Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Page 20
20 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009
stuðningi og var þá skiptum fyrir
foreldra fjölgað úr fjórum í sex. Einnig
tók ungl ingahópurinn nokkrum
breytingum, handbókinni var breytt
örlítið og matardagbókin minnkuð úr
A4 í A5, en sú stærð hentaði ungling
unum betur.
Annar hópur fór af stað í mars á þessu
ári og bárust tilvísanir í hann frá BUGL
og Barnaspítala Hringsins. Rannsókn
mun hefjast sem fyrst og er ráðgert að
opna fyrir tilvísanir úr heilsugæslu eftir
að rannsókn hefur verið gerð. Einnig
verður möguleiki á að bjóða þetta
úrræði áfram til fyrstu og annarrar línu
þjónustuaðila, en það er stefna BUGL
að þróa gagnreynd meðferðarúrræði til
að geta boðið þau áfram til þessara
þjónustuaðila.
Uppbygging námskeiðs
Tekin eru forviðtöl við barn/ungling/
fjölskyldu þar sem farið er yfir stöðu
mála, markmið sett og matslistar lagðir
fyrir. Matslistarnir eru síðan lagðir fyrir
aftur í lok þjónustunnar. Þeir eru annars
vegar notaðir til að meta hegðun og
líðan unglingsins og hins vegar til að
meta hvernig foreldrar takast á við
vanda barns/unglings. Þetta er meðal
annars gert svo hægt sé að meta árangur
meðferðarinnar. Eftirfylgni er þremur
og sex mánuðum eftir að námskeiði
lýkur, og haft er samband við hverja
fjölskyldu þar sem farið er yfir stöðuna.
Einnig er þyngd unglinga mæld og
blóðþrýstingur mældur.
Unglingahópur
Í fræðsluþætti hvers tíma er tekið mið
af ákveðnu viðfangsefni. Unglingarnir
fá veglegt verkefnahefti sem sérstaklega
hefur verið samið með starf Heilsu
hópsins í huga. Farið er yfir samspil
unglingsins, iðju og umhverfis, farið
yfir daglega virkni og venjur og skoðað
hvort breytinga er þörf. Unnið er með
matardagbók og nýja tegund skráningar
í takmarkaðan tíma, í því skyni að
kenna heilbrigða umgengni við mat og
næringu. Unglingunum er kennt að
setja sér markmið og fylgjast með
árangri. Síðan er farið í grunnþætti hug
rænnar atferlismeðferðar og ýmsar
aðferðir innan þeirrar meðferðarnálgunar
eru kynntar. Útgangspunkturinn er að
kenna tengsl hugsana, tilfinninga og
hegðunar og að hvaða leyti hugsanir og
viðhorf eiga þátt í að móta sjálfsmynd,
líðan og hegðun unglinganna. Eftir að
fræðsluþætti námskeiðs lýkur tekur við
upplifunarþáttur námskeiðs eða ævin
týrameðferð. Þar gefst ungling unum
kostur á að styrkja sjálfsmynd sína og
auka sjálfsstyrk í öruggum aðstæðum
þar sem tekist er á við hin ýmsu sam
vinnu og samskiptaverkefni utan dyra.
Áhersla er á hrós, jákvæð samskipti og
ekki síst að hafa það skemmtilegt
saman.
Aðstandendahópur
Foreldrum er veittur stuðningur í
sínu hlutverki, boðið upp á umræður
og veitt fræðsla um eðli og vítahring
næringarvanda, ráðgjöf í samskiptum
og að takast á við vandann. Unnið er
með verkefni í tímum og lögð fyrir
verkefni á milli tíma, til dæmis: virk
hlustun, hvatningarsamtöl og að takast
á við hindranir og hvernig vandinn
hefur áhrif á daglegt líf. Skoðuð eru
áhrif vanda á fjölskylduna og áhrif
fjölskyldunnar á vandann. Foreldrum
er hjálpað við að vera styðjandi við
barn/ungling og kennt hvernig þeir geta
verið hvatning fyrir barn/ungling í að
gera breytingu á lífsstíl. Miðað er við að
foreldrar hafi bjargráð og styrk til að
takast á við vandann, en með stuðningi
fagaðila, og að samvinna foreldra og
barns/unglings komi til með að skila
góðum árangri.
Markmið að námskeiði loknu er að
þátttakendur sjái sig í jákvæðu ljósi og
beini eigin hugsunum að sínum sterku
hliðum og efli þær. Gott sjálfstraust og
trú á eigin getu eru nauðsynlegir kostir
til að barn/unglingur eflist í samskiptum
við jafnaldra sína og fari að njóta sín á
eigin forsendum. Einnig er markmiðið
að foreldrar fái innsýn í mikilvægi þess
að koma reglu á máltíðir og alla
næringarinntöku unglingsins ásamt
því að huga að almennri virkni og
hreyfingu.
Rannsókn
Áætlað er að hefja rannsókn sem fyrst
til að meta árangur úrræðisins og fékkst
til þess styrkur frá Vísindasjóði Land
spítala – háskólasjúkrahúss á þessu ári.
Hefur rannsóknin hlotið nafnið:
Unglingar í yfirþyngd og fjölskyldur
þeirra: Leið til betra lífs og bættrar
heilsu.
Meðal annars verður lagt mat á hvort
líðan, virkni, félagsleg færni, mataræði
og daglegar venjur unglingsins breytist
og lífsgæði batni. Tilgangur úrræðisins
er ekki að unglingarnir léttist, en rann
sakendur álykta að með auknu jafnvægi
í daglegu lífi, munu lang tímaáhrif verða
þau að þyngd þeirra taki breytingum í
átt að kjörþyngd. Er það von rann sak
enda að rannsóknin sýni fram á árangur
og bætt lífsgæði fyrir unglingana og
fjölskyldur þeirra til lengri tíma litið.
Heimildaskrá
Anderson, C. M., Hogarty, G. og Reiss, D. J.
(1980) . Fami l y t r e a tment o f adu l t
schizophrenic patients; a psychoeducational
approach. Schizophrenia Bulletin, 6, 490
505.
Bacon, L., Stern, J. S., Van Loan, M. D. og
Keim, N. L. (2005). Size acceptance and
intuitive eating improves health for obese,
female chronic dieters. Journal of the American
Dietetic Association, 105, 929936.
Craighead, L. W. og Allen, H. N. (1995).
Appetite awareness training: A cognitive
behavioral intervention for binge eating.
Cognitive and Behavioral Practice, 2 (2), 249
270.
Craighead, L. W. og Allen, H. N. (1999).
Appetite monitoring in the threatment of
binge eating disorder. Behavior Therapy, 30
(2), 253272.
Craighead, L. W. (2006). The appetite awareness
workbook: How to listen to your body &
overcome bingeing, overeating & obsession with
food. New Harbinger Publications: Oakland,
CA.
Crisp, A. H., Norton, K., Gowers, S., Halek,
C., Bowyer, C., Yeldham, D., Levett, G. og
Bhat, A. (1991). A controlled study of the
effect of therapies aimed at adolescent and
family psychopathology in anorexia nervosa.
British Journal of Psychiatry, 159, 325333
Dobson, R. (2003). Children growing up as
inside people. The New Zealand Herald. 9. 2.
http://www.guardian.co.uk/medicine/
story/0,11381,1011492,00.html
Eddy, K. T., TanofskyKraff, M., Thompson
Brenner, H., Herzog, D. B., Brown, T. A. og
Ludwig, D. S. (2007). Eating disorder
pathology among overweight treatment
seekin youth: Clinical correlates and cross
sectional risk modeling. Behaviour Research
and Therapy, 45, 23602371.
Fox, K. R., Page, A., Peters, D. M., Armstrong,
N. og Kirby, B. (1994). Dietary restraint and
self perceptions in early adolescence.
Personality and Individual Differences, 17, 87
96.
Garner, D. M. og Garfinkel, P. E. (1997).