvissri lífsstílsfræðslu og hins vegar var foreldra þjálfun eingöngu, en fyrri hóp­ urinn sýndi 10% lækkun á líkams­ þyngdarstuðli og seinni hópurinn 5% lækkun á líkamsþyngdarstuðli. Rann­ sókn Shelton o.fl. (2007) í Ástralíu sýndi marktækan árangur í lækkun á líkamsþyngdarstuðli barna 3­10 ára í yfirþyngd eftir foreldrahópfræðslu en þjónustan samanstóð af vikulegri fræðslu í tvo tíma í fjögur skipti þar sem unnið var með lífsstíl, mataræði, hreyfingu, hvatningu og hegðunar­ mótun. Fyrsti hópurinn Eftir mikla upplýsingasöfnun og undirbúningsvinnu var keyrður fyrsti hópur sem gekk nokkuð vel, en jafnframt komu í ljós nokkrir vankantar sem þurfti að slípa til. Foreldrar óskuðu meðal annars eftir meiri fræðslu og

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.