Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Qupperneq 25

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Qupperneq 25
í þeim tilvikum þar sem almenn nálgun nægir ekki. Þarna er því að finna tæki­ færi til sóknar fyrir iðjuþjálfa, tækifæri til að aðstoða nemendur við að verða eins virkir þátttakendur og mögulegt er í þeirra eigin umhverfi (Davidson, 2005). Á málþinginu í júní síðastliðinn kom fram það álit að menning innan íslenskra skóla, viðhorf og þekking kennara og annars starfsfólks ráði miklu um hvernig gengur að komast með eflingu á félagsfærni inn í skólana. Mikilvægt er að iðjuþjálfar láti að sér kveða í samstarfsteymum, þar sem skipulag og innihald þjónustu er ákveðið. Leiðir Námsefni sem miðar að því að efla félagsfærni er oft og tíðum smíðað á grunni þeirrar ályktunar að með því að kenna börnum kerfisbundnar leiðir til að eignast vini og eiga samskipti við aðra, tileinki börnin sér slíka færni. Við slíka þjálfun er meðal annars notuð sýnikennsla, hlutverkaleikir, klípusögur og teikni myndir, auk þess að æskileg hegðun og viðbrögð eru verðlaunuð. Þarna er unnið með grunnfærni, svo sem að hefja samræður, heilsast og kveðjast, að leysa ágreining og hafa sjálfstjórn. Þjálfunin fer oftast fram við tilbúnar aðstæður, sem gerir yfirfærslu vanda sama. Gresham, Cook, Crews og Kern (2004) leggja áherslu á að félags­ færnivandi eigi oft rætur í því að æskileg félagshegðun hafi ekki hlotið næga athygli/umbun, en ekki að viðkomandi einstakling skorti þekkingu á því hvernig á að bera sig að í samskiptum við aðra. Því sé mikilvægt að vefa eflingu á sjálfsmynd og félagsfærni inn í daglegt líf heima og í skóla. Í grein Meadan og Monda­Amaya (2008) er undirstrikað að þrátt fyrir að til sé urmull af prógrömmum sem miða að því að efla félagsfærni nemenda, þá séu ekki til margar rannsóknir á árangri slíkra nálgana og að niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar séu misvísandi (Beelmann, Pfingsten og Lösel, 1994; Koenig, De Los Reyes, Cicchetti, Scahill og Klin, 2009). Því er mikilsvert að vanda valið, vera með­ vitaður um markhóp þjónustunnar, meta þarfir þeirra einstaklinga sem þátt taka með gagnreyndum aðferðum og stuðla að því að færi gefist til að yfirfæra færni yfir í daglegt líf. Samvinna þeirra sem börnunum tengjast er því mikilvæg og mikilvægt að íhlutunaráætlun sé í stöðugri endurskoðun. Til að gera vinnuna sýnilegri og gagnsærri er ráð að nýta þjónustuferli markvisst, til dæmis Kanadíska þjón­ ustu ferlið, og hagnýta verkfæri til að meta þörf og framvindu, framkvæma skráningu og skýrslugerð. Leggja þarf mat á færni nemenda og þá er mikilvægt IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 25

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.