Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Side 26

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Side 26
að taka mið af upplifun barnsins sjálfs, kennara og foreldra og fylgja mati úr garði með úrræðum. Ein af forsendum þess að hægt sé að meta árangur íhlut­ unar er að nýtt séu færnimiðuð mats­ tæki og tæki til að meta félagsfærni barna. Hér fylgir listi yfir ýmis matstæki í stafrófsröð en val á þeim hlýtur að vera háð skjólstæðingum og aðstæðum hverju sinni. Dæmi um matstæki: • Assessment of Motor and Process Skills (AMPS)/School AMPS • Child Assessment of Participation and Enjoyment (CAPE)/Preference of Activities of Children (6­21 árs) (PAC) • C a n a d i a n O c c u p a t i o n a l Performance Measure (COPM) • Child Occupational Self Assessment (COSA) • Mat nemanda á skólaumhverfi (MNS) • SkólaFærniAthugun (SFA) • Evaluation of Social Interaction (ESI) • Social Skills Rating System (SSRS) Ýmsar leiðir eru farnar og félagsfærni má efla hvort heldur sem er í litlum hópi eða í almennri bekkjarkennslu, allt eftir eðli vandans og aðstæðum á hverjum stað. Það að vefa eflingu á félagsfærni inn í almenna bekkjar­ kennslu ætti að vera fyrsta skrefið. Þannig er hægt að vinna með viðhorf og viðmið, efla sjálfstraust, auðga orðaforða barna hvað varðar það að tjá tilfinningar sínar og almenna vitund þeirra og samstöðu. Slíkt má til dæmis gera í lífsleikni, þar sem markmiðið er meðal annars að efla félagsþroska nemenda og borgaravitund. Lögð er áhersla á að efla færni til samskipta, gagnrýna hugsun, tjáningu og að færa rök fyrir máli sínu (Menntamála­ ráðuneyti, 2007). Dæmi eru um að iðjuþjálfar taki þátt í lífs leiknitímum eða jafnvel sjái alfarið um þá. Auk almennra áherslna inni í bekk þarf hluti nemenda að æfa færni í minni hópi undir leiðsögn fullorðinna og/eða í einstaklingsþjálfun. Mikilvægt er að virkja nemendur, kennara og foreldra til að ýta undir yfirfærslu færni yfir á daglegt líf. Enn fremur er mikilvægt að hvetja til tómstunda iðkunar í þeim tilgangi að auka félagslega þátttöku. Lífsleikni gefur dýrmæt tækifæri til þess að efla félagsþroska nemenda og borgaravitund. Þar er fengist við þætti sem tengjast því að vera þátttakandi í lýðræðislegu þjóðfélagi, svo sem jafn­ rétti, réttindi, skyldur og ábyrgð, mann réttindi, umburðarlyndi og gagn­ kvæma virðingu. Fjallað er um að vinna með öðrum, tilheyra fjölskyldu, eiga vini og félaga og setja sig í spor annarra. Lögð er áhersla á að efla færni til sam­ skipta, gagnrýna hugsun, tjáningu og að færa rök fyrir máli sínu. Námsgreinin lífsleikni gefur skólum einnig tækifæri til að vinna með sitt nánasta umhverfi og grenndarsamfélagið og fjalla um mál sem upp kunna að koma hverju sinni og snerta líðan og velferð nemenda (Menntamála ráðuneyti, 2007). Lesendum skal bent á áðurnefnda skýrslu starfshóps um eflingu sjálfs­ myndar og félagsfærni barna/nemenda í leik­ og grunnskólum, en þar er að finna ýmsar tillögur að bókum og öðru efni. Einnig er getið um nokkur gagnleg rit í Ritaskrá hér fyrir aftan. Íslenskir iðjuþjálfar sem starfa með börnum eru metnaðarfullir og leggja sig fram við að veita gæðaþjónustu. Til að þjónustan verði enn árangursríkari er nauðsynlegt að fjölga iðjuþjálfum innan skólanna og að iðjuþjálfar láti að sér kveða þar sem skipulag og innihald þjónustu er ákveðið. Nú þegar eru hér á landi dæmi um að iðjuþjálfar vinni að eflingu á félagsfærni nemenda í sam­ starfi við námsráðgjafa, þroska þjálfara og kennara, en gera má enn betur og stuðla þannig að hámarks þátttöku og vellíðan allra nemenda. Heimildaskrá Anna Sigríður Jónsdóttir, Ragnheiður Lúð víks­ dóttir og Soffía Haraldsdóttir (2005). Viðhorf umsjónarkennara til þjónustu iðjuþjálfa vegna nemenda með sérþarfir. Háskólinn á Akureyri. Beelmann, A., Pfingsten, U. og Lösel, F. (1994). Effects of training social competence in children: A meta­analysis of recent evaluation studies. Journal of Clinical Child & Adolescent Psychology, 23, 260–271. Case­Smith, J. og Rogers, J. (2005). School­ based occupational therapy. Í J. Case­Smith (ritstj.), Occupational therapy for children (5. útg.)(bls. 795­826). St. Louis, Missouri: Elsevier Mosby. Davidson, D. A. (2005). Psychosocial issues affecting social participation. Í J. Case­Smith (ritstj.), Occupational therapy for children (5. útg.)(bls. 449­480). St. Louis, Missouri: Elsevier Mosby. Gadeyene, E., Ghesquiére, P. og Onghena, P. (2004). Psychosocial functioning of young children with learning problems. Journal of Child Psychology and Psychiatry, 45, (3), 510- 521. Sótt 13. júlí 2009, af gagnasafninu Blackwell Synergy. Gerður Gústavsdóttir; Helga Guðjónsdóttir og Valrós Sigurbjörnsdóttir (2005). Félagsleg þátttaka unglinga með hreyfifrávik með/án ADHD. Háskólinn á Akureyri. Gresham, F. M., Cook, C. R., Crews, S. D. og Kern, L. (2004). Social skills training for children and youth with emotional and behavioral disorders: Validity considerations and future directions. Behavior Disorders, 30, 32­46. Grétar L. Marinósson (2008). Er skóli án aðgreiningar tískufyrirbæri? Sótt 16. júlí 2009, af http://e instokborn. is/Fi les/ Skra_0026587.pdf. Hanna Hjartardótt ir (2004). Skól i án aðgreiningar, sjónarhorn skólastjóra. Glæður, 2, 7­8. Iðjuþjálfafélag Íslands (2008). Þjónusta iðjuþjálfa í skólaumhverfi – hvatar og keldur. Skýrsla unnin á vegum faghóps um iðjuþjálfun barna. Koenig, K., De Los Reyes, A., Cicchetti, D., Scahill, L. og Klin, A. (2009). Group intervention to promote social skills in school­ age children with pervasive developmental disorders: Reconsidering efficacy. Journal of Autism and Developmental Disorders, 39, 1163­1173. Sótt 13. júlí 2009, af gagna­ safninu Proquest. Lög um grunnskóla nr. 91/2009. Meadan, H. og Monda­Amaya, L. (2008). Collaboration to promote social competence for students with mild disabilities in the general classroom: A structure for providing social support. Intervention in School and Clinic, 43, 158-167. Menntamálaráðuneytið (2007). Aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni. Reykjavík: Mennta­ málaráðuneytið. Mishna, F. og Muskat, B. (2004). School based group treatment for students with learning disabilities: A collaborative approach [Rafræn útgáfa]. Children and Schools. 26, (3), 135­ 150. Reykjavíkurborg, Menntasvið (2008). Skýrsla starfshóps um eflingu sjálfsmyndar og félagsfærni barna/nemenda í leik- og grunnskólum. Leikskólasvið og Menntasvið Reykjavíkur. Sótt þann 21. júlí 2008 af: http://www. reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/ menntasvid/skyrslur/skyrsla_starfshops_ sjalfsmynd_felagsf.pdf Sigríður Kr. Gísladóttir og Þóra Leósdóttir (2003). Iðjuþjálfun barna og ungmenna – Þjónusta á tímamótum? Iðjuþjálfinn, 25 (1), 15­18. Sólrún Ásta Haraldsdóttir (2008). Þjónusta iðjuþjálfa við grunnskólanemendur með vanda af sálfélagslegum toga. Óbirt BS­ritgerð: Háskólinn á Akureyri, heilbrigðis deild. 26 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.